Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1932, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.12.1932, Blaðsíða 16
168 SKINFAXI gcfa okkur tóm til að atliuga liðna tímann. Hún bend- ir okkur á vanþekkingu manna um allan heim, þjóð- ir, sem trúa á heilsusamleg áhrif eiturnautna, trúa á nátlúrusteina og töfragrös; biskupa, sem trúa því, að Hekla kunngeri gestakomur í Víti o. s. frv. Hún sýn- ir okkur óstjórn og alþýðukúgun í öllum löndum, stjórnarfar, sem byggt er á skökkum skilningi á þörf- um þjóðanna. Greinilegust dæmi þess sýnir liún okk- ur á okkar eigin þjóð, en rekur áhrifin til annarra landa og sýnir, að okkar óstjóm var ekki neitt einsdæmi, komið til af sérstöku dugleysi þjóðarinnar. Hún sýnir okkur fáfróða menn, félausa og fátæka og kúgaða á ýmsan hátt, menn sem þrátt fvrir þetta allt kenna börnum sínum að lesa og skrifa og fræða þau um for- tíðina. Og sú fræðsla var drjúg á metunum, þcgar það var sótt, sem nú hefir náðst. Eftir að liafa kynnt okk- ur fortíðina, förum við að skilja hvílík þrekvirki hafa verið unnin af þjóð okkar. Þá í'innum við, að margar þungar fórnir liafa verið færðar til þess að skila okk- ur byggðu landi með bústofni og verklegri og and- legri menningu. Þá rennur okkur blóðið til skyldunn- ar. Við skiljum tóttabrotin og stakkgarðana. Við met- uin að verðlcikum tengdir okkar við fortimann og kennum metnaðar af því, að vera niðjar þessara feðra. Sú tilhugsun hitar hugi okkar. Föðurleifðin verður helgidómur. Og enginn á sér helgidóm án þess að vera hoiium háður. Sú tilhögun verður sterkust, að mikla og bæta lielgidóminn, leggja lífsstarf sitl fram til bless- unar fyrir hann. Vitundin um baráttu liðinna kynslóða gefur okkur styrk og áræði. Sú tilfinning, að við erum niðjar kúg- aðra kotunga, sem ekki létu liugast, þrátt fyrir marg- háttaða erfiðleika, gefur okkur þrek til að horfa stað- fast gegn torfærunum, með áræði og sigurvissu. Við finnum til með feðrum okkar og mæðrum, löngu liðn- um. Við viljum sem fyrst slíta af okkur þá bölhlekki,

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.