Morgunblaðið - 21.09.2008, Síða 34

Morgunblaðið - 21.09.2008, Síða 34
34 SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN AUÐBREKKA - KÓPAVOGUR Til sölu vel staðsett 297,3 fm atvinnuhúsnæði á jarðhæð. Getur hentað fyrir margsskonar starf- semi. Góðar innkeyrsludyr auk sér inngöngu í mót- töku. Tilboða er óskað. Afhending samkv. nánari samkomulagi. Nánari uppl. á skrifst FM, sími 550 3000. Til leigu heil hæð í Skipholti (Ath! vsk. laust húsnæði) Til leigu og afhendingar strax 650 m² mjög snyrtilegt skrifstofuhúsnæði á 3. hæð í lyftuhúsi með fallegu útsýni að Esjunni. Frábær staðsetning miðsvæðis í Reykjavík með nægum bílastæðum og góðum umferðatengingum í allar áttir. Húsnæðið er fullinnréttað og nýtist sem ein heild, en einnig er auðvelt að skipta því í ofangreindar einingar, eða einhverja blöndu af þeim. Kældur tölvuskápur til staðar og tölvulagnir í stokkum. Ljósleiðari er inn í húsið. Dúkur á gólfum. Niðurtekin loft að hluta. Svalir. Aðgangsstýrð sameign. Teikningar á skrifstofu. Leiga kr. 1.695/m². Nánari upplýsingar veitir Guðlaugur 896-0747. Sími 511 2900 Mb l 10 49 05 5 Möguleg nýting (skipting); Rými 0: 650 m² (samtals) Rými 1: 390 m² Rými 2: 202 m² Rými 3: 58 m² GUNNAR Birg- isson vill eyða tor- tryggni í Kópavogi, svo að sátt geti náðst í skipulagsmálum bæj- arins. Sem dæmi um framlag bæjaryfir- valda í þessum efnum er ekki úr vegi að rifja upp þá stórsýningu sem þau gengust fyrir á Kársnesi nú í sumar. Sýning þessi var í boði bæjarskipulags Kópavogs og sýndi svo ekki varð um villst hvernig breyta má þessu ljóta Kársnesi í fallegt og notalegt íbúa- hverfi með grænum svæðum. Hókus–pókus Öllum var boðið en almúginn á Kársnesi var sérstaklega hvattur til að mæta. Ég, sauðheimskur Kárs- nesbúi, mætti að sjálfsögðu ásamt minni eiginkonu. Þetta var of gott tækifæri til að sleppa. Frítt inn, kaffi, kleinur og rútuferð og allt í boði bæjarins. Þetta var frábær sýning. Starfsmenn bæjarins höfðu greinilega setið sveittir við undir- búning í allan vetur. Þegar kemur að töfrabrögðum og sjónhverf- ingum verður maður að vera vel undirbúinn. Ekkert er skamm- arlegra en að vera gripinn við að troða spilum upp í ermina eða kan- ínum í hatta ef maður er töframað- ur. Mér varð hugsað til baka þegar ég sem barn horfði með aðdáun á sirkus Billys Smarts á gamlárs- kvöldum. Mikið óskaði ég þess að vera á staðnum, í stað þess að sitja heima með nefið klesst upp að sjón- varpsskjánum. Þeir voru klárir í sirkusnum, þeir gátu bókstaflega allt, en óhætt er að segja að starfs- menn bæjarins voru þeim engir eft- irbátar. Öll trikkin úr bókinni notuð til þess að sannfæra áhorfandann um að svart væri hvítt og hvítt væri svart. Meira verður minna Í skipulagsmálum Kársnessins sáu þeir í stuttu máli fyrir sér fjóra kosti. Kostur A er núllkostur, gerum ekki neitt. Kostur A+: bæt- um við örlitlu atvinnu- húsnæði og í kosti B og C: bætum við ör- litlu íbúðarhúsnæði og tökum í burt atvinnu- húsnæði. Kostur B var sá sem bæjarstarfs- menn sögðust vera hrifnastir af, svona til að byrja með, en í framtíðinni mætti jafnvel taka þetta alla leið og fara í kost C með ökubrú til Reykjavíkur. En, bíðum nú við. Eitt augnablik greip mig hræðsla. Í fyrra, þegar allt ætlaði um koll að keyra, ætluðu þeir að bæta við tæp- lega 600 íbúðum umfram það, sem þá var þegar samþykkt af nýju íbúðarhúsnæði. Núna ætla þeir að bæta við rúmlega 700 íbúðum í kosti B og tæplega 900 íbúðum í kosti C, en segjast samt vera að koma til móts við íbúa með því að draga úr þeirri þéttingu sem stefnt hefur verið að. Sem betur fer stóð hræðslan stutt. Þessir menn vita hvað þeir eru að gera. Þeir kunna að reikna og teikna og hafa áratuga langa reynslu af skipulagsmálum hér í Kópavogi, við góðan orðstír og í sátt og samlyndi við íbúa. Hvað er ég sauðheimskur Kársnesbúinn að hafa áhyggjur af þessu? Hvað með það þótt mér finnist 700 og 900 vera meira en 600? Svona er ég allt of oft að velta mér upp úr einhverju, sem ég hvorki veit né skil. Sannleik- urinn er vitaskuld sá að 700 og 900 eru lægri tölur en 600, að minnsta kosti hér í hinum friðsæla Kópa- vogi. Gamalt fólk og ófrjóir háskólastúdentar Á hinni nýju, grænu Kársnestá verður gott að búa. Þar verður allt fullt af gömlu fólki og ófrjóum há- skólastúdentum, ef marka má framtíðarsýn bæjarins. Lítið verð- ur um hávaðasöm börn, því á svo- kölluðum þéttingarsvæðum munu bara búa 2,2 íbúar í hverri íbúð en ekki 2,7 eins og annars staðar á nesinu. Samkvæmt þessu má því aðeins fimmta hvert par eiga barn, en reyndar bara eitt til þess að rugla ekki þessa hárnákvæmu út- reikninga. Kosturinn við gamla fólkið og ófrjóu háskólastúdentana er líka sá, að þetta fólk virðist ferðast lítið um á bílum og í þau fáu skipti sem það er akandi fer það samkvæmt umferðarspá bæjarins alltaf nesið sunnanvert, væntanlega til að trufla ekki skapstygga fólkið sem býr við Kársnesbraut. Á morgnana þegar skólabjallan glym- ur setjast háskólastúdentarnir á hjólhestana sína og þeysa yfir nýju, fínu göngubrúna sem verður komin þvert yfir Fossvoginn. Ef gott er veður og gamla fólkið hefur fengið leið á öllum grænu svæðunum á Kársnesinu getur það rölt sér yfir brúna með nesti og sest að snæð- ingi í Öskjuhlíðinni. Já, það er snið- ugt að geta nýtt sér útivistarsvæðin hinum megin við Fossvoginn – og það alveg frítt í boði Reykjavík- urbúa. Mikið er gott að þurfa ekki að burðast um með of mikið vit. Mér líður vel að vera sauðheimskur. Það er kostur að geta einfaldlega ekki velt erfiðum hlutum fyrir sér og vera laus undan sífelldum áhyggj- um af framtíðinni. Þurfa ekkert að spá í það hvor talan sé hærri 600 eða 900. Ég sef vært sem barn, vit- andi að hinir harðduglegu starfs- menn bæjarins eru nótt sem nýtan dag að takast á við þessa flóknu hluti. Reikna út hluti sem ég gæti aldrei reiknað, skiljandi tölur sem ég get aldrei skilið. Starfandi fyrir mig, í mína þágu, vitandi mun betur en ég, hvað sé mér og mínum líkum fyrir bestu. Það er gott að ljúga í Kópavogi Indriði Björnsson skrifar um skipu- lagsmál á Kársnesi » Sannleikurinn er vitaskuld sá að 700 og 900 eru lægri tölur en 600, að minnsta kosti hér í hinum friðsæla Kópavogi. Indriði Björnsson Höfundur er tölvunarfræðingur og sauðheimskur Kársnesbúi. SÍMENNTUN er regnhlífarhugtak yfir námskeið og lengri námsleiðir sem standa fullorðnum ein- staklingum til boða. Oft eru þessi námskeið starfstengd þar sem markmiðið er að þjálfa hæfni sem er mikilvæg í starfi. Símenntun nær einnig yfir öll þau tómstunda-, tungu- mála- og sjálfsstyrk- ingarnámskeið sem í boði eru fyrir full- orðna. Mörg stétt- arfélög eru með sér- staka sjóði sem gera félagsmönnum kleift að sækja símennt- unarnámskeið og hvetja félögin þá til þess. Samfélag okkar þróast hratt og oft er erfitt að fylgjast með öllum breytingum sem eiga sér stað í störfum okkar. Þing Evrópusam- bandsins mælir með eftirfarandi átta færniiatriðum (key competen- ces) sem æskilegt er að hafa til hlið- sjónar þegar hugað er að símennt- un:  Samskipti á móðurmálinu  Samskipti á erlendum tungu- málum  Stærðfræðikunnátta og grund- vallarþekking í vísindum og tækni  Færni í stafrænni tækni, upp- lýsinga- og samskiptatækni  Að læra að læra  Félagsleg færni og borgaravit- und  Skilningur á frumkvöðlastarfi og að sýna frumkvæði  Menningarvitund og tjáning Til þess að takast á við öra starfsþróun í atvinnulífinu er mik- ilvægt að stuðla að aukinni símennt- un þar sem þessi færni er þjálfuð. Eitt af þessum atriðum er að læra að læra. Þetta virðist í fyrstu stinga svolítið í stúf við hina færniþættina. Hins vegar er þessi færni eflaust einna mik- ilvægust. Að læra að læra þýðir í raun að vakna til vitundar um að á meðan við lifum erum við stöðugt að læra. Það er einnig ábending um hve mik- ilvægt það er að leita leiða til að læra meira og að geta skipulagt nám okkar. Símennt- unarmiðstöðvar hafa þetta að leiðarljósi og reyna að koma til móts við einstaklinga og at- vinnulíf með því að bjóða upp á alls kyns leiðir til þess að að- stoða fólk við að læra að læra. Í síbreytilegu starfsumhverfi og samfélagi er mikilvægt að tileinka sér kosti þess að læra. Opinn hugur og örlítið þor er oft það eina sem til þarf. Bæði einstaklingar og atvinnu- rekendur þurfa þess vegna að vera vakandi fyrir mikilvægi símennt- unar og hvar hún stendur til boða. Þann 21.-28. september er vika sí- menntunar haldin. Markmið viku sí- menntunar að þessu sinni er að vekja áhuga fólks sem ekki hefur notið mikillar formlegrar mennt- unar á tækifærum til þess að efla sig með símenntun. Í viku símenntunar mun Fram- vegis, miðstöð um símenntun, bjóða upp á örnámskeið og kynningar á námsleiðum sem vinnustaðir geta pantað þeim að kostnaðarlausu. Yf- irlit yfir það sem í boði er má finna á heimasíðunni www.framvegis.is. Að læra að læra Sólveig Lilja Snæ- björnsdóttir skrifar um menntamál Sólveig Lilja Snæbjörnsdóttir » Að læra að læra þýðir í raun að vakna til vitundar um að á meðan við lifum erum við stöðugt að læra. Höfundur er verkefnastjóri hjá Framvegis, miðstöð um símenntun. MORGUNBLAÐIÐ birtir alla út- gáfudaga aðsendar umræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofn- ana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morgun- blaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er not- að er nóg að slá inn netfang og lyk- ilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarks- lengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt en boðið er upp á birtingu lengri greina á vefnum. Nánari upplýsingar gefur starfsfólk greinadeildar. Móttaka aðsendra greina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.