Morgunblaðið - 17.11.2008, Qupperneq 28
28 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2008
✝ GuðmundurKarlsson fædd-
ist í Reykjavík 18.
maí 1946. Hann lést
þann 11. nóvember
sl.
Hann var sonur
hjónanna Karls
Ágústs Torfasonar,
f. 1922, d. 1991 og
Guðbjargar Ásthild-
ar Guðmunds-
dóttur, f. 1928, d.
2008. Hann var elst-
ur í röð 5 systkina,
þau eru: Margrét
Guðrún f. 1948, gift Indriða Krist-
inssyni, f. 1949. Torfi Karl, f.
1952, kvæntur Margréti Þráins-
dóttur, f. 1953. Þorbjörg, f. 1956,
gift Hreggviði Sigurðssyni, f.
1953 og Ágústa Sigríður, f. 1957,
gift Jóni Guðmundssyni, f. 1950.
Guðmundur giftist árið 1968
Jóhönnu Sæunni Stefánsdóttur,
þau skildu. Þau áttu 3 börn: 1)
Ásthildi Þórdísi, f. 1966, gift Jóni
Þorsteini Friðrikssyni, f. 1965,
þau eiga 2 börn, Friðrik, f. 1988
og Jón Stefán, f. 1996 2) Stefán, f.
1971, í sambúð með
Guðrúnu Ólöfu
Hrafnsdóttur, f.
1971, þau eiga 2
börn: Elvar Ágúst, f.
2000 og Stefán
Andra, f. 2006. 3)
Karl Ágúst, f. 1976,
kvæntur Agnesi
Ástvaldsdóttur, f.
1976, þau eiga 2
börn: Elmu Lind, f.
2004 og Kristófer
Mána, f. 2006.
Guðmundur nam
málaraiðn í Iðnskól-
anum í Reykjavík, starfaði á leik-
myndadeild Ríkissjónvarpsins og
síðan sem sjálfstætt starfandi
málarameistari. Hann var mikill
áhugamaður um tónlist og spilaði
m.a í hljómsveitinni Toxic. Árið
1991 greindist Guðmundur með
MS-sjúkdóminn. Síðastliðin ár bjó
hann á Sjálfsbjargarheimilinu Há-
túni 12. Og síðustu 3 æviár sín bjó
hann á hjúkrunardeild heimilisins
eftir að heilsu hans hrakaði.
Útför Guðmundar fer fram frá
Kópavogskirkju í dag kl. 13.
Í dag er til moldar borinn mágur
minn, Guðmundur Karlsson mál-
arameistari, betur þekktur sem
Gvendur „Pepsi“.
Það er með miklum söknuði sem
ég kveð þennan mæta mann. Við
áttum margar góðar stundir saman
og brölluðum margt á okkar yngri
árum, hann var alltaf hress og
glaður og þekktur fyrir sína léttu
lund og alltaf var glatt á hjalla þar
sem hann var staddur. Gummi var
alltaf fyrsti maður til að taka upp
hanskann fyrir aðra og aðstoða þá
sem þurftu á hjálp að halda hver
svo sem það var. Það fór þó þannig
að MS-sjúkdómurinn náði taki á
honum en hann lét samt aldrei bug-
ast af því og var ætíð öðrum góð
fyrirmynd í baráttu sinni við hann.
Sjúkdómurinn náði þó hægt og bít-
andi að taka sinn toll af líkamlegum
og andlegum styrk og þurfti hann
að ferðast um í hjólastól undir það
síðasta, hann gafst samt ekki upp
og bar hann með mikilli reisn.
Ég vil þakka allar þær góðu
stundir sem við áttum saman gegn-
um árin og kveð hann með söknuði.
Ég votta börnum hans, tengda-
börnum og barnabörnum mína
dýpstu samúð.
Með þessum fátæklegu orðum
kveð ég góðan mág.
Blessuð sé minning þín.
Hreggviður.
Í dag kveðjum við elskulegan
stóra bróður okkar, hann Gumma,
og verður hans sárt saknað í okkar
hópi.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Elsku bróðir, það er með söknuði
og trega sem við kveðjum þig og
þökkum þér fyrir samfylgdina.
Minning þín mun lifa með okkur.
Hvíl í friði.
Margrét Guðrún, Torfi Karl,
Þorbjörg og Ágústa Sigríður.
Kveðja frá ÍK-strákum,
’71-árgangi
Félagi okkar og heiðursmaðurinn
Guðmundur Karlsson er fallinn frá.
Gummi málari, eins og hann var
oftast kallaður, var ein af þessum
stoðum og styttum í íþrótta- og fé-
lagsstarfi okkar – einn af „fótbolta-
pöbbunum“ í Íþróttafélagi Kópa-
vogs og síðar HK. Hann var
ótrúlega ljúfur maður í alla staði,
geðgóður og hnyttinn með eindæm-
um. Hann var einstaklega góður og
tryggur félagi, ávallt til staðar og
átti drjúgan þátt í velgengni okkar
í íþróttalífinu með áhuga sínum og
hvatningu. Hann var einn af þess-
um mönnum í lífinu sem meðvitað
eða ómeðvitað reyna að leiða okkur
í réttar áttir, vitandi það að íþrótta-
starfið er vettvangur forvarna og
uppbyggingar. Þótt við segjum
sjálfir frá þá teljum við að ágæt-
lega hafi tekist til! Fyrir þetta allt
verðum við honum Gumma okkar
ævinlega þakklátir.
Gumma málara verður sárt sakn-
að en minning um frábæran mann
og þakklæti mun lifa í hjörtum okk-
ar um ókomna tíð.
Við vottum Stebba, fjölskyldu og
aðstandendum okkar dýpstu sam-
úð.
Guð blessi ykkur öll.
F.h. ÍK-stráka,
Hugi Sævarsson.
Kynni mín af Guðmundi hófust
þegar ég varð stjórnarmaður í
Íþróttafélagi Kópavogs, ÍK, 1990.
Hann var þá búinn að vera allt í
öllu í félaginu í mörg ár. Fyrst sem
foreldri sem fylgdi strákunum sín-
um eftir í leikjum og ferðalögum.
Hann varð síðan stjórnarmaður í
félaginu í mörg ár. Félagsmaður
sem þótti vænt um félagið sitt,
lagði sig fram í störfum fyrir það.
Hann var sérstaklega hlýr og glað-
legur maður. Mér þótti mjög vænt
um það hvað hann tók vel á móti
mér í stjórn félagsins. Við unnum
saman í verkefnum fyrir stjórn þar
sem verkefnin voru leyst með
ánægju af hendi. ÍK sameinaðist
HK árið 1992 og þá hætti hann
störfum fyrir félagið en fylgdist
alltaf með af áhuga meðan hann
hafði heilsu til. Við minnumst hans
sem góðs félaga sem skilaði miklu
og góðu starfi til félagsins. Við
sendum fjölskyldu hans okkar inni-
legustu samúðarkveðju.
F.h Handknattleiksfélags
Kópavogs,
Sigurjón Sigurðsson formaður.
Guðmundur Karlsson
Ekkert er verra en alvar-
legur heilsubrestur sem
eyðileggur lífið. Þú ert nú
búinn að þjást árum saman
af sjúkdómi sem ekki var
hægt að lækna. En nú líður
þér vel. Þú ert laus við þján-
ingar, áhyggjur og einmana-
leika. Þú varst mjög hæfi-
leikaríkur á mörgum sviðum,
yndislega hreinskilinn og
drengur góður. Ég þakka
þér einlæga vináttu og
tryggð frá því við kynntumst
sem unglingar í Kópavog-
inum.
Blessuð sé minning þín.
Þín vinkona,
Sigríður Brynjúlfsdóttir.
HINSTA KVEÐJA
Kristur minn ég kalla
á þig,
komdu að rúmi mínu.
Gjörðu svo vel og geymdu mig,
Guð, í skjóli þínu.
(Höf. ók.)
Elsku Unnur,
Þá er þrautum þínum lokið. Þú
ert komin til Jesú og hann hefur
tekið á móti þér. Það er nú einu
sinni svo að við fáum litlu um það
ráðið hvaða örlög við hljótum við
fæðingu. Þér var ætlað það líf að
dvelja stærsta hluta ævi þinnar á
Unnur Þórisdóttir
✝ Unnur Þór-isdóttir fæddist
á Hnúki í Dalasýslu
hinn 8. ágúst 1947.
Hún lést á Landspít-
alanum í Fossvogi
laugardaginn 1.
nóvember síðastlið-
inn.
Útför Unnar fór
fram frá Lágafells-
kirkju í Mosfellsbæ
13. nóv. sl.
Skálatúni meðal hóps
góðra vina, heimilis-
og starfsmanna, sem
hafa verið þér sem
stór fjölskylda. Þar
áttir þú þitt heimili á
sambýlinu Fögruhlíð,
lengst af með þeim
Öddu, Dóra og
Gústa. Síðar fluttir
þú í Suðurhlíð og
dvaldir þar síðustu
æviárin eftir að
heilsunni hrakaði.
Herbergið þitt var
allaf snyrtilegt og þú
vildir hafa reglu á hlutunum. Allt
átti að vera í réttri röð. Þú hlust-
aðir mikið á tónlist, sögur og á
sunnudagsmorgnum á útvarps-
messuna ef ekki var farið í Lága-
fellskirkju.
Þú varst mjög trúuð og er mér
mjög minnistæð ferð í bæinn að
sækja mynd úr innrömmun. Þá
komst þú auga á mynd af „Síðustu
kvöldmáltíðinni“ eftir þekkta lista-
konu og vildir eignast þá mynd, en
myndin var bara of dýr og af-
greiðslumaðurinn sagði að þú vær-
ir smekkmanneskja. Við fórum
hins vegar heim með aðra mynd af
tveimur englum. Það kom hins-
vegar í ljós að ung áttir þú mynd
af „Síðustu kvöldmáltíðinni“ og
var hafin leit að henni og hún
fannst illa farin. En er þú sást
myndina bentir þú á hana og sagð-
ir: „Jesú, loksins, loksins, ertu
kominn heim“.
Strax þegar ég kom til að vinna
hjá ykkur í Fögruhlíðinni tókst
með okkur einstök vinátta sem
hélt alla tíð. Ógleymanleg verður
ætíð ferðin okkar á æskuslóðir
þínar, þegar þú varðst fimmtug.
Eftirvæntingin var mikil og allt
fór eins og best verður á kosið.
Veðrið var fallegt og kyrrt og
dagsformið þitt gott. Erla systir
þín beið með rjómapönnukökur og
fleira góðgæti. Það var svo ynd-
islegt að fá að fylgjast með hvað
þú naust þín vel.
Að leiðarlokum langar mig að
þakka þér samfylgdina og megir
þú hvíla í friði.
Kæra Erla og fjölskylda, starfs-
fólk og heimilismenn Skálatúns,
ég bið góðan Guð að gefa ykkur
styrk í sorginni.
Bjarnveig Höskuldsdóttir.
Elsku Gagga
frænka, við viljum
þakka þér samfylgdina, allar fjör-
ugu og skemmtilegu samveru-
stundirnar í gegnum árin. Það var
oft fjör í Ránargötunni, þú með
gítarinn og Dandi með nikkuna,
þetta eru ógleymanlegar stundir í
minningunni, aldrei slegið af og
þótt fingur yrðu sárir og neglur
brotnar var Siggi á Fosshóli tek-
inn einu sinni enn. Edda og Jó-
hann að æfa sig að tjútta í eldhús-
inu.
Allar stundirnar þegar afi sá um
reksturinn á Alþýðuhúsinu og þú
að vinna í buffinu, þá fékk maður
að koma baka til og sjá æfingar
hjá hljómsveit hússins með Óda
Vald, Ingimari og þessum stjörn-
um, ekki var það síðra fyrir gutt-
ann að fá að kíkja fyrir hornið og
sjá og heyra þegar hljómsveitir að
sunnan komu að spila, þá var ekki
slæmt að eiga þig að, frænka góð í
eldhúsinu. Tónlist hefur alltaf ver-
ið í miklu uppáhaldi hjá þér og gít-
arinn ekki langt undan á góðum
stundum. Þú varst alltaf svo fín og
fallega klædd. Myndirnar af þér
og frú Vigdísi forseta þegar hún
afhenti þér fálkaorðuna. Þarna
voru tvær stórbrotnar og miklar
konur, við vorum ákaflega stolt af
þér.
Þú gast ekki hlaupið á sama
Heiðrún Soffía
Steingrímsdóttir
✝ Heiðrún SoffíaSteingríms-
dóttir fæddist á
bænum Myrkárdal í
Hörgárdal 15. ágúst
1924. Hún lést á
Hjúkrunarheimilinu
Hlíð 18. október síð-
astliðinn og fór út-
för hennar fram frá
Akureyrarkirkju
30. október.
hraða og við hin en
þú afrekaðir samt
svo ótrúlega miklu,
verkin þín standa eft-
ir sem fallegur minn-
isvarði um góða og
frábæra konu.
Alltaf stóð Þor-
steinn eins og klettur
við hlið þér tilbúinn
að styðja þig. Það
renna margar mynd-
ir í gegnum hugann
þessa daga, við mun-
um láta ljósið þitt
skína og taka Sigga á
Fosshóli þér til heiðurs við gott
tækifæri.
Kæra frænka. Hafðu þökk fyrir
samfylgdina, þetta ljóð segir allt
sem í huga okkar býr.
Á kertinu mínu ég kveiki í dag
við krossmarkið helgi og friðar
því tíminn mér virðist nú standa í stað
en stöðugt þó fram honum miðar.
Ég finn það og veit að við erum ei ein
að almættið vakir oss yfir,
því ljósið á kertinu lifir.
Við flöktandi logana falla nú tár,
það flýr enginn sorgina lengi.
Hún braut allar vonir, hún braut allar
þrár,
hún brýtur þá viðkvæmu strengi,
er blunda í hjarta og í brjósti hvers
manns.
Nú birtir, og friður er yfir,
því ljósið á kertinu lifir.
Sá einn þekkir gleðinnar gáska og fjör
sem gist hefur þjáning og pínu.
Sá einn getur sigrast á ótta og kvöl
sem eygir í hugskoti sínu,
að sorgina við getum virkjað til góðs,
í vanmætti sem er oss yfir,
ef ljósið á kertinu lifir.
(Kristján Stefánsson frá Gilhaga.)
Kveðja,
Jóhann og Hulda.
Dísa móðursystir
mín er fallin frá aðeins þremur vikum
eftir að við fögnuðum með henni á 90
ára afmæli hennar. Þar með er geng-
in sú síðasta af systrunum 5, sem
gjarnan voru kenndar við Tryggva-
skála á Selfossi.
Í mínum huga hefur Dísa alltaf
verið sérstök. Hún var glæsileg kona,
með stóran barnahóp og mikið að
gera á heimilinu en alltaf var gleði
ríkjandi í kringum hana. Dísa hafði
unun af að syngja og á sumarkvöld-
um þegar þau hjón Dísa og Grímur
komu í heimsókn í sumarbústað
mömmu og pabba var lagið tekið í
góðra vina hópi og í mínum barns-
huga voru allir textar sem nafnið
Dísa var í, ortir til Dísu frænku minn-
ar.
Um miðja síðustu öld var ekki al-
gengt að Íslendingar færu til útlanda
en vegna starfa Gríms buðust Dísu
tækifæri að fara og ánægjulegt var
að heyra um allt það sem hún hafði
upplifað á ferðum um Evrópu. Og
ekki eyðilagði það að Dísa kom með
gjafir handa okkur systrabörnum
sínum þegar heim var komið. Það var
nokkuð sem við kunnum að meta.
En best minnist ég frænku minn-
Bryndís G.
Thorarensen
✝ Bryndís Guð-laugsdóttir
Thorarensen fædd-
ist í Vatnsnesi í
Grímsnesi 22. sept-
ember 1918. Hún
lést á hjúkr-
unarheimilinu
Sunnuhlíð í Kópa-
vogi 12. október síð-
astliðinn og fór út-
för hennar fram frá
Fossvogskirkju 20.
október.
ar, eftir að hún var orð-
in ekkja og samband
okkar varð meira. Í fal-
legu íbúðinni sinni í
Vogatungu í Kópavogi
leið henni vel, hún var
umvafin af umhyggju
barna sinna og fjöl-
skyldum þeirra og á
föstudagsmorgnum
bað hún mig að hringja
ekki til sín, því þá var
alltaf hringt frá Nor-
egi. Þó heilsu hennar
væri að byrja að hraka
var glæsileikinn og
reisnin enn til staðar og allar stundir
okkar gerði hún að gleðistundum.
Hún var afar minnug, las mikið og
hafði áhuga á öllu í kringum sig, þjóð-
málum jafnt og fjölskyldumálum en
skemmtilegast var að minnast gömlu
daganna. Þá kom glampi í augun og
hún naut þess að segja frá og ekki var
verra þegar ég þekkti til fólksins. Hjá
henni heyrði ég margar sögur úr
Tryggvaskála og sagan hvernig afi
Guðlaugur fór að vekja þær systur og
starfsfólkið sitt á morgnana finnst
mér alveg frábær. Afi var mikill
söngmaður og var með orgelið sitt
inni í litla sal í Tryggvaskála en inn af
þeim sal voru herbergin sem þær
sváfu í. Hann mætti á morgnana þeg-
ar honum þótti tími til að vekja og hóf
að spila og syngja. Þetta kallar mað-
ur að slá tvær flugur í einu höggi.
Nú er komið að leiðarlokum og þó
ég hefði viljað fá að eiga Dísu mína
lengur að, þá unni ég henni fyllilega
að fá að fara til sinna. Það eru margir
til að taka á móti.
Börnunum hennar og fjölskyldum
þeirra sendi ég samúðarkveðjur mín-
ar.
Guðríður Karlsdóttir