Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1932, Blaðsíða 35

Skinfaxi - 01.12.1932, Blaðsíða 35
SKINFAXI 187 Skíðaiðkun og skíðanámskeið í ísafjarðarkaupstað. Skíðafar hefir allmikið verið iðkað liér í ísafjarðar- kaupstað þrjá undanfarna vetur. Eu um langt skeið áður voru það aðeins sárfáir menn, sem nokkuð sinntu slíku eða liöfðu hug á því. Hefir það mest orðið þessari íþrótt til eflingar, að tveir þrautgóðir skíðamenn (Aðalsteinn Jónsson og Ólafur Guð- mundsson) byggðu sumarið 1930 lítinn skála á Selja- landsdal, sem liggur nokkru innan við hæinn og liærra uppi, til atlivarfs fyrir skíðaiðkendur. Brá svo við þá um haustið, að allmargt unglings- fólk úr bænum tók að nota tómstundir sínar til skiða- fara á Seljalandsdal, nær sem færi gafst. 1 fyrrasumar var liúsið umhyggt og stækkað all- mikið. Það er sem áður skáli, að fornum, ísleuzk- um hætti, og skiptist i matskála (eða stofu), elda- skála, og framhýsi. — Margt skíðafólk vann meira eða minna við það, að koma skálanum upp, og gerð- ust þeir, sem að byggingunni unnu, meðeigendur í hlutfalli við framlagða vinnu. Byggð þessi kallast Skíðheimar. Er þar skíðaland ágætt, víðsýni og fagurt umhorfs, enda liggur dal- urinn liátt, svo að Skiðlieimar munu vera um 200 metrum yfir sjávarmál. Síðastliðinn vetur efndi Ungmennafélagið Árvakur til skíðanámskeiðs hér í Isafjarðarkaupstað og fékk að kennara Norðmanninn Helga Torvö. Er hann einn hinna slyngustu sldðamanna, og áður þátttakaudi i skíðakappmótum í Holmenkollen við Osló. Tvo síð- astliðna vetur hefir liann lagt stund á skíðakennslu hér á landi. Námskciðið var ágætlega sótt; 157 þátt-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.