Morgunblaðið - 17.11.2008, Side 18

Morgunblaðið - 17.11.2008, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2008 Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Skjótt skipastveður í loftií stjórnmál- unum. Á aðeins tveimur dögum ákváðu tveir af stjórnmálaflokkunum að end- urskoða stefnu sína í Evrópu- málum. Sjálfstæðisflokkurinn ákvað að flýta landsfundi sínum um ríflega hálft ár og nota tímann fram í janúarlok til að meta á ný kosti og galla við aðild að Evrópusambandinu. Í miðstjórn Framsóknar- flokksins var haldinn einhver mesti hitafundur í manna minnum. Þar var ákveðið að flýta flokksþingi, reyndar að- eins um tvo mánuði eða svo, og leggja fyrir það tillögu um að Ísland gangi til aðild- arviðræðna um ESB. Þessi pólitísku sinnaskipti í báðum flokkum koma til í ljósi gjörbreyttra aðstæðna eftir hrun fjármálakerfisins. Fyrir hrunið var staða krónunnar mikið til umræðu. Sumir töldu að við hana mætti búa, aðrir að hún dygði ekki íslenzka hagkerfinu. Nú er það æpandi stað- reynd að krónan er ónýt og dugar okkur ekki til fram- búðar. Hugsanlega er hægt að nota hana í einhver ár með ut- anaðkomandi stuðningi. En Ísland verður til lengri tíma litið að fá annan gjaldmiðil. Og þar er tæpast á öðru völ en evrunni, sem útheimtir að- ild að Evrópusambandinu. Innan vébanda þess er sömuleiðis að finna stuðning og skjól okkar helztu bandalags- ríkja, sem Ísland mun þurfa á að halda til að vinna sig út úr efnahags- kreppunni. Þetta er meginorsök þess að í Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum hefur mörgum snúizt hugur. Ástæður þess að í báðum flokkum höfðu margir efa- semdir um ESB, eru enn fyrir hendi. En hagsmunamatið hefur breytzt. Gallar á sjávar- útvegsstefnu ESB skipta minna máli nú en áður, þegar horft er til þeirrar knýjandi þarfar sem íslenzkt efnahags- líf – þar með talinn sjávar- útvegurinn – hefur fyrir not- hæfan gjaldmiðil. Líklegt verður að teljast að í febrúar næstkomandi muni þrír af fjórum stærstu stjórn- málaflokkunum hafa gert upp hug sinn varðandi aðild að ESB. Í fjórða flokknum, Vinstri grænum, hallast margir að ESB-aðild. Það er samt langt í frá víst að forysta VG skipti um skoðun. Þvert á móti gætu ákveðin tækifæri falizt í því fyrir flokkinn að gera and- stöðuna við ESB að megin- stefnumáli sínu og draga á móti úr vinstriáherzlunum. Hörðustu ESB-andstæðingar úr öðrum flokkum gætu þá fylkt sér undir merki VG. Nú er það æpandi staðreynd að krónan er ónýt} Pólitísk veðrabrigði Samkomulagið,sem náðst hef- ur milli Íslands og ríkja Evrópusam- bandsins, er skásti kosturinn í afar þröngri stöðu. Ísland viður- kennir skyldu sína til að tryggja innistæður á Icesave- reikningum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi, upp að lögbundnu hámarki. Á móti munu ríki ESB beita sér fyrir því að þessar skuldbindingar verði Íslandi ekki ofviða. Það var ekki fær leið að hafna ábyrgð Íslands á inn- stæðutryggingunum. Íslenzk stjórnvöld urðu að standa við sínar alþjóðlegu skuldbind- ingar. Öll ESB-ríkin og Nor- egur að auki voru sammála um að ekki mætti ríkja minnsti vafi á hinum gagnkvæmu inn- stæðutryggingum, sem EES- samningurinn kveður á um. Það er skiljanleg afstaða við núverandi aðstæður. Ef Ísland hefði ekki virt skuldbindingar sínar, hefðum við lokað dyrunum að sam- félagi þjóða. Samkomulagið, sem nú hefur náðst, þýðir hins vegar að bæði Al- þjóðagjaldeyr- issjóðurinn og ein- stök vinaríki Íslands munu veita þá lánafyr- irgreiðslu, sem íslenzkt efna- hagslíf þarf sárlega á að halda. Það skiptir máli að í því samkomulagi, sem liggur fyr- ir, afsalar Ísland sér engum rétti til að stefna brezkum stjórnvöldum vegna beitingar þeirra á hryðjuverkalöggjöf til að frysta eignir Landsbankans og íslenzkra skattgreiðenda í Bretlandi. Samkomulagið fel- ur ekki í sér að Ísland sam- þykki þá dæmalausu fram- komu í sinn garð. En auðvitað verðum við að virða skuldbind- ingar okkar. Um leið hljótum við að reiða okkur á sanngirni okkar gömlu vina- og bandalags- ríkja: að þau sýni því skilning að ekki er hægt að skuldsetja íslenzku þjóðina með þeim hætti að hún nái sér ekki upp úr hinum efnahagslega öldu- dal. Dyrnar að samfélagi þjóða standa enn opnar} Lausn í þröngri stöðu H elgi Hálfdánarson, kennari við Prestaskólann, var eitt sinn spurður af nemanda sínum, hvort Guð gæti búið til svo stór- an stein, að hann gæti ekki lyft honum sjálfur. Og hann svaraði: „Með almætti sínu setur Guð almætti sínu takmörk.“ Hið sama gildir um frelsið. Til þess að frelsi eins hafi ekki í för með sér ófrelsi annars, þarf að setja því skorður. Það hefur brugðist hér á landi. Því fór sem fór. Og nú er samkomulag um Icesave í farvatninu. Allar þjóðir ESB samein- uðust gegn Íslandi í þessu máli og báru því við að ef ríki ábyrgðust ekki innstæður yfir landa- mæri gæti það valdið áhlaupi á banka í Evrópu. Þess vegna yrðu 300 þúsund Íslendingar, sem margir hafa misst sínar eigur, að ábyrgjast inn- stæður 350 þúsund þegna stórþjóðanna. Fram hefur komið, að eignir Landsbankans standi und- ir skuldbindingum vegna Icesave. Enn er þó ósamið um margt, m.a. við almenna kröfuhafa. Og hlutverk stjórn- valda verður að tryggja að sú skuldabyrði sem lendir á ís- lensku þjóðinni muni ekki sliga komandi kynslóðir. Einkareknir bankar hrundu og takmörk eru fyrir því hversu miklar byrðar íslenska þjóðin getur axlað af þeim völdum. Engin skömm er að því, að tala hreint út um það, en láta ekki eins og þjóðarbúið muni ekkert um hundruð milljarða. Ég heyrði ágætan brandara um daginn, sem skýrir hvað ég á við. Mikotaj bylti sér í rúminu í pólskum smábæ, gat ómögulega sofnað fyrir áhyggjum og hélt vöku fyrir frúnni. Þar kom að hún spurði hvað væri að. Og Mikotaj svaraði, að hann skuldaði Wójtowics nágranna sínum 3 þúsund zloty, sem hann ætti að greiða morguninn eftir og hann ætti ekki fyrir því. Hún vatt sér fram úr rúminu, opnaði gluggann og kallaði: „Wójto- wics! Wójtowics!“ Þetta var um miðja nótt. Og auðvitað vakti hún flesta bæjarbúa með látunum í sér. Ekki leið á löngu þar til Wójtowics, sem bjó í næsta húsi, opnaði gluggann og spurði önugur hvað þessi læti ættu að þýða. „Wójtowics,“ sagði hún. „Maðurinn minn skuldar þér 3 þúsund zloty, sem hann á að borga þér í fyrramálið.“ „Það er rétt,“ svaraði Wójtowics. „Hann getur ekki borgað þér,“ sagði hún og skellti glugganum aftur. Svo sneri hún sér að manni sín- um: „Þú getur farið að sofa. Nú er það Wójtowics sem hef- ur áhyggjur af greiðslunni í fyrramálið.“ Brandarar varpa oft óvæntu ljósi á tilveruna. Og aldrei hefur verið mikilvægara en nú, að þjóðin temji sér jákvætt hugarfar. Til þess þarf mesta kjarkinn. Auðvitað fjölmennir fólk á Austurvöll til að mótmæla, Alþingi er hornsteinn lýðræðisins, undirstaða frelsis og framfara á lýðveldistíma þjóðarinnar. Þangað á þjóðin að leita með óánægju sína. En miklu varðar að mótmælin fari vel fram. Það er eins og að pissa í skóinn sinn, að grýta þinghúsið. pebl@mbl.is Pétur Blöndal Pistill Frelsi, skuldir og jákvæðni Hugað að uppbygg- ingu á Grundartanga FRÉTTASKÝRING Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is Á vegum Faxaflóahafna sf. hefur verið unnið að deiliskipulagi á tveimur hlutum hafnarsvæðis Grundartangahafnar í Hvalfirði. Stjórnin hefur samþykkt deiluskipulagið og ssnt það stjórn Hvalfjarðarsveitar til umfjöllunar. Með þessu er verið undirbúa jarðveg- inn fyrir frekari atvinnustarfsemi á svæðinu. Jafnframt má búast við því að stórflutningar til Grundartanga muni aukast verulega þegar fram í sækir, því stækkunarmöguleikar í Sundahöfn eru takmarkaðir. Í fram- tíðinni sjá menn fyrir sér samspil Sundahafnar og Grundartanga með tilkomu Sundabrautar. Sú fram- kvæmd er reyndar í uppnámi vegna efnahagsástandsins. Faxaflóahafnir sf. tóku til starfa 1. janúar 2005. Fyrirtækið á og rekur fjórar hafnir, Reykjavíkurhöfn, Grundartangahöfn, Akraneshöfn og Borgarneshöfn. Faxaflóahafnir eru sameignarfélag í eigu fimm sveitarfé- laga, Reykjavíkurborgar, Akranes- kaupstaðar, Hvalfjarðarsveitar, Skorradalshrepps og Borgarfjarð- arsveitar. Upphaflega iðnaðarhöfn Grundartangahöf var upphaflega byggð sem iðnaðarhöfn fyrir kís- ilmálmverksmiðju árið 1978. Árið 1998 var höfnin stækkuð vegna fram- kvæmda við byggingu álvers og árið 2006 var enn einn áfangi tekinn í notkun og er nú bakkalengd hafn- arinnar 670 metrar. Dýpi við hafn- arbakka er 10-14 metrar. Faxaflóahafnir sf. eru eigandi að jörðunum Klafastaðir og Katanes auk þess sem höfnin á lóðir þær sem Íslenska járnblendifélagið hf. og Norðurál hf. standa á. Samtals er land í eigu hafnarinnar um 620 hekt- arar lands á Grundartanga en lóðir stóriðjufyrirtækjanna eru samtals 141,9 hektarar. Þeir tæpir 480 hekt- arar sem eru utan lóða stóriðjufyr- irtækjanna eru því þróunarland hafn- arinnar. Hluta lands ofan þjóðvegar, sem er skógræktarsvæði, verður ekki breytt í náinni framtíð, en land Kata- ness og landspilda vestan stóriðjufyr- irtækjanna verður á næstu árum þró- að fyrir fjölbreytta atvinnu- og hafnarstarfsemi. Um þessar mundir er verið að vinna deiliskipulag á tveimur hlutum hafnarsvæðisins. Annars vegar er verið að leggja drög að aðstöðu fyrir lóðsbáta við höfnina, austan núver- andi hafnarmannvirkja auk þess sem gert er ráð fyrir nokkurri landfyll- ingu á því svæði. Kerbrotagryfjur á núverandi hafnarsvæði eru að fyllast og því nauðsynlegt að huga að hent- ugum stað fyrir slíka gryfju. Hins vegar er um að ræða vinnu við deili- skipulag vestan núverandi hafn- armannvirkja en þar er verið að gera tillögu að lóðum fyrir ýmiss konar hafnsækna starfsemi. Þar er verið að taka fyrsta skrefið í að þróa Grund- artangasvæðið fyrir fjölbreyttari starfsemi og eru margir áhugasamir aðilar sem vilja komast þar að. Alls er um að ræða 100 lóðir. M.a. hefur ver- ið rætt við Mjólkurfélag Reykjavíkur hf. um flutning á aðstöðu þeirra úr Sundahöfn og fulltrúa Stálsmiðj- unnar um flutning á aðstöðu þeirra af Mýrargötu á lóðir á Grundartanga. Vélsmiðjan Héðinn hefur áhuga á lóð á svæðinu og sömuleiðis eru mögu- leikar á því að þar rísi í framtíðinni netþjónabú á vegum Greenstone. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxa- flóahafna, segir að vegna efnahags- kreppunnar ríki nokkur óvissa um þessa framkvæmdir en málin skýrist væntanlega á nýju ári. Morgunblaðið/ÞÖK Grundartangi Miklir möguleikar eru á uppbyggingu atvinnustarfsemi á svæðinu á næstu árum. Efnahagskreppan getur seinkað framkvæmdum. FLUTNINGAR um Grundartanga- höfn hafa aukist hröðum skrefum á síðustu árum með sívaxandi starf- semi á svæðinu. Þá hafa æ stærri skip verið að koma þar til hafnar. Má sem dæmi nefna, að skipin, sem koma með súrál til Norðuráls, eru 60-80 þús- und tonn að stærð. Í fyrra fóru 1.333.494 tonn um Grundartangahöfn. Þar af nam inn- flutningur 980.957 tonnum og út- flutningur 358.537 tonnum. Skipa- komur voru 265 og hafa aldrei verið fleiri. Til samanburðar má nefna, að skipakomur árið 1999 voru 118. Það ár fóru 542.866 tonn um Grundartangahöfn. Innflutn- ingur það ár var 420.566 tonn og útflutningur 122.300 tonn. Faxaflóahafnir hafa endurnýjað flota dráttarbáta undanfarin ár, m.a. til að þjónusta risaskip, sem koma til hafnar á Grundartanga. MIKIL AUKNING ››

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.