Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1932, Blaðsíða 39

Skinfaxi - 01.12.1932, Blaðsíða 39
SKINFAXI 191 muni finna góðan jarðveg og hjálpa lil þess að klæða landið á ný. Kléb’ergi 1932. Sigurður Helgason. Bækur. Sayan af Svanhvít karlsdóttur heitir barnabók nieð mynd- uni, er koin út árið 1931. Bók þessi er skrifuð á ljósu og lipru máli og er aðlaðandi að efni og mun eiga fyrir sér að verða vinsæl meðal barnanna. Ilalldór Grímsson (12 ára). Sveinbjörn Ec/ilson: Ferðaminningar. Frásögur frá sjóferð- um víða um heim. Útgefandi Þorsteinn M. Jónsson. — Bók þessi hefir komið út í heftum og verið nokkur ár á leiðinni. Nú er komið út 4. hefti II. bindis og er útgáfunni þar með lokið. Kvað þetta vera lengsta sjóferðahók á Norðurlöndum, og sennilega eru ekki aðrar skemmtilegri, því að Sveinbjörn hefir sérstakt lag á að halda athygli lesenda vakandi. Auk Ferðaminninganna hefir Þ. M. J. gefið út í hausl Sluðlamál III., vísnasafn eftir 22 alþýðuskáld, og (i. hefti af þjóðsagnasanfinu Grinm. í Stuðlamálum eru íriargar prýði- legar visur, og er gott verk að gefa út slikt safn af vísum alþýðuskálda. En ánægju lesandans er spillt með ritdómum þeim, er safnandinn, Margeir Jónsson, lætur fylgja hverjum visnahöfundi. Lesándinn vill dæma sjálfur. — í Grímuheft- inu er mestur fengur í þættirium af Friðriki í Kálfagerði. R. Friis: Tveir vinir. Rvík 1932. — Þetta er snotur og skemmtileg barnasaga, sem Þorvaldur Kolbeins prentari hefir þýtt úr dönsku og gefið út. Er hún prýdd myndum eftir Rik- arð Jónsson. Telja má víst, að bókin verði vinsæl, eigi sizt meðal drengja. Skinfaxa hafa verið sendar tvær hækur, sem bókmennta- félagið Varðin í Færeyjum hefir gefið út. Annað er Úrvals- rit eftir M. A. Winther sýslumann (d. 1923), með mynd af höf. og ritgerð um hann eftir M. A. Jacobsen bókavörð. Þetta er mestmegnis smásögur og sögubrot, prýðilega skrifað og gefur snilldarlega innsýn í kjör og lrugsanagang færeyskrar

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.