Morgunblaðið - 17.11.2008, Qupperneq 32
32 Dagbók
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2008
Sudoku
Frumstig
8 7 3 6 1 9
6 9 2
3 7 6 8
6 2 3
5 9
2 8 5
8 3 6 4
6 1 7
2 1 3 7 5 8
1 5 4 7
3 1 6
7 3 5
4 8 3
6 9 2 8
5 3 6
9 7 2
6 5 9
1 2 8 6
3 2 1 9
1 5 3
9 3 6 1
2 7 9
9 2 7 3
6 7 8
3 9 8 2
4 1 7
6 1 9 3
5 8 9 3 1 6 7 4 2
1 2 7 9 8 4 5 3 6
4 6 3 7 2 5 1 9 8
9 4 6 8 3 1 2 5 7
2 7 5 4 6 9 8 1 3
8 3 1 2 5 7 9 6 4
3 5 2 6 9 8 4 7 1
7 9 8 1 4 3 6 2 5
6 1 4 5 7 2 3 8 9
5 1 4 7 8 2 9 6 3
7 8 3 6 9 5 4 2 1
9 6 2 4 1 3 7 8 5
6 3 8 9 2 7 1 5 4
4 9 1 5 6 8 2 3 7
2 7 5 3 4 1 8 9 6
8 5 7 1 3 9 6 4 2
3 4 9 2 7 6 5 1 8
1 2 6 8 5 4 3 7 9
1 3 8 6 2 7 4 9 5
7 4 9 5 3 1 8 2 6
6 5 2 4 9 8 3 7 1
9 1 3 7 8 2 6 5 4
8 6 4 1 5 9 2 3 7
2 7 5 3 4 6 9 1 8
3 8 7 9 1 4 5 6 2
4 9 1 2 6 5 7 8 3
5 2 6 8 7 3 1 4 9
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Lausn síðustu Sudoki.
Í dag er mánudagur 17. nóvember,
322. dagur ársins 2008
Orð dagsins: Hann stendur mér við
hlið til þess að veita mér lið og vernd.
(Daníel 11, 1)
Víkverji las nýlega skáldsögu semhefur verið honum hugleikin að
undanförnu. Hún heitir „Snákar og
eyrnalokkar“ og er eftir japanska
rithöfundinn Hitomi Kanehara, sem
var 19 ára að aldri þegar hún skrif-
aði bókina.
Fyrir skáldsöguna var Kanehara
sæmd virtustu bókmenntaverðlaun-
um Japans, Akutagawa-verðlaun-
unum. Formaður dómnefndarinnar
var svo upptendraður af hrifningu
að hann skrifaði að skáldsagan væri
„stórmerkileg lýsing á því sem ger-
ist í huga ungra nútímakvenna.
Langbesta bókin sem ég hef lesið
síðan ég settist í þessa dómnefnd.“
x x x
Skáldsagan fjallar um líf ungrarkonu í Tókýó. Hún vinnur stop-
ult en leggur þeim mun harðar að
sér við drykkju, eiturlyfjaneyslu og
kynlíf. Hún kynnist ungum húðflúr-
uðum manni sem hefur látið kljúfa í
sér tunguna. Hún heillast af klofnu
tungunni, sem minnir á snák eða
eðlu, og ákveður að gera það sama
við tunguna í sér.
Þá kemur til sögunnar húðflúrs-
meistarinn Shiba-san, sem tekur
verkið að sér gegn greiðslu í elsta
gjaldmiðlinum í viðskiptum
kynjanna. Hann reynist vera sadisti
og það virðist koma sér sérlega vel
fyrir konuna.
Unga kona virðist vera masókisti,
haldin sjúklegri sjálfsfyrirlitningu,
lífsþreytu og dauðaþrá. Hún nærist
helst á bjór og stöku handfylli af
hnetum eða einhverju snakki. Hún
er orðin sjúklega horuð og náföl, við-
urkennir sjálf að hún líti út eins og
hrossafluga. Hún laðast að sadistum
og þegar á reynir ber hún móður-
lega umhyggju fyrir morðingjum,
vill fyrir alla muni vernda þá.
x x x
Víkverji verður að viðurkenna aðþótt lýsingarnar séu stundum
óhugnanlegar er þetta mjög áleitin
bók, enda lýsir hún samfélagi sem er
honum framandi. Hann hlakkar til
að lesa fleiri bækur eftir þennan höf-
und og fræðast meira um það „sem
gerist í huga ungra nútímakvenna.“
víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 letiblóð, 8 tón-
verkið, 9 húsgögn, 10
verkfæris, 11 hraðann,
13 þrekvirki, 15 laufs, 18
báran, 21 skán, 22 þurfa-
ling, 23 ganga, 24 sníkju-
dýr.
Lóðrétt | 2 skaprauna, 3
út, 4 æða yfir, 5 hefur
undan, 6 styrkja, 7 þýð-
anda, 12 myrkur, 14 dyl,
15 lóðarstampur, 16
skyldmennin, 17 drang,
18 veitir tign, 19 földu,
20 askar.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 bassi, 4 lurfa, 7 beður, 8 nykur, 9 and, 11
arma, 13 þrær, 14 rengi, 15 bast, 17 lest, 20 hal, 22 ugg-
ir, 23 Júðar, 24 iðnin, 25 tomma.
Lóðrétt: 1 babla, 2 síðum, 3 iðra, 4 lund, 5 rokur, 6 aðr-
ar, 10 nunna, 12 art, 13 þil, 15 bauti, 16 sugan, 18 eyð-
um, 19 torfa, 20 hrín, 21 ljót.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. e4 e5 2. Bc4 Rc6 3. Rf3 Bc5 4. c3
Rf6 5. d3 a6 6. Bb3 d6 7. h3 Ba7 8.
Rbd2 O-O 9. Rf1 d5 10. De2 h6 11.
Rg3 Be6 12. Bc2 dxe4 13. dxe4 He8
14. O-O Rh7 15. Rh2 De7 16. Rg4 Rf6
17. Re3 g6 18. Rd5 Rxd5 19. exd5
Bxd5 20. Bxh6 Dh4 21. Be3 Bc4 22.
Bd3 Bxd3 23. Dxd3 Had8 24. De2
Bxe3 25. Dxe3 Df4 26. Dc5 Hd2 27.
Hab1 e4 28. Hfe1 e3 29. Rh1 b6 30.
fxe3
Staðan kom upp á öflugu at-
skákmóti sem lauk fyrir skömmu í
Cap d’Agde í Frakklandi. Heims-
meistarinn fyrrverandi, Anatoly Kar-
pov (2651), hafði svart gegn hinni 14
ára Hou Yifan (2578) frá Kína. 30…
Hxg2+! 31. Kxg2 De4+ 32. Kh2 bxc5
33. Hbd1 Dc2+ 34. Kg1 Hxe3 35. Rf2
Hg3+ 36. Kf1 Hf3 og hvítur gafst upp.
Svartur á leik.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Mjótt á mununum.
Norður
♠K543
♥ÁD108
♦ÁK92
♣3
Vestur Austur
♠62 ♠97
♥G964 ♥K752
♦D105 ♦8643
♣G764 ♣ÁK10
Suður
♠ÁDG106
♥3
♦G7
♣D9852
Suður spilar 6♠.
Norðmaðurinn Jon-Egil Furunes
var einn af mörgum sagnhöfum í
spaðaslemmu í keppninni um Meist-
arabikar Evrópu í síðustu viku. Sverr-
ir Ármannsson var í vestur og kom út
með smátt hjarta. Er úrvinnslan
vandamál?
Ekki á opnu borði, auðvitað, þegar
legan í laufinu blasir við. En Furunes
vissi ekkert um þessa hagstæðu lauf-
legu og hann valdi að svína ♥D í
fyrsta slag. Þannig hugðist hann fá
fjóra rauða slagi og átta á tromp með
því að víxltrompa til enda. Þrír aðrir
sagnhafar fóru einnig niður eftir
þessa sömu byrjun. Með réttu, því
svíningin er heldur með líkum. Ef
reynt er að fríspila laufið þarf trompið
oftast að liggja 2-2 og líkur á því eru
aðeins 40%. En svíning er þó alltaf
50%.
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Þér finnst það skylda þín að deila
vitneskju þinni með öðrum. Þannig tekst
þér vel upp. Í kvöld er stemningin eins og
við matborðið hjá góðum vini.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Enginn er eins og þú. Skortur á inn-
blæstri er nánast óbærilegur. Beindu at-
hyglinni að peningum og eigum og taktu
hugmyndir þínar alvarlega.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Þú ert að eyða meiri peningum
þessa dagana en þú ert vanur. Gefðu hin-
um neikvæðu ekki leyfi til þess að skyggja
á þig.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Öryggi, heilsa og vellíðan hafa
færst neðar í forgangsröðinni vegna verk-
efna sem hvíla á þér í vinnunni. Farðu í
ferðalag eða reyndu á einhvern annan
hátt að brjóta upp hversdaginn.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Það er allt í lagi að gefa sig dag-
draumum á vald þegar aðstæður eru til.
Ljónið er hresst, glatt og fullt jákvæðni
og áhuga.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Þú finnur þörf til að kaupa þér eitt-
hvað og ættir að láta það eftir þér.
Söðlaðu um og fáðu fólk til liðs við þig.
Þótt draumar séu góðir, verða takmörkin
að vera raunhæf.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Ekki þrasa eða fara í vörn, þó að þér
finnist sem einhver sé að reyna að koma
þér úr jafnvægi. Að öðrum kosti nærðu
engum árangri.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Þér finnst álagið í vinnunni
vera orðið fullmikið. Breytingar munu
eiga sér stað. Ekki láta gylliboð og
skyndigróða afvegaleiða þig.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Það er ekki satt að maður eigi
að henda fyrstu pönnukökunni sem bak-
ast. Bregstu ekki ókvæða við þótt einhver
gefi góð ráð, honum gengur gott eitt til.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Fólkið í þínu nánasta umhverfi
er þér sem fjölskylda og það skiptir máli
hvað því finnst – stundum.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Þú hefur öll tök á því að læra
sitthvað um sjálfan þig í samskiptum við
þá sem standa þér næst, það er maka og
nána vini.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Þú lætur tilfinningarnar ráða í
samskiptum við aðra. Vertu því óhræddur
við að leita þér aðstoðar til þess að þú get-
ir skilað af þér verkefnum í tæka tíð.
Stjörnuspá
17. nóvember 1913
Fréttamyndir, hinar fyrstu ís-
lensku, birtust í Morgunblað-
inu. Þetta voru dúkristur sem
voru gerðar til skýringar á
frétt um morð í Dúkskoti í
Reykjavík.
17. nóvember 1938
Vikan kom út í fyrsta sinn.
„Blaði þessu er ætlað að vera
til fróðleiks og skemmtunar,
gagns og gleði góðum les-
endum,“ sagði í ávarpi ritstjór-
ans, Sigurðar Benediktssonar.
17. nóvember 1940
Akureyrarkirkja var vígð. Hún
var þá stærsta guðshús ís-
lensku þjóðkirkjunnar, rúmaði
um 500 manns. Guðjón Sam-
úelsson, húsameistari ríkisins,
teiknaði kirkjuna og réð um-
hverfi hennar, en upp að henni
liggja um hundrað tröppur.
17. nóvember 1988
Linda Pétursdóttir, 18 ára fjöl-
brautaskólanemi frá Vopna-
firði, var kosin Ungfrú heimur.
Hún hlaut einnig titilinn
Ungfrú Evrópa. „Sigurinn kom
mér algerlega á óvart,“ sagði
Linda í samtali við Morg-
unblaðið. „Þetta er ólýsanlegt.“
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist …
Guðný Gabríella og Aþena Vigdís
heimsóttu Barnaspítala Hringsins
og færðu honum peninga að gjöf,
sem er ágóði af tombólu sem þær
héldu nýlega.
Hlutavelta
EYJÓLFUR hélt smávegis veislu með vinum og
kunningjum um helgina til að fagna afmælinu en
segist lítið ætla að gera í dag, á sjálfan afmæl-
isdaginn. Aðspurður segir hann eftirminnilegasta
afmælið hafa verið fyrir tveimur árum þegar hann
og skólafélagar hans í Íþróttaháskólanum á Laug-
arvatni héldu sameiginlega upp á afmælið.
Eyjólfur er íþróttakennari í Ölduselsskóla og
kennir þar öllum aldurshópum. Hann segist reyna
að kynna krökkunum mismunandi íþróttir þó hinir
yngstu fái frekar að vera í leikjum o.þ.h. „Það er
mjög vinsælt að fara í Tarsanleik,“ segir hann.
Eyjólfur segir íþróttir vera sitt aðaláhugamál. Hann segist hrifinn
af flestu því sem fellur undir þann flokk þó að hann fylgist mest með
handbolta og fótbolta. Sjálfur er hann í golfi og þar til í ár spilaði
hann stöðu markmanns með Aftureldingu. Það er því ekki fjarri lagi
að segja að líf Eyjólfs snúist um íþróttir og sjálfur segist hann vera
„algerlega á kafi í íþróttunum“. Þegar Eyjólfur er ekki að kenna í
Ölduselsskóla eða æfa sjálfur kennir hann 3-6 ára börnum í íþrótta-
skóla í ÍR heimilinu þar sem hreyfiþroski þeirra er aukinn. ylfa@mbl.is
Eyjólfur Kolbeins íþróttakennari 25 ára
„Algerlega á kafi“ í íþróttum
Nýirborgarar
Akranes Þorsteinn
Bjarni fæddist 16. ágúst.
Hann vó 4.345 g og var
54 cm langur. Foreldrar
hans eru Olga Ellen Þor-
steinsdóttir og Arnar
Grétarsson.
Reykjavík Kristófer Ísak
fæddist 27. júní kl. 4.38.
Hann vó 4.810 g og var 56
sm langur. Foreldrar hans
eru Anna Kristín Heið-
arsdóttir og Grétar Krist-
ófer Sigþórsson.
Nýbakaðir
foreldrar?
Sendið mynd
af barninu
til birtingar í
Morgunblaðinu
Frá forsíðu mbl.is er einfalt
að senda mynd af barninu
með upplýsingum um
fæðingarstað, stund, þyngd,
lengd, ásamt nöfnum
foreldra. Einnig má senda
tölvupóst á barn@mbl.is