Morgunblaðið - 21.09.2008, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2008 53
• Meðalstór prentsmiðja óskar eftir sameiningu við traust fyrirtæki með
hagræðingu í huga. Ársvelta 170 mkr. EBITDA 30 mkr.
• Þekkt, lítið hellulagninga- og jarðvinnufyrirtæki með 6 ára góða
rekstrarsögu. Ársvelta 50 mkr. Tilvalið til sameiningar eða fyrir
duglegan mann sem vill fara í eigin rekstur.
• Markaðsstjóri-meðeigandi óskast að bílaumboði.
• Leiðandi hestavöruverslun með mjög góða staðsetningu.
Ársvelta 100 mkr.
• Sérstæð verslun og þjónusta með merktar vörur. Hentugt fyrir grafíska
hönnuði og hugmyndaríkt fólk. Góð framlegð.
• Rótgróið ræstingafyrirtæki með fasta viðskiptavini og skriflega
samninga. Ársvelta 120 mkr. EBITDA 25 mkr.
• Innflutnings- og framleiðslufyrirtæki með góðum hagnaði óskar eftir
sameiningu við vandaða trésmiðju sem sérhæfir sig í innréttingum.
• Þekkt verslun með tískuvörur fyrir ungt fólk á mjög góðum stað.
Ársvelta 70 mkr.
Miðasala
S. 545 2500
www.sinfonia.is
■ Föstudagur 26. september kl. 19.30
Eldur og ís - tónleikar utan raða
Íslensk efnisskrá sem verður einnig flutt í tónleikaferð
hljómsveitarinnar til Japan í október. Einstakt tækifæri til
að hlýða á nokkur áheyrilegustu tónverk íslenskrar
tónlistarsögu.
Stjórnandi: Petri Sakari
Einleikarar: Ari Þór Vilhjálmsson og Hallfríður Ólafsdóttir
Jón Leifs: Þrjú óhlutræn málverk
Jórunn Viðar: Eldur
Hafliði Hallgrímsson: Poemi
Þorkell Sigurbjörnsson: Columbine
Áskell Másson: Rún
Atli Heimir Sveinsson: Icerapp 2000
■ Laugardagur 27. september kl. 17.00
Bandarískt brass - kristaltónleikar í
Þjóðmenningarhúsinu
Málmblásarasveit hljómsveitarinnar hefur leikinn í
kammertónleikaröðinni Kristalnum með alkunnum
glæsibrag.
■ Fimmtudagur 2. október kl. 19.30
Í austurvegi
■ Föstudagur 3. október kl. 21.00
Heyrðu mig nú - Gamelan
STOÐIR ERU AÐALSTYRKTARAÐILI
SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS
Aðalkeppnisflokkur Al-þjóðlegu kvikmyndahátíð-arinnar í Reykjavík,RIFF, ber heitið Vitranir
og liggur nú fyrir hvaða myndir
verða sýndar í þeim flokki. Mynd-
irnar í flokknum eru jafnan fyrsta
eða önnur mynd leikstjóra og eru
venjulega að hefja ferðalag sitt um
heiminn á hátíðinni. Aðaldómnefnd
hátíðarinnar mun velja bestu mynd-
ina úr þessum flokki sem og al-
þjóðlegu gagnrýnendasamtökin FI-
PRESCI. Dómnefndina skipa
leikkonan Arsinée Khanjian, leik-
stjórinn Baltasar Kormákur, Katrin
Ottarsdottir leikstjóri, Margrét Vil-
hjálmsdóttir leikkona og Arto Halo-
nen heimildarmyndasmiður. Baltas-
ar er formaður dómnefndar.
Vinningsmyndin hlýtur titilinn
„Uppgötvun ársins“ og leikstjóri
þeirrar myndar fær Gullna lundann
að launum
Kvikmyndir í Vitrunum
Án vægðar – Fekete fehér
Leikstjóri Elemér Ragalyi. Roskinn
maður er myrtur og hinn ungi Dénes
er grunaður um morðið. Ýmislegt
bendir til þess að Dénes hafi framið
glæpinn, hann er fangelsaður og
réttað er yfir honum. Réttarhöldin
taka óratíma þar sem vitni reynast
flest óáreiðanleg og málið allt hið
undarlegasta.
Blindar ástir – Slepe lásky
Leikstjóri Juraj Lehotsky. Fylgt er
eftir tveimur pörum, blindri móður
og táningsstúlku sem reynir að finna
ástina á netinu. Hvernig finnur
blindur maður ástina? Líta blindir
öðruvísi á ástina en annað fólk?
Eftir skóla – After School
Leikstjóri Antonio Campos. Róbert
stundar nám í dýrum bandarískum
framhaldsskóla. Hann er háður net-
inu og vill festa á filmu allt sem verð-
ur á vegi hans. Þegar hann er að
leika sér með myndavélina á göng-
um skólans einn daginn verður hann
vitni að því að tveir nemendur á lyfj-
um deyja af ofneyslu. Róbert tekur
þetta upp.
Fljúgðu hærra – Otryv
Leikstjóri Alexander Mindadze.
Eftir að hafa misst eiginkonu sína í
flugslysi reynir maður nokkur að
grafast fyrir um raunverulegar
ástæður slyssins. Hann neyðist til
þess að brjótast í gegnum lygavefinn
sem umlykur hann og gleymir um
leið sorg sinni um hríð
Fuglasöngur – El Cant Dels Occels
Leikstjóri Albert Serra. Myndin er
leikin jafnt á katalónsku sem og
hebresku og í henni fylgjumst við
með ferð vitringanna þriggja úr
Biblíunni. Vegferð vitringanna er
vörðuð háfleygum og skondnum
samtölum, sem og viðkomu yfirnátt-
úrlegra vera.
Fyrir morgundaginn –
Le Jour avant le lendemain
Leikstjórar Marie-Heléne Cous-
ineau & Madeline Ivalu. Myndin
gerist um 1840 og fjallar um ættbálk
inúíta sem hittast
sumar eitt eftir langa einangrun.
Sumarið er fagnaðartími og lífið
virðist leika við þetta fólk en ekki er
allt sem sýnist.
Heima – Home
Leikstjóri Ursula Meier. Náin fjöl-
skylda býr langt frá bæjarmörkum
og þeirri veruleikafirringu sem til-
heyrir nútímanum og siðmenning-
unni. Siðmenningin treður sér upp á
fjölskylduna þegar þjóðvegur er
lagður við hliðina á heimilinu.
Kalt borð – Lønsj
Leikstjóri Eva Sorhaug. Það er ekk-
ert sældarlíf þegar allir aðrir eru að
gera það gott. Christer lendir í
Hitchcock-skum útistöðum við máva
og þarf að þvo skyrtuna sína. Hann
hendir skyrtunni í þvottavélina með
leigupeningunum í og þarf að taka
rafmagnið af fjölbýlishúsi til að
bjarga peningunum úr þvotti. Þetta
hefur ófyrirséð áhrif á aðra íbúa.
Saga 52 – Istoria 52
Leikstjóri Alexis Alexiou. Jason hef-
ur þjáðst af höfuðverk frá því í æsku
og brugðist við með því að flýja inn í
draumaheim. Þegar kærasta hans
yfirgefur hann virðist hann ráð-
þrota. Það er ekki alltaf ljóst hvar
draumarnir byrja og enda í þessari
mynd.
Snjór – Snijeg
Leikstjóri Aida Begic. Stríðshrjáð
Bosnía árið 1997. Segir af litlum hópi
fólks sem misst hefur fjölskyldur
sínar og hefur skapað sér sinn eigin
heim í einangrun. Senn tekur að
snjóa og þá fer fólkið loksins að gera
sér grein fyrir þeirri einangrun sem
það býr við.
Tulpan
Leikstjóri Sergey Dvortsevoy. Eftir
að Asa lýkur herþjónustu við rúss-
neska flotann ferðast hann aftur til
Hunger-steppunnar í Kasakstan og
hefur hug á að gerast hirðingi en til
þess þarf hann að kvænast. Eina von-
in á eyðilegri steppunni er Tulpan,
dóttir annars hirðingja, en hún kann
ekki að meta Asa.
Upprisa – A Zona
Leikstjóri Sandro Aguilar.
Sérhver persóna í myndinni þarf að
taka á ástvinarmissi. Allir virðast
lamaðir af harmi, ráfandi um í tilver-
unni, sviptir því fólki sem skiptir þá
mestu máli.
Villtur tarfur – Valu
Leikstjóri Umesh Kulkarni.
Villti tarfurinn Valu gengur laus í ind-
verska þorpinu Kusavde, og er kennt
um allar hrakfarir og óhöpp sem eiga
sér þar stað. Þegar kvikmynda- gerð-
armaður hyggst taka upp heimild-
armynd í þorpinu byrja þorpsbúar að
hegða sér eins og kvikmyndastjörnur.
Zift
Leikstjóri Javor Gardev. Búlgörsk
glæpamynd í anda gömlu rökk-
urmyndanna en færð í nýstárlegan
búning. Söguhetjan er glæpamaður
nefndur Mölurinn, nýsloppinn úr
fangelsi. Hann reynir að gera upp for-
tíð sína á sólarhring.
Fjölþjóðlegar Vitranir
Frekari upplýsingar á riff.is.
After School Róbert kvikmyndar tvo nema deyja af lyfjaneyslu.
Fuglasöngur Fylgst er með ferð vitringanna þriggja úr Biblíunni og er hún vörðuð skondnum samtölum.
Tulpan Rússneskur hermaður hefur hug á að gerast hirðingi..
Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík hefst í vikunni Fjórtán myndir eru í aðalkeppnisflokknum