Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.1927, Side 28

Skinfaxi - 01.02.1927, Side 28
28 SKINFAXI ar, því að frá þeim er aldan runnin, og víst ætti að vera hægt að fá umsögn þeirra,sem mest störfuðu fyrir fjórð- ungasamböndin og U. M. F. í. Skýrslur og þinggerðir þær, sem til eru, geta komið að góðu liði, en þó þarf meira með. Hvert félag á iandinu ætti að velja sinn færasta mann til þess að rita sögu þess, og með línum þessum vill Skinfaxi skora á öll félög innan U. M. F. í. að gera þetta í vetur og senda sögu sína til ritstjóra l)laðsins fyrir næstu áramót. Ef svo illa kynni að fara, að eitthvert félag brygðist trausti því, sem liér er borið til þess, þá getur það varla búist við að þess verði minst í hinu væntanlega riti. Færi svo, að mörg félög trössuðu þetta verk, verður hæpið að ritið geti komið út á réttum tíma, en það mun óþarfi að gera ráð fyrir öðru en félögin bregðist vel við þessu máli, því að hér virðist vera um ánægjulegt og kostnaðarlitið verk að ræða, sem mjög snertir gagn og lieiður allra ungmannafélaga. G. B. Bréf til ungmennafélaga í Borgarfjarðar- og Mýrasýslu. I haust vildi það sorglega siys til, að tveir ungir og efnilegir menn druknuðu við vinnu í héraði ykkar, af þvi þeir kunnu ekki að synda. priðji maðurinn, sem lenti líka í hættunni, bjargaði sér í land á sundi. Fyrir nokkrum árum druknuðu 12 ungir menn i besta veðri.á Vesturlandi. Ef þeir liefðu kunnað að synda mundu þcir allir hafa bjargast. Slík atvik koma fyrir árlega. Sundíþróttin er nauð- synleg hverjum íslendingi, bæði til almennrar heilsu- bótar, og til varnar gegn slysum. Veðuráttan hér á landi er mikill þröskuldur í vegi sundnámsins og sundiðkunar. Sjórinn er kaldur, svo

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.