Morgunblaðið - 01.10.2008, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2008 21
ir margvíslega þjónustu og stuðning
við fjölskyldur og einstaklinga sem
takast á við afleiðingar áfalla, mik-
illar streitu, sjúkdóma eða van-
rækslu.
Skv. upplýsingum HAK benda
rannsóknir til þess að heilbrigð og
ástrík tilfinningatengsl verki líkt og
bólusetning fyrir áföllum síðar meir.
Reuters
Fjölskyldulíf Mikil og vaxandi þörf
er fyrir þjónustu og stuðning við
fjölskyldur og einstaklinga.
Guðlaug hafði starfað við gler-
listina í 3 ár þegar Lárus ákvað að
prófa þetta listform. Hann sagði í
samtali við blaðamann að áhuginn
hefði að mestu sprottið af forvitni.
„Ég byrjaði að vinna sem aðstoð-
armaður á verkstæði sem mamma
hafði verið að vinna á, en einnig sem
aðstoðarmaður hennar. Ég fór fljótt í
að framleiða ýmsa smáhluti úr gleri.
Það er mjög auðvelt að falla fyrir
þessu efni.“ Lárus hóf störf við gler-
blástur árið 2000 og hefur fyrst og
fremst lært af meisturum. Í list sinni
fæst hann við framleiðslu almennra
nytjahluta með listrænu ívafi. Einnig
er hluti verka hans skúlptúrar úr
blásnu og steyptu gleri, málmi, bein-
um og steinum og myndverk þar sem
hann spilar saman glerlist og viði,
steinum og málmi. Þá hefur hann
fengist við innsetningar þar sem gler-
listin er í aðalhlutverki og á að baki
fjölda sýninga hér heima sem erlend-
is.
Lárus vill helst fara eins langt með
glerið og hægt er, hafa þetta svolítið
frjálst og temja glerið ekki of mikið.
Hann segir jafnframt að það þurfi
ótrúlega þrjósku í glerlistina. „Maður
gengur á glerbrotum í 2 ár áður en
maður sér einhvern árangur. Á Ítalíu
eru menn kallaðir meistarar eftir 14
ár í listinni. Það tekur langan tíma að
fá klapp á bakið. Svo veit maður aldr-
ei hvernig hlutur kemur út úr
vinnsluferlinu, verður hann heill eða
ónýtur. Glerið er vandmeðfarið efni
og hitastig ofnanna verður að vera
hárrétt svo að allt gangi upp.“ Til
þess þurfa ofnarnir í vinnustofunni að
vera í gangi allan sólarhringinn og
það kostar sitt.
Hafa lært að tipla í
kringum hvort annað
Glerlistin krefst mikillar samvinnu
mæðginanna. Suma hluti er ekki
hægt að gera nema þau séu bæði að í
einu og þá er eins gott að sam-
komulagið sé gott. „Við höfum lært
að tipla í kringum hvort annað,“ segir
Lárus kíminn. Guðlaug bætir við að
vissulega sé oft erfitt að vinna við
þessar aðstæður með opið verkstæði.
„Maður getur ekki dregið sig út úr
samvinnunni ef viðskiptavinur kemur
inn. Þetta veltur á því að hann hafi
þolinmæði á meðan við klárum verk-
ið.“
Þótt ýmis smávara hafi verið vin-
sælust hjá Iceglass er vaxandi eft-
irspurn eftir hönnun, verkum sem
þarf að sérpanta. Þau nefna t.d. hús-
búnað, eins og glös og karöflur í stíl,
og eins pantaði Reykjanesbær hjá
þeim Skessutár í stóru upplagi fyrir
Ljósanótt, en verkin voru notuð til
gjafa. Þó þau hafi aldrei séð skessut-
ár voru heimatökin hæg enda skessa
Herdísar Egilsdóttur nágranni
mæðginanna í Iceglass.
Skúlptúrinn heillandi Lárus Guðmundsson segir nauð-
synlegt að ögra sér hönnunarlega við glerblásturinn.
Hver með sinni lögun Allir munir sem mæðginin gera
eru handgerðir og því enginn þeirra eins.
Ǵlerfugl Smáhlutirnir hafa not-
ið vinsælda hjá Iceglass.
www.iceglass.is
Þá hefur verið kynnt í fréttabréfihvenær fundir Kvæðamanna-
félagsins Iðunnar verða haldnir
fram að jólum. Fundarstaður er sá
sami og áður, kvæðalagaæfingar
fara fram á neðri hæðinni og
almennir skemmtifundir á efri
hæðinni í stóra salnum.
Á kvæðalagaæfingum eru æfð og
sungin kvæðalög. Og eru þau
jafnan haldin á miðvikudags-
kvöldum kl. 20.
Fyrsta æfingin verður 1. október
næstkomandi. Eins og venja er til
verður skemmtifundur á föstudegi
kl. 20 í sömu viku eða 3. október.
Næsta kvæðalagaæfing verður 5.
nóvember og þá skemmtifundur 7.
nóvember. Og loks verður kvæða-
lagaæfing 3. desember og jóla-
fundur 5. desember, en þá eru
jafnan kræsingar á borðum.
Þegar Iðunni ber á góma er
nauðsynlegt að birta vísu eftir
hagyrðinginn fróma Jóa í Stapa:
Ýmsir bera sorg og sút,
svo mun tíðin ganga;
karl hefur margan kreppt í hnút
konuríkið stranga.
Annars er vísa vikunnar á
vísnavef Iðunnar, rimur.is, kveðja
til Steindórs Andersens frá
Magnúsi Jóel Jóhannssyni:
Aldrei gæfan í þér dvín,
enga fann ég slíka.
Brosandi með brennivín,
bauðst mér hákarl líka.
Og þar er einnig að finna
Bragfræði og háttatal eftir
Sveinbjörn Beinteinsson
allsherjargoða, sem er skyldu-
lesning allra vísnaáhugamanna.
Þar segir meðal annars: „Auðséð
er, að bragregla er ekki trygging
þess að kvæði sé mikils virði, en
alltaf er leitt að sjá fagra hugsun í
tötrum.“ Og hann yrkir ferskeytt:
Fjöll í austri fagurblá
freista dalabarnsins.
Ungur fylgir æskuþrá
upp til jökulhjarnsins.
Og stikluvik:
Aftur hljóma lögin ljúf,
lengja tekur daginn.
Vísu ritar höndin hrjúf.
Hugur dvelst við rímnastúf.
Að lokum braghent, þótt
hættirnir sem hann nefnir til séu
vitaskuld fleiri:
Hrífa mig úr heimahögum
hrjósturfjöllin,
ég er orðinn eins og tröllin,
uni lítt við byggðasköllin.
VÍSNAHORNIÐ pebl@mbl.is
Af Iðunni, Jóa í Stapa
og allsherjargoða
TÍSKA
OG FÖRÐUN
Stórglæsilegt sérblað um tísku og
förðun fylgir Morgunblaðinu
föstudaginn 17. október.
Meðal efnis er:
• Andlitshúðin.
• Líkamshúðin.
• Brúnkukrem.
• Ilmvötn.
• Varalitir.
• Förðun og snyrtivörur.
• Hárið í vetur, hvað er í tísku.
• Kventíska.
• Karlmannatíska.
• Fylgihlutir.
• Skór.
• Brjósthaldarar.
• Aðhaldsnærföt.
• Góð stílráð.
Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir
í síma 569 1105 eða kata@mbl.is.
Ásamt fullt af öðru spennandi efni
og fróðleiksmolum.
Auglýsendur!
Pantið fyrir klukkan 16,
mánudaginn 13. október.