Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.02.1927, Qupperneq 6

Skinfaxi - 01.02.1927, Qupperneq 6
6 SKINFAXI hún auðvitað varið liann fyrir óaldarlýðnum, enda hefir það verið gert, en hún getur ekki ráðið við það, þó alt sé fult af druknu fólki, hæði innan húss, þar sem veit- ingar eru seldar og' líka á móunum i kringum leik- völlinn. Samkomustaður Árnesinga og Rangæinga cr að vísu ver á vegi sladdur en fundarstaðir flestra annara ung- mennasambanda. Skömmu eftir að íþróttamótið var haldið við pjórsárbrú, héldu Vestur-Skaftfellingar mót í Skaftártungu. Sást þar enginn ölvaður maður, en þang- að komust ekki bilar með vín og fólk frá kaupstöðun- um. pó að sveitir þær sem verst liggja við samgöngum geti enn um stund varið skemtanir sínar fyrir ófögnuði vínsins, þá cr það hvorttveggja, að þau félög eru mörg og fjölmenn, sem verða fyrir búsifjum af þess- um sökum, og hitt er lika víst, að bráðum kemur röðin að afskektum sveitum ef svo heldur fram sem horfir um þetta mál. pvi ættu allir hugsandi menn að skilja að binn mesti voði stafar af áfengi nær því á öllum sviðum þjóðlífs- ins. pegar ungmennafélagar auglýsa samkomur sínar, ættu þeir að taka það fram, að ölvaðir menn hefðu þar engan griðastað. En þá verða þeir að tryggja sér rétt og aðstöðu til þess að geta fylgt þessu ákvæði hlífðar- laust, og aldrei hefir ungmennafélögum verið meiri þörf á bindindisstarfsemi en nú. peir þurfa að ganga einhuga að verki; allar hjáróma raddir, sem heyrast um bindindismál innan félaganna, þurfa að þagna. pær eru falskar í félögum, sem starfa fyrir menningarmál. Óvinir bindindis hafa t. d. sagt, að bindindisheitið eigi að hvcrfa úr stefnuskrá ungmennafélaga, því það eigi sér stað að félagar brjóti. pcssir menn fara að dæmi óþrifinnar konu, sem hættir að hirða húsið sitl og hcfir það sér til afsökunar, að einhver muni ganga um það með óhreinar fætur. pessir menn eru svo meirlyndir, að vilja gefa eftir þegar liðs þeirra er mest þörf.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.