Morgunblaðið - 17.11.2008, Qupperneq 25
Umræðan 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2008
ÞAÐ ER varla hægt að opna blað, kveikja á sjónvarpi
eða hlusta á útvarp án þess að lesa og heyra um kreppuna.
Fyrir flesta Íslendingar er staðan augljóslega mjög erfið.
Við vitum öll að frjálshyggjustefna fortíðar gengur ekki
upp lengur. Þær lexíur sem heimurinn átti að hafa lært
árið 1929 voru hunsaðar af íslenskum nýfrjálshyggjuöfl-
um, sem reyna nú að segja okkur að þetta sé allt Banda-
ríkjunum að kenna. Staðreyndin er hins vegar sú að fjöl-
margir höfðu varað við íslenska hruninu, m.a. alþjóðlegir
sérfræðingar frá Standard & Poor’s sem sögðu árum sam-
an að efnahagskerfi Íslands væri að ofhitna og nauðsynlegt að grípa til að-
gerða. Talsmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs vöruðu líka við
þróuninni árum saman og kröfðust stefnubreytinga, lögðu fram ítrekuð þing-
mál sem hefðu komið í veg fyrir þá skelfingu sem við erum nú að upplifa. En
allt kom fyrir ekki. Þrátt fyrir góð ráð úr fjölmörgum áttum hunsuðu stjórn-
völd heilbrigða skynsemi og lýðræðislega umræðu og héldu því fram að þetta
mundi allt reddast, trúin á frjálsa markaði mundi sjálfkrafa leiðrétta kúrsinn,
auðmenn væru jú að færa svo mikið í þjóðarbúið með bættum hag okkar
allra.
Nú er m.a. mikið talað um inngöngu í ESB. Ég ætla að benda á nokkur at-
riði í þessari umræðu um af hverju ESB er engin töfralausn, og hvers vegna
það er gríðarlega mikilvægt að vernda hagsmuni okkar í stað þess að selja
landið til ESB.
Ég tek undir að það er mikilvægt að ræða ESB, en það verður þá að gera á
skynsamlegum grunni en ekki í pólitískum sérhagsmunaleik eða í þágu til-
tekinna afla. Persónulega sé ég bæði kosti og galla á aðild að ESB, og mér
þykir áríðandi að Íslendingum sé gerð góð grein fyrir hvoru tveggja en fái
ekki bara á sig endalausan áróður um inngöngu. Aðsteðjandi vandi krefst
raunsærra lausna núna, því að fyrirtækjum og heimilum blæðir núna. Það er
sagt að við séum búin að tala nóg um málið, og að nú í þessu neyðartilfelli sé
það brýnt að fara í ESB eins fljótt og hægt er – að við eigum ekki aðra val-
kosti.
En bíðum hæg: innganga í ESB er mjög alvarleg ákvörðun sem myndi hafa
varanleg áhrif á okkur öll. Auk þess rúllar aðild ekki sisvona í gegn, og þá
síður upptaka evru. Ýmis ESB-lönd bíða enn eftir að taka upp evru en fá það
ekki. ESB er ekki frístundaklúbbur, sem hægt er að segja sig úr ef hann hent-
ar okkar ekki lengur. Neyðarástand eins og efnahagskreppan breytir því
ekki. Þvert á móti getur innganga í ESB gert slæmt ástand verra. Horfum til
Portúgals sem dæmi: Portúgal er lítið land sem byggir grunn efnahagslífsins
á að flytja út landbúnað (sem ætti að hljóma kunnuglega) en glímdi við efna-
hagsvanda. Ákvörðun var tekin að fara í ESB. Innan eins árs – aðeins eitt ár –
fór atvinnuleysi úr 4,3% til 7,6% árið 2005. Verg þjóðarframleiðslan er í dag
meðal þess lægsta í vesturhluta Evrópu. Innganga í ESB borgaði sig fyrir
suma í Portúgal, tiltekin hagsmunaöfl, en gerði um leið gríðarlegan skaða
fyrir margt annað. Staðreyndin er sú að innganga í ESB getur skekið efna-
hagslífið – sem er allt í lagi þegar allt er í sóma, en fyrir lönd á borð við
Portúgal og Ísland, getur það verið skelfilegt. Gleymum því ekki að langvar-
andi atvinnuleysi og hátt hefur verið fylgifiskur margra evru-ríkja. Ég segi:
nánast allt er betra en atvinnuleysi.
Satt best að segja erum við ekki búin að prófa að taka upp heilbrigða skyn-
semi áður en við tökum svona róttæk skref. Hvað skiptir það máli ef við
göngum í ESB, ef við ætlum að haga okkur áfram eins og við höfum gert?
Hvað myndi breytast ef sama liðið sem ber ábyrgð á okkar ástandi í dag er
ennþá við völd? Hvernig göngum við til framtíðar ef við kjósum enn gam-
aldags frjálshyggjuviðhorf og breytum ekki samfélaginu til hins betra?
Það sem við eigum og þurfum að gera er að taka upp sterkara aðhald á
bönkum og sterkari löggjöf og sýn í hagstjórn, eins og ég sagði, en líka að
fjárfesta í okkar eigin hagsmunum á Íslandi. Veljum íslenskt, segir vöru-
merki, og það er góð hugmynd, kannski sú besta. En „veljum íslenskt“ þýðir
ekki aðeins að við, sem neytendur, kaupum íslenskt – það þýðir líka að stjórn-
völd styrki íslenska framleiðslu og geri íslenskar vörur ódýrari fyrir okkar.
Tímabundin niðurgreiðsla á innlendar vörur er aðgerð sem hefur sannað sig
í efnahagskreppum um allan heim. En „veljum íslenskt“ þýðir líka að stjórn-
völd fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum, í stað þess að niðurgreiða erlend stór-
fyrirtæki og alþjóðasamsteypur sem fara með langmestan hagnað beint úr
landi, og setja upp álver sem skaðar aðra uppbyggilega starfsemi og eyði-
leggur náttúru landsins
Ég er stoltur af því og þakklátur fyrir að vera íslenskur ríkisborgari. Og
þess vegna tel ég það skynsamlegt að vernda okkar hagsmuni og styrkja okk-
ar samfélag fyrst og fremst, áður en við tökum skref sem hefur ekki ennþá
sannað sig sem nauðsynlegt, og gæti hugsanlega gert ástand okkar verra.
Framtíð Íslands er björt án ESB
Paul F. Nikolov, varaþingmaður Vinstrigrænna.
HAGFRÆÐINGURINN
Edmund Phelps skrifar at-
hyglisverða grein í Morgun-
blaðið miðvikudaginn 29.
október undir fyrirsögninni
„Hvers konar hagkerfi?“.
Greinin er hugvekja til ís-
lensku þjóðarinnar í erfið-
leikum hennar. Phelps bend-
ir á að eðlilegt sé að þjóðin
velti því nú fyrir sér hvort markaðshagkerfið
hafi brugðist, og hvort betra sé að hverfa aftur
til hafta og ríkisafskipta. Phelps er sjálfur ekki í
vafa um svarið. Markaðshagkerfið er þrátt fyrir
allt betra. Það gefur okkur ekki einungis „meiri
framleiðni og hærri laun, heldur einnig betra
líf“. Phelps telur yfirburðir markaðshagkerfisins
fólgna í því að það skapi mörg tækifæri fyrir fólk
„til þess að ná árangri … læra af reynslunni og
þroskast sem manneskjur …“. Þetta er „kjarni
þess lífs sem gefur okkar hvað mesta hamingju“.
Með öðrum orðum: Helsta réttlæting markaðs-
hagkerfisins er sú í hve ríkum mæli það eykur á
hamingju. Markaðshagkerfið gefur okkur kost á
að verða hamingjusöm með því að gera, fremur
en bara að vera. Þessa niðurstöðu telur hann
vera í anda vestrænna hugsuða, á borð við
Aristóteles, Shakespeare og William James.
Hið þakkarverða við grein Phelps er ekki svo
mjög inntak skoðana hans heldur hitt að þessi
kunni hagfræðingur skuli yfirleitt hefja umræðu
um grundvallarþætti samfélags okkar. Um
nokkurt skeið hefur grundvallarumræða af
þessu tagi ekki átt upp á pallborðið í þjóðlífinu.
Við höfum lifað í stöðnuðu andrúmslofti hinnar
opinberu trúar á yfirburði markaðshagkerfisins
sem engum hefur verið holl, ekki einu sinni ein-
lægum stuðningsmönnum markaðshagkerf-
isins. Samfélag sem kæfir opnar umræður um
undirstöður sínar með þögn og fyrirlitningu er
óheilbrigt. Grein Phelps er fersk því hún opnar
fyrir umræður um það sem raunverulega skipt-
ir máli. Hann segir t.d.: „Þegar þjóð velur sér
hagkerfi hlýtur hún fyrst og fremst að velta því
fyrir sér hvernig lífi hún vill lifa.“ Með þessu
minnir Phelps á að ekkert hagkerfi er nátt-
úrulögmál. Við höfum val um hvernig hagkerfi
við búum til. Orð hans minna líka á það að hag-
kerfi á að þjóna fólki en ekki öfugt. Hagkerfið á
að gera fólki kleift að lifa því lífi sem það vill lifa;
styðja við, fremur en grafa undan, þeim verð-
mætum sem eru fólki mikilvæg.
Einmitt hér vakna á hinn bóginn efasemdir
um vörn Edmunds Phelps fyrir markaðs-
hagkerfinu. Skoðum málið út frá greinarmun
hans á hagkerfi sem byggist á því „að gera“ og
„að vera“. Enginn vafi er á því að markaðs-
hagkerfið framkallar miklar framkvæmdir,
mikla framleiðslu og neyslu, mikla vinnu og
framleiðni, mikinn auð. Þetta er sú hugmynd
um „að gera“ sem Phelps tengir einkum við
markaðshagkerfið. Og það er virkni af þessu
tagi sem hann setur í samband við hamingjuna.
Hagkerfi þess „að vera“ er þá væntanlega í
hans huga hagkerfis ríkisreksturs, lítils einka-
framtaks, og minni hamingju. Nú er það á hinn
bóginn svo að bæði þeir hugsuðir sem Phelps
nefnir og heilbrigð skynsemi segja okkur að
gott líf sé annað og meira en virkni á markaði.
Menn á borð við Aristóteles, Shakespeare eða
James tengja hamingjuna að litlu leyti við fram-
leiðslu og neyslu. Þeir, eins og fjölmargir aðrir,
sjá hamingjuna sem virkni af margskonar tagi.
Hún er fólgin í virkni okkar sem borgara, fé-
lags- og tilfinningavera, menningar- og vits-
munavera, og siðferðisvera. Kjarni málsins er
sá að markaðshagkerfið hvetur ákaflega til
einnar tegundar virkni, oft á kostnað annars
konar virkni og sköpunar. Það elur auk þess á
samkeppnis- og samanburðaráráttu sem kyndir
undir sífelldri ófullnægju. Rannsóknir benda og
til þess að mat fólks í iðnríkjum á eigin ham-
ingju hafi lítið breyst undanfarin 50 ár þrátt fyr-
ir mikinn hagvöxt. Þrátt fyrir allt er því vandséð
að réttlæta megi markaðshagkerfið með því að
það auki svo mjög hamingju fólks.
Áskorun Phelps um að við skoðum alvarlega
hagkerfi okkar og hamingju ætti ekki að leiða til
þess eins að við staðfestum tryggð okkar við
hagkerfi fortíðarinnar. Hún ætti að hvetja okk-
ur til að skoða af endurnýjaðri alvöru í hverju
gott líf er fólgið. Hún ætti líka að fá okkur til að
spyrja spurninga eins og þessara: Viljum við
hagkerfi sem er svo ofvaxið og úr tengslum við
raunveruleikann að það þyrfti 3-9 jarðir til að
teljast sjálfbært? Erum við trú því besta í sjálf-
um okkur ef við búum okkur til hagkerfi sem
byggist á svo mikilli mengun og eyðileggingu að
mestu náttúruhamfarir mannkynssögunnar
blasa við ef ekkert verður að gert? Getum við
verið raunverulega hamingjusöm að lifa með
þeirri vitneskju að íbúar annarra landa og af-
komendur okkar munu líða alvarlega fyrir af-
leiðingar sóunar okkar og sóðaskapar? Ef við
Íslendingar höfum lifað í þykjustuheimi neyslu-
hyggju, ódýrs fjármagns, og útrásar undanfarin
ár, er þá ekki skylda okkar nú, þegar þessi
blekking er gufuð upp, að byggja upp hagkerfi
sem er í betri tengslum við veruleikann og eig-
inleg, varanleg verðmæti?
Því miður býður Phelps okkur afarkosti:
Veljið milli haftastefnu eftirstríðsáranna eða
markaðshyggju síðustu ára! Við þurfum á hinn
bóginn að endurmóta hagkerfið svo það nærist
á margbreytilegri virkni manneskjunnar og
virði um leið þau takmörk sem jörðin setur okk-
ur. Hagkerfi sem ekki gerir það getur ekki ver-
ið grundvöllur hamingju okkar; eins og við Ís-
lendingar vitum nú fullvel er það þvert á móti
ekki annað en bóla sem fyrr eða síðar springur
framan í okkur eða börnin okkar.
Hagkerfi þess að gera eða vera
Jón Á. Kalmansson,
stundar doktorsnám við Háskóla Íslands.
ERFIÐIR
tímar hafa litið
dagsins ljós á Ís-
landi. Bjartsýnis-
lögmálið,
„þetta reddast
allt“, hefur beðið
skipbrot. Menn
ganga hnípnir um
í einrúmi en bera
sig mannalega útávið. Þúsundir millj-
arða, sem svara til nokkurra ára
landsframleiðslu, hafa horfið sem
dögg fyrir sólu.
Þrátt fyrir að útflutningsverðmæti
þess afla sem trillukarlar færðu á
land á nýliðnu fiskveiðiári hafi slegið
öll met dugar það skammt til greiðslu
þeirra skulda sem stjórnendur bank-
anna þriggja hafa komið Íslendingum
í. Þar dugar ekki til aflaverðmæti alls
smábátaflotans í heila öld.
Á þessum tíma fyrir fimm árum
vakti ég athygli á að þáverandi for-
sætisráðherra hefði sýnt frelsinu gula
spjaldið. Ég fléttaði inn í þá viðvörun
árásum nýrra aðila á þróaðan og rán-
dýran ferskfisksmarkað erlendis. Sá
aðili nýtti sér áralangt markaðsstarf
til inngöngu með undirboði. Að sjálf-
sögðu löglegt, en siðlaust með öllu.
Undirrótin taumlaus græðgi
Í þeirri orrahríð sem nú geisar í
efnahagslífi þjóðarinnar er undirrótin
taumlaus græðgi beggja vegna borðs-
ins. Dælt hefur verið lánsfé í Íslend-
inginn sem kaupir og kaupir, virðist
aldrei mettur.
Tilboð um ofurvexti til sparifjáreig-
enda erlendis til að fjármagna lánin,
þar sem arður eignanna nægir ekki
fyrir himinháum afborgunum. Ef til
vill hefur honum verið ráðstafað eða
hann hafi enginn verið og þá stendur
nú ekki á svörunum, þetta voru jú
langtímafjárfestingar!
Í öllum bægslaganginum var stigið
á marga sem áður þjónuðu hinum
nýju viðskiptavinum. Ekki ólíklegt að
þeir hafi hugsað hinum nýju spútnik-
erum þegjandi þörfina, skipulagt sig
bak við tjöldin og hafa nú reitt hátt til
höggs og mélað allt mélinu smærra
hjá víkingunum sem nú eru flúnir.
Land útrásarvíkinganna skyndilega
orðið litla Ísland þar sem allt er í rjúk-
andi rúst. Okkar dásamlega land hef-
ur verið fært aftur um tugi ára í efna-
hagslegum skilningi og
trúverðugleika. Stjórnvöld og emb-
ættismenn sitja vanmáttug yfir ösk-
unni og reyna að blása eldi í glæð-
urnar, grípa ljósið og snara til yfir-
lýsingar sem til þessa hefur aðeins
reynst neisti úr ört kulnandi glæðum.
Menn slá um sig og segja: „Það hef-
ur enga þýðingu að líta í baksýnis-
spegilinn, við verðum að vera bjart-
sýn og upplifa hamfarirnar sem ný
tækifæri“.
Hvers konar rugl er þetta? spyr ég.
Að flýja raunveruleikann, að þora
ekki að líta yfir farinn veg og láta hann
svara okkur um það sem aflaga fór.
Hvers vegna er eftirfylgninni svo
ábótavant? Ekkert lát er á yfirlýs-
ingum um, að varað hafi verið við, en
að sama skapi lítið framboð á, að
brugðist hafi verið við.
Forsætisráðherrann fyrrverandi
sendi skýr skilaboð með úttekt sinni í
KB banka 2003. Mörgum varð á orði:
„Hann er maður orða sinna“ og fetuðu
í fótspor hans.
En hægði það á „víkingunum“? Nei
aldeilis ekki. Þeirra siðferði hlustar
ekki á: „Svona gerum við ekki“. Þeir
senda ímyndunarsérfræðinga sína
(greiningardeildirnar) inn á völlinn
sem eru á augabragði búnir að snars-
núa umræðunni. Ekki liðnar nema
nokkrar vikur þar til skoðanakannanir
sýndu að flokkur forsætisráðherrans
hafði tapað fylgi.
Fjármálaeftirlitið
á hraða snigilsins
Það spurðist út mitt í gjörn-
ingaveðrinu í lok nóvember 2003 að í
Fjármálaeftirlitinu væri hafin vinna
við að skoða hvort ástæða væri til að
lögfesta óskráðar reglur um siðferði,
innan hlutafélaga. Enn hvílir leynd yf-
ir því hvenær þeirri skoðun lýkur!
Engin löggjöf sett til að koma í veg
fyrir frekari afglöp og græðgin hélt
áfram að spila með stjórnendur bank-
anna, hún var látin hlaupa með vagn-
inn til sinna nánustu.
Þeim var ekki settur stóllinn fyrir
dyrnar, eftirfylgni fyrirheita var eng-
in.
Ábyrgð í réttu hlutfalli við laun
Ég er þeirrar skoðunar að reynsla
síðustu vikna sýni okkur óumdeilt að
ef tekst að koma hinum frjálsa mark-
aði á lappir aftur þá skuli hann fá þau
skilaboð að rauð spjöld verða notuð
þegar á þarf að halda. Það hefur sýnt
sig að það þýðir enga linkind við frels-
ið, það bíður ekki eftir neinum, heldur
æðir áfram eins og dæmin sanna. Hér
eftir verða að vera öflugar hindranir á
vegi þess.
Ég er líka þeirrar skoðunar að
rauða litinn eigi að sýna þeim sem við
treystum til að hafa eftirlit, auk aðila
sem báru og bera ábyrgð á eftirlitinu.
Sömu meðferð eiga stjórnendur fjár-
málafyrirtækjanna að fá. Þeir sem
hluthafar greiddu ofurlaun sem þeir
kröfðust fyrir að axla hina gríðarlegu
ábyrgð. Ábyrgð þessara manna hlýt-
ur að vera í réttu hlutfalli við launin.
Aflaverðmæti í heila öld dugar ekki til
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri
Landssambands smábátaeigenda.
LANDSMENN allir munu á næstu misserum og árum
þurfa að taka á sig miklar skuldir sem fjárglæframenn útrás-
arbankanna stofnuðu til. Þjóðinni er nú ætlað að borga fyrir
glæfraverk þotuliðsins sem lifir í eyðslu og kennir öllu öðru
um en eigin fjárglæfrum. Framhjá því verður ekki horft að
stjórnvöld stóðu ekki sína vakt. Ekki heldur eftirlitsstofnanir
stjórnkerfisins. Allt stjórnkerfið varð meðvirkt í „veislunni“ .
Aðdáun ríkisstjórnarflokkanna undanfarin ár á „útrásarvík-
ingum“ fjármálafyrirtækja var augljós. Hún birtist meðal annars í fyrirsögn
þessarar greinar. Hún er sótt í svör Árna M. Mathiesen, fjármálaráðherra
Sjálfstæðisflokksins til margra ára, eftir að Geir H. Haarde tók við sem for-
sætisráðherra. Rétt er að minna á það að Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið
samfellt við völd og ráðið fjármálum og forsætisráðuneyti svo til samfellt í 17
ár og endað í þeim hörmungum sem nú lenda á almenningi sem ekki ber sök
þó honum sé ætlað að bera byrðarnar og borga.
Þann 17. mars árið 2007, í lok þings og í aðdraganda kosninga fyrir rúm-
lega einu og hálfu ári, sagði fjármálaráðherra þessi eftirfarandi fleygu orð
við þingmenn stjórnarandstöðu í umræðum á Alþingi. Talið hafði þá borist
að því hvort ekki væri ástæða til að hlusta og taka alvarlega viðvaranir
greiningardeilda erlendra banka og sérfræðinga: „Háttvirtur stjórnarand-
stöðuþingmaður sem hér galar fram í tekur meira mark á greining-
ardeildum úti í heimi en verkalýðshreyfingunni, það er alveg augljóst og
hann sér ekki til sólar“. Síðan notaði fjármálaráðherra þessi orð sem hann
gerði að sínum; „Drengir sjáið þið ekki veisluna?“
Það var rétt hjá Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra að stjórnar-
andstöðuþingmenn höfðu miklar efasemdir um að innistæða væri fyrir þeim
fjárglæfrum sem birtust í miklum lántökum og kaupum á eignum erlendis.
Þessi viðhorf fjármálaráðherra voru óbreytt við fjárlagaumræðu haustið
2007, fyrir einu ári. Jafnvel þá og á fyrri hluta þessa árs fullyrti hann að allt
væri í góðu lagi. Áframhald „veislunnar“ er liðið. Við borgum fyrir villur og
veislur fjárglæframanna sem ráðherrar lofsungu og dönsuðu með – „Dreng-
ir sjáið þið ekki veisluna?“
Drengir, sjáið þið ekki veisluna?
Guðjón Arnar Kristjánsson,
alþingismaður og formaður Frjálslynda flokksins.