Morgunblaðið - 21.09.2008, Side 48

Morgunblaðið - 21.09.2008, Side 48
48 SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ 4 6 5 2 3 1 9 5 3 2 1 9 7 1 2 4 7 2 1 2 9 4 5 6 5 7 3 7 2 8 6 8 9 7 Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Sudoku 4 5 7 6 8 5 2 7 1 6 5 8 6 9 7 4 9 5 7 9 8 2 8 6 1 9 2 8 7 1 4 8 2 3 6 8 9 3 2 1 9 2 3 7 2 4 6 1 6 4 8 5 4 8 7 8 2 9 6 4 3 7 2 8 3 9 6 4 5 3 2 1 8 7 5 1 2 9 7 8 6 4 3 3 7 8 1 6 4 9 5 2 2 9 5 8 4 1 3 7 6 1 8 6 7 9 3 5 2 4 4 3 7 2 5 6 8 1 9 6 2 9 4 1 5 7 3 8 8 5 3 6 2 7 4 9 1 7 4 1 3 8 9 2 6 5 8 4 1 6 7 9 3 5 2 3 6 9 4 5 2 8 7 1 5 7 2 8 1 3 4 6 9 9 5 7 3 2 4 1 8 6 6 1 8 7 9 5 2 4 3 2 3 4 1 8 6 7 9 5 7 9 3 2 6 8 5 1 4 1 2 6 5 4 7 9 3 8 4 8 5 9 3 1 6 2 7 5 6 9 2 1 8 3 4 7 2 8 4 3 7 6 1 5 9 7 1 3 4 9 5 2 8 6 6 3 5 1 2 7 8 9 4 1 2 8 9 6 4 7 3 5 9 4 7 5 8 3 6 1 2 8 5 2 6 3 9 4 7 1 4 7 1 8 5 2 9 6 3 3 9 6 7 4 1 5 2 8 dagbók Í dag er sunnudagur 21. september, 265. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Sækist eins og nýfædd börn eftir hinni andlegu, ósviknu mjólk, til þess að þér af henni getið dafnað til hjálpræðis. (1Pt. 2, 2.) Víkverji brá sér á málverkasýn-ingu Braga Ásgeirssonar á Kjarvalsstöðum og skoðaði mynd- irnar ásamt þriggja ára vini sínum. Í allnokkrar myndanna hafði myndlist- armaðurinn fest alls kyns hluti; litlar dúkkur, snuð, víra, penna og fleira smádót sem litli vinurinn hreifst af. Hann gat ekki leynt hrifningu sinni á myndunum, benti stöðugt og spurði: „Hvað er þetta?“ x x x Þegar komið var innar í salinnvoru annars konar myndir á vegg. Ekkert dót var fest á þær. Litli listaverkaunnandinn leit á mynd- irnar og sagði nokkuð vonsvikinn: „Ekkert dót, bara málning!“ Þar sem litli vinurinn er uppfinningamaður í eðli sínu sneri hann sér að því að finna aðrar gersemar og fann þær á gólfi salarins en þar er víða sér- kennilega kringlótt gyllt mynstur. „Gull!“ hrópaði vinurinn og lagðist í gólfið og hóf frekari rannsóknir. Eft- ir nokkra athugun tilkynnti hann að langt fyrir neðan þessi göt væri fal- inn fjársjóður. Víkverja fannst þetta merkileg tíðindi en þau urðu enn merkilegri því vinur hans sagði hon- um að sjóræningjar vissu af þessum fjársjóði og ætluðu sér að stela hon- um. Þetta væri engan veginn gott, sagði litli og knái vinurinn, það þyrfti að bregðast við og næla í fjársjóðinn á undan sjóræningjunum. Best væri að fara um nóttina og verða á undan þessum óþjóðalýð. Þar sem Víkverji er ævintýragjarn samþykkti hann umyrðalaust að fara í skjóli nætur með vini sínum og heimta fjársjóðinn. Svo kvaddi Víkverji þennan hug- rakka unga vin sinn. x x x Ekkert varð þó úr fjársjóðsferð-inni því litli vinurinn lét ekkert frekar í sér heyra, hefur sennilega sofið yfir sig. Víkverji er hins vegar stórhrifinn af skapandi hugsun þessa litla og sérstaka vinar síns og hefur á síðustu dögum oft orðið hugsað til þessarar merkilegustu heimsóknar á listasafn sem hann hefur upplifað. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 galsi, 4 harm- ar, 7 lágfótan, 8 bjargbú- um, 9 kraftur, 11 skelin, 13 sorg, 14 styrkir, 15 lögun, 17 bergmál, 20 ílát, 22 málreif, 23 hefð- arkona, 24 hirða um, 25 hæsi. Lóðrétt | 1 skvampa, 2 kvarta, 3 sívinnandi, 4 málmur, 5 refsa, 6 víð- um, 10 lýðs, 12 læri, 13 skar, 15 gaffals, 16 gler- ið, 18 fuglum, 19 byggja, 20 ilma, 21 léleg skrift. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 liðleskja, 8 skjór, 9 lúpur, 10 fit, 11 merja, 13 asnar, 15 fjörs, 18 slæpt, 21 kyn, 22 eldur, 23 aflar, 24 hranalegt. Lóðrétt: 2 iljar, 3 larfa, 4 selta, 5 Japan, 6 ásum, 7 grær, 12 jór, 14 sál, 15 frek, 16 öldur, 17 skran, 18 snarl, 19 ærleg, 20 tíra. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 a6 5. Bd3 Bc5 6. Rb3 Be7 7. O–O d6 8. Dg4 g6 9. Dg3 Rc6 10. a4 h5 11. Ra3 h4 12. De3 Rf6 13. Bd2 e5 14. f4 Rg4 15. De2 exf4 16. Bxf4 h3 17. Rc4 hxg2 18. Dxg2 Rge5 19. Bxe5 dxe5 20. Df2 Be6 21. Kh1 Bh4 22. Dg1 De7 23. Rb6 Hd8 24. Rd5 Staðan kom upp í landsliðsflokki Skákþings Íslands sem lauk fyrir skömmu í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur í Faxafeni 12. Tífaldur Íslandsmeistari í skák, stórmeist- arinn Hannes Hlífar Stefánsson (2566), hafði svart gegn Magnúsi Erni Úlfarssyni (2403). 24… Hxd5! og hvítur gafst upp enda verður stórfellt liðstap ekki umflúið. Svartur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Vínarbragði forðað. Norður ♠8 ♥ÁG10 ♦ÁK432 ♣10843 Vestur Austur ♠ÁG10742 ♠D963 ♥832 ♥KD965 ♦G8 ♦D96 ♣G9 ♣7 Suður ♠K5 ♥74 ♦1075 ♣ÁKD652 Suður spilar 5♣. Þrjú grönd í suður er besti samning- urinn, en þangað rataði hvorugt NS– parið í úrslitaleik bikarkeppninnar. Á öðru borðinu varð norður sagnhafi í 3G eftir hjartameldingar AV. Útspil í spaða hafði glatt vestur, en liturinn hafði aldrei verið nefndur á nafn og austur kom því út með hjarta. Á hinu borðinu endaði Sverrir Ár- mannsson í 5♣ gegn Ragnari Magn- ússyni og Páli Valdimarssyni. Ragnar kom út með ♥2 í sögðum lit Páls. Sverrir setti tíuna, Páll drap og spilaði spaða til makkers. Þá innkomu notaði Ragnar til að spila aftur hjarta og Sverrir tók besta kostinn með því að svína. Einn niður. Þessi vörn er nauð- synleg, því annars er hægt að þvinga austur í rauðu litunum: Taka ♦ÁK og nota ♦10 heima sem þvingunarspil og ♥G í borði. Vínarbragð. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú hefur einhverju áríðandi að miðla til fólksins þíns. Ekki verða hissa ef þú stressast smávegis. Þegar rétta augn- blikið kemur renna skilaboðin upp úr þér. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú munt verða mjög upptekinn við að gera eitthvað sem þú hefur aldrei gert áður. Hvirfilvindur ræðst inn í líf þitt. Hvíldu þig, borðaðu vel og vertu tilbúinn. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Að taka fá lán lætur þig líta vel út í augum bankanna. Það sama á við um vinargreiða. Þegar þeir bjóða fram hjálp sem þú þiggur ekki hækkarðu í áliti. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Í dag eiga sér stað stutt og listræn augnablik tenginga sem aldrei verða end- urtekin. Þú getur hins vegar alltaf kallað fegurð þeirra fram í hugann. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þegar þú hlustar á hjartað segir það þér að eyða meiri tíma í hversdagsverkin. Að klæða sig, elda eða deila einhverju með ástvinum er tækifæri til að skína. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Gefðu sjálfum þér frí frá því að pæla í hvað aðrir eru að gera. Einbeittu þér að eigin gjörðum. Það er þreytandi að sífellt gruna fólk um hitt og þetta. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þér finnst þú loksins reiðubúinn til að tjá þarfir þínar og pælingar fyrir maka þínum. Vertu heiðarlegur og bein- skeyttur um mál sem hefur vegið þungt á þér. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú þráir réttlæti fyrir alla. Hæfileiki þinn til að sjá vandamál frá báðum hliðum mun koma ástvinum þínum mjög vel. Gefðu þeim allt sem þú hefur að gefa. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú hefur tíma til að gera akk- úrat það sem þú vilt, en bara með því að sleppa einhverju sem einhver annar vill. Sá sem stendur með þér skilur þig. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Hláturinn hleðst upp innra með þér og þarf að komast út. Þér finnst ekki erfitt að koma auga á skondnu hliðar heimsins – en vilt njóta þess með öðrum. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þú dregst að himneskum hug- myndum og ert sífellt að þroskast and- lega. Þú vilt gefa þig æðra mætti á vald og færð svar í gegnum íhugun eða bæn. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú ert opinn fyrir nýjum hugs- unarhætti og skalt ekki vera með hverj- um sem er. Þú ert áhrifagjarn og of varn- arlaus gagnvart heimskulegum ráðum. Stjörnuspá Holiday Mathis 21. september 1918 Fyrsta konan fékk öku- skírteini hér á landi. Það var Áslaug Þorláksdóttir Johnson. Þá voru áttatíu karlar komnir með ökuréttindi. 21. september 1919 Reykjanesviti skemmdist mik- ið í jarðskjálfta. Vitinn „sprakk yfir þvert og ljós- tækin færðust úr lagi,“ að sögn Morgunblaðsins. 21. september 1951 Súðin sigldi gegnum Súes- skurð, fyrst skipa undir ís- lenskum fána. Skipið var á leið frá Íslandi til Hong Kong, en þangað hafði það verið selt. 21. september 1963 Eiríkur Kristófersson skip- herra var sæmdur æðstu orðu sem Bretar veita erlendum mönnum. Orðan var meðal annars veitt fyrir björgun breskra sjómanna, en á fjöru- tíu ára ferli sínum sem stýri- maður og skipherra hjá Land- helgisgæslunni átti Eiríkur þátt í björgun 640 skipa. Hann varð þjóðþekktur í þorska- stríðinu 1958-1961. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … JÓN Birgir Pétursson, rithöfundur og fyrrverandi blaðamaður, segist vera orðinn þreyttur á hefð- bundnum boðum og ætlar hann því í tilefni dags- ins að fara með eiginkonu sinni, Fjólu Arndórs- dóttur, börnum þeirra sex og 10 barnabörnum, í Borgarfjörð. „Við ætlum að fara að skoða Deild- artunguhver sem var í eigu móðursystur minnar,“ en sá er vatnsmesti hver landsins. „Svo ætlum við að fara að Reykholti. Þar er Óskar Guðmundsson rithöfundur og ætlar hann að segja okkur frá Snorra Sturlusyni og sýna okkur Reykholtið,“ segir Jón Birgir en að því loknu ætl- ar Steinar Berg Ísleifsson að fara með fjölskylduna í göngutúr og sýna henni ummerki eftir tröllin sem reikuðu um Borgarfjörð í gamla daga. „Svo ætlum við að fara í góðan kvöldverð hjá Steinari og Ingi- björgu [Pálsdóttur, konu Steinars] í Fossatúni og eiga gott kvöld.“ Jón Birgir hefur starfað sem fréttastjóri á Vísi og Dagblaðinu og rekið sitt eigið fjölmiðlafyrirtæki. Sem blaðamaður hefur Jón Birgir þurft að ferðast víða. „Ég hef átt afmælisdaga úti um allan heim, í Danmörku, Svíþjóð, Bandaríkjum og víðar. Það er svona með blaða- menn, þeir eru úti um allt,“ segir hann. Þessa dagana stendur hann í ströngu við að skrifa sögu björg- unarsveita á Íslandi. „Þetta er gríðarlega mikið verk,“ segir Jón Birg- ir en hann setur stefnuna á tvær þykkar bækur. | ylfa@mbl.is Jón Birgir Pétursson rithöfundur sjötugur Skoðar ummerki trölla Lausn síðustu Sudoki.Frumstig Miðstig Efstastig ;) Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum ásamt upplýsingum um fæðingarstað og stund, þyngd, lengd og nöfn foreldra, á netfangið barn@mbl.is Jón Jason Ólafsson, Hæð- argarði 35, Reykjavík, er níræður í dag. Hann tekur á móti gestum frá kl. 15 til 17 í dag í þjónustu- miðstöðinni Hæðargarði 31. 90 ára

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.