Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1932, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.12.1932, Blaðsíða 24
176 SKINFAXl á hér'i á undan, en er þó ef betur er aógætt aðeins annar flötur á hinum sama lilut. Þótt því sé nú þannig varið, eins og þegar hefir verið nokkuð rakið, að æskuna dreymi aðallega um aukið veraldarlán og upphefði í mannfélagsstiganum — í ein- liverri mynd — þá virðast þessir draumar vera sprottn- ir upp af brýnni eðlisnauðsyn, eða eðiisávísun, en ekki nema að nokkru leyti fyrir þau uppeldislegu áhrif, er henni eru í té látin. Sú stofnun, sem drýgst áhrif liefir á mótun barns- sálarinnar, virðist beina þessum áhrifum sínum í nokk- uð aðra átt en þá, er luigur æskunnar virðist stefna að sé honum ekki haldið í óeðlilegum viðjum. Kristin kirkja, sem eins og kunnugt er, hefir aðstæð- ur til þess að móta hina uppvaxandi kynslóð hvers tíma meira en nokkur önnur stofnun, hefir upp á nokk- uð aðrar skoðanir að hjóða, en þær almennu stað- reyndir, sem lýst var hér að framan. Að hennar álili eru allir menn jafnmiklir i guðs augliti, ef breytnin hugarfarið og framkoman er i góðu lagi. Þar af leiðir, að öll störf eru jafnvirðuleg fyrir augliti drottins, ef þau eru unnin af kristilegum trúverðugheitum lionum til dýrðar og þótt menn beri kannske nokkuð misjafnt úr býtum í þessu jarðneska lífi, þá er ekki svo mikið um það að segja. Öll veraldargæði eru sem sagt mjög fánýt og litt eftirsóknarverð, sé þau borin saman við þau himnesku, og skiptir þess vegna ekki nokkru máli liversu þeim er niðurskipt. Guð gerir suma menn ríka, aðra fátæka, allt af visdómi sinnar náðar. — En svo verða reikningarnir jafnaðir þegar yfir um er komið. Þá getur fátæki maðurinn kannske átt von á þvi að verða settur við hlið hins ríka. — Það er þessvegna ekki ómaksins vert að vera að slást um hin jarðnesku gæði hér í lifi. Og þótt svo kunni að vilja til, að einhver Iiafi kannske minna en nóg til að lifa af Iiér i táradalnum, ])á þarf sá hinn sami engu að kviða. Guð sér öllum sín-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.