Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.1927, Side 20

Skinfaxi - 01.02.1927, Side 20
20 SKINFAXI finna skyldur sínar við prastaskóg. Enginn úr félag- inu hafði nokkru sinni komið i prastaskóg og vissu eigi fyr en á stofnfundi sambandsins að liann var til, en af því hann var eign þeirra sem annara ungmenna- f Jaga, vildu þeir sýna viðleitni sina til að gera hann frægan garð ungmennafélaganna. þvi miður hefir þetta félag nú sagt sig úr sambandinu og mun baráttan við vínnautn félaganna vera eina orsök þess, en við vonum að þetta áhugamikla og afkastasama félag komi bráð- lega aftur í sam'bandið og vinni sigur á örðugleikum sínum. U. M. F. Afturelding er félag, sem stendur á göml- um merg (stofnað 1908) og hefir mörgum ágætum kröftum á að skipa til starfa, má þar sérstaklega nefna Grafarholtssystldnin, sem starfað hafa i félaginu frá stofnun þess. Að tilhlutun félagsins var í fyrra haldin mjög myndarleg iðnsýning fyrir hreppinn og unnu félagarnir að henni að öllu leyti sjálfir. Var sýning þessi oi)in í viku og var vel sótt, enda var þar margt að sjá, er aðdáun vakti. — Félagið hefir lánað hreppn- um allstóra peningaupphæð til að hyggja samkomu- hús og skólahús og hefir svo afnotarétt af því eftir þörfum. í fyrra gaf félagið 30 dagsverk til að laga og bæta landið umhverfis liúsið, einnig gaf það 50 krónur til þrastaskógar og sömu upphæð í ár. Ef öll félög í sambandi U. M. F. í. gæfu þannig á hverju ári, þó minni upphæð væri, yrði það sá stofn, sem nægja mundi til að framkvæma þær umbætur, sem skóginum eru nauðsynlegar til að geta þroskast og verja hann skemdum af völdum manna og dýra. Félagið fæst ekki sjálft við trjárækt, en vegna áhrifa frá þvi eiga nú flest- ir félagarnir vísi að garði við heimili sín. íþróttastarf- semi hefir verið nokkur í félaginu undanfarin ár og hefir það lialdið iþróttamót með U. M. F. Dreng í Kjós, sitt árið hjá hvoru félagi, einnig hefir það tekið þátt í viðavangshlaupi því, sem háð er hér fyrsta sumardag

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.