Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1932, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.12.1932, Blaðsíða 4
156 SKINFAXl styðnr þessa aðslöðu: Fjölmenni stéttarinnar, og þar af margt áliugafólk á léttasta slceiði, náin samvinna við almenning, sem ber fjárliagslegar byrðar skóla- lialdsins, og loks vís velvildarhugur fólksins og sam- úð, ef sæmilega tekst til um störfin. Stétt, sem er í sköpun, nýtur einnig þeirrar góðu aðstöðu, að hún skapar sjálf sin stéttar- og siða- lög, ásamt öðrum starfsháttum sínum. Hún dregst ekki með neinn arf í kyrrstæðum og lamandi venj- um. Hún á allan aðgang að reynslu eldri stétla, án þcss að hafa einnig hlotið i arf samábyrgð sinnu- leysis og lilífðar. Það er á færi núlifandi kennara að ráða meiru um það þroskamót, sem á stéttinni verð- ur í framtíðinni, en gömlu stéttirnar geta gert. Og það má ekki vera háð neinni tilviljun, hvað ofan á verður í þeim efnum. Þar á að leggja aðallínurn- ar strax af ráðnum hug, kvcða á um það, hvað vinna sknli stéttinni til hánda af starfs og lífsskilyrðum. Það liggja til þess gild rök, að í stéttaskilningi eru liérlendir kennarar skemmra á veg komnir en ýmsir aðrir. Kennarinn hefir til þessa dags verið öðrum þræði bóndi, iðnaðarmaður eða sjómaður. Eða að minnsta kosti maður, sem álti tryggan aðgang að öðrum störfum, þann langa tima árs, er liann var ekki að kennslu. Hann var ekki knúinn til þess að líta á uppeldisstarfið sem meginstarf sitt. Þetla er nú breytt. Starfstími kennaranna vex, kennslan skipar miklu meira rúm en áður, og það er að verða þröngt um kennarann á vinnumarkaðinum á sumrum. Kennaranámið hefir lika liér verið með því allra minnsta, sem tíðkast með mönnuðum þjóðum. Auk þess að allvcrulegur hluti námstimans hefir gengið til venjulegs gagnfræðanáms, liefir liinn hlulinn að mestu gengið til bóknáms, bendinga og hollráða um uppeldi og kennslu, en ekki starfa og æfinga undir umsjá reyndra kennara. Með öðrum þjóðum, þar

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.