Morgunblaðið - 01.10.2008, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
unar vegna tímabilsins 1. janúar
2008 til 31. desember 2012 alls 10,5
milljónir losunarheimilda. Fyrir
réttu ári úthlutaði nefndin rúmum
8,6 milljónum losunarheimilda.
Skv. lögum um losun gróðurhúsa-
lofttegunda er fyrirtækjum sem losa
meira en 30 þúsund tonn af koldíox-
íði árlega óheimilt að starfa á fyrr-
nefndu tímabili nema þau afli sér los-
unarheimilda eða leggi fram áætlun
um hvernig slíkra heimilda verði afl-
að. ylfa@mbl.is
NORÐURÁL í Helguvík, RioTinto
Alcan í Straumsvík og Alcoa Fjarða-
ál á Reyðarfirði fengu í gær úthlut-
aðar samtals 720.455 heimildir til að
losa gróðurhúsalofttegundir frá út-
hlutunarnefnd losunarheimilda. Að-
eins er úthlutað til atvinnurekstrar
sem hyggur á nýja eða aukna fram-
leiðslu fyrir árslok 2012.
Tekið er mið af því hve langt í und-
irbúningi framkvæmda fyrirtækin
eru komin þegar úthlutun á sér stað
og hvort starfsemin hefjist á skuld-
bindingartímabili Kýótó-bókunar-
innar 2008-12.
Stórum hluta þegar ráðstafað
Nefndin mat að ekki væru for-
sendur til að úthluta heimildum til
annarra umsækjenda, s.s. RioTinto
Alcan í Þorlákshöfn, Tomahawk
Development í Helguvík, Alcoa á
Bakka við Húsavík og RioTinto Alc-
an í Straumsvík 2.
Nú er eftir um 1,1 milljón losunar-
heimilda en nefndin hafði til ráðstöf-
Rúm 10% eftir af losun-
arheimildum til 2012
BORUN eftir heitu vatni í Grímsey í
sumar hefur leitt í ljós að nægan hita
er að finna undir eyjunni. Hins vegar
hefur ekki tekist að finna nægilega
mikið af heitu vatni enn sem komið
er en borunum verður haldið áfram.
Byrjað var að bora eftir heitu
vatni í fyrra og fannst 20 gráða heitt
vatn á um 200 metra dýpi. Ákveðið
var að fá öflugri bor til verksins í
sumar til að dýpka holuna. Borinn
Alvarr hefur unnið verkið í sumar
undir stjórn Friðfinns Daníelssonar.
Alvarr er nú kominn niður á 583
metra dýpi og mælist hitinn þar 84
gráður í botninum. Borinn getur far-
ið niður á 700 metra dýpi og vonast
menn til að þar sé að finna 100 gráða
hita.
Að sögn Garðars Ólasonar sveit-
arstjóra í Grímsey ættu þrír sek-
úndulítrar af 60-70 gráða heitu vatni
að duga Grímseyingum til að fá hita-
veitu í hvert hús, svo boranirnar lofa
góðu. „Nú þurfum við bara að hitta á
góða æð,“ segir Garðar.
Hitaveita hefur verið mikið áhuga-
mál Grímseyinga. Hús þar eru kynt
með olíu, sem hefur hækkað gríðar-
lega að undanförnu. sisi@mbl.is
Nægur hiti
finnst und-
ir Grímsey
Reyna að hitta á góða
æð með borunum
NÝLIÐINN september reyndist
fádæma votur sunnanlands og
vestan og úrkoman langt yfir með-
allagi.
Samkvæmt upplýsingum
Trausta Jónssonar veðurfræðings
mældist úrkoman í Stykkishólmi í
september 203,6 millimetrar. Er
þetta langmesta úrkoma sem
mælst hefur síðan mælingar hófust
árið 1856.
Úrkoman í Reykjavík hjó næri
metinu. Úrkoman mældist 173,7
millimetrar en metið frá 1887 er
176,0 millimetrar. Örfáir þurrir
daga í lok mánaðarins gerðu hér
gæfumuninn.
Að sögn Trausta var september
mjög hlýr um land allt, vel yfir
meðallagi. Hitinn síðustu vikuna
dró meðalhitann rækilega niður.
sisi@mbl.is
September
óvenjublautur
Morgunblaðið/Valdís Thor
VERÐHRUN
4 mismu
nandi ák
læðiBjóðum
1 5 tungu
sófa
verð áður 139.000
kr.69.000,-
á aðeins
yfir 200 gerðir af sófum
Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is
Patti lagersala
Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
Sauðárkrókur | Um 2.500 kinda-
skrokkar eru skornir á hverjum
degi í sláturtíðinni hjá kjöt-
afurðastöð KS á Sauðárkróki,
kjötinu pakkað og það fryst. Í
haust var tekin í notkun ný flæði-
lína sem auðveldar þessa vinnu.
Kjötafurðastöð Kaupfélags
Skagfirðinga á Sauðárkróki selur
meginhluta sláturafurðanna fyr-
irfram, að sögn Ágústs Andr-
éssonar forstöðumanns. Þar eru
mikilvægastir samningar við Bón-
us sem gerðir eru á haustin til
eins árs í senn. Nýlega var gengið
frá samningi fyrir sölu næsta árið.
„Samningurinn við Bónus er mjög
mikilvægur fyrir okkur og sauð-
fjárræktina í landinu. Bónus veitir
okkur aðgang að stórum markaði
með lágmarksálagningu,“ segir
Ágúst. Sama gildir um útflutning-
inn, gengið hefur verið frá sölu á
miklum hluta afurðanna fyrirfram.
Auðveldar umsýslu
Í sláturtíðinni er því hægt að
skera kjötið og pakka í neytenda-
umbúðir og aðrar pakkningar, í
beinu framhaldi af slátruninni.
Vörurnar eru verðmerktar um
leið, meðal annars allar vörurnar
fyrir Bónus, og það verð gildir
fram á næsta haust.
Flæðilínan sem KS keypti frá
Marel auðveldar vinnu og eykur
afköst við pökkun kjötsins og auð-
veldar allt utanumhald, að sögn
Ágústs. Hún skilar skýrslum um
framleiðslu dagsins sjálfvirkt inn í
birgðakerfi fyrirtækisins enda eru
allar afurðirnar strikamerktar.
„Þessu fylgir mikil hagræðing,“
segir Ágúst. Í haust var einnig
tekinn í notkun raförvunarbún-
aður. Lágstraumsrafmagn er leitt
í gegnum skrokkana til að flýta
meyrnun kjötsins og auka gæði
þess.
Unnið hefur verið að end-
urbótum á sláturhúsi og kjöt-
vinnslu KS á undanförnum árum.
„Með flæðilínunni erum við búnir
að gera gagngerar endurbætur á
allri vinnslunni, allt frá réttinni, í
gegnum slátrun, kælingu, úrbein-
ingu og pökkun afurðanna. Og nú
er verið að hanna nýtt frystihús
og geymslur. Það verður verkefni
næstu tveggja ára,“ segir Ágúst.
Frystiaðstaðan sem nú er notast
við er barn síns tíma, var hönnuð
til að frysta og geyma kjötskrokka
í heilu lagi. Nú er meginhluti
kjötsins settur í 25 kílóa kassa og
það kallar á öðruvísi aðstöðu. Ver-
ið er að athuga möguleikana á að
reisa nýjar frystigeymslur á hafn-
arsvæðinu í samvinnu við FISK
Seafood.
Kjötafurðastöð KS hefur sótt
þekkingu til Nýja-Sjálands við
þær breytingar sem gerðar hafa
verið á slátrun og vinnslu. Slátr-
arar þaðan vinna í sláturhúsinu á
haustin og Ágúst hefur farið út
reglulega til að kynna sér málin.
„Við getum alveg borið okkur
saman við stór sláturhús erlendis.
Við höfum tæknivætt okkur og af-
köstin á hvern starfsmann hjá
okkur eru meiri en hjá öðrum.
Hér er keyrt hraðar á færri
mönnum og tækjum og við gerum
meiri kröfur til okkar fólks,“ segir
Ágúst Andrésson.
Ný flæðilína í kjötafurðastöð KS eykur afköst og hagræðingu í pökkun lambakjöts
Skrokkarnir skornir og
kjötinu pakkað jafnóðum
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Á fullu Kjötið berst greitt á rétta staði í nýju flæðilínunni hjá Kjötafurðastöð KS. Þar eru skornir um 2.500 skrokkar á dag og afurðunum pakkað strax.
SLÁTRUN hófst í byrjun sept-
ember og fór vel af stað hjá
Kjötafurðastöð KS á Sauðárkróki.
Hins vegar gekk illa að fá fé í
annarri og þriðju viku sláturtíðar,
eins og víða annars staðar.
Bændur vildu nýta hagana og
góða veðrið til að bæta lömbin.
Sláturhús KS afkastar um
3.000 kindum á dag en slátrunin
fór niður fyrir 2.000 kindur um
tíma. Starfsfólkið fór því heim
um hádegi suma dagana. Slátrun
jókst undir lok mánaðarins og
Ágúst vonast til að það takist að
vinna slakann upp í október enda
segir hann að erlenda starfs-
fólkið sé aðeins ráðið út mán-
uðinn.
Slátrað var 107 þúsund kindum
í síðustu sláturtíð og batt Ágúst
vonir við það í haust að mun
fleira fé fengist í ár, ekki síst
vegna þess að KS ákvað að
greiða hærra verð en aðrir slát-
urleyfishafar. Slakinn í slátr-
uninni í september hefur dregið
úr væntingunum en Ágúst reikn-
ar þó með nokkurri aukningu.
KS á helming hlutafjár í Slát-
urhúsi KVH ehf. á Hvammstanga
og þar er slátrað um 2.400 kind-
um á dag. Samtals eru þessi tvö
sláturhús með um þriðjung af
allri slátrun í landinu, um 180
þúsund af um 540 þúsund kind-
um sem slátrað verður í landinu í
haust.
Illa gekk að fá fé til slátrunar í september