Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1932, Blaðsíða 34

Skinfaxi - 01.12.1932, Blaðsíða 34
186 SKINFAXI En æskan má ekki gleyina átthögum sínum, þótt hún lcynnist í'jölþættara og skemmtilegra lífi annar- staðar. Islenzk æska má ekki verða að rótlausum kvistum i íslenzkum jarðvegi. Þá væri ver farið en heima selið. íslenzk æska á að leita aftur lil heimkynna sinna, færa þangað nýtt andrúmsloft og nýja strauma. Þá verður livergi skemmtilegra en þar, því að æskan megnar, ef liún vill, að breyta sinni sveit i sælureit. íslenzk æska á margt óunnið. Því verður liún að setja markið hátt og taka ótrauð til starfa. En þau vandamál, sem hér híða úrlausnar, verða ekki leyst, nema fyrir sameiginlegt átak. Því skal kjörorð íslenzkrar æsku, kjörorð íslenzku þjóðarinnar, jafnan vera: „Samstarf einstaklinga og stétta“. Og takmark íslenzkrar æsku, takmark hverrar nýrrar kynslóðar í landinu skal jafnan vera: Að verða sjálf meiri og hetri en næsta kynslóð á undan og að skila landinu fegurra og hetra í hend- ur næstu kynslóðar, en það var lienni sjálfri i liend- ur fengið. Ólafur Einarsson frá FáskruSsfii'ði. Verðlaunasamkeppni Skinfaxa. Með auglýsingu í 5. hefti Skinfaxa þ. á. hét ritstjóri Skin- faxa verðlaunum fyrir beztar ritgerðir, sem honum bærist um tiltekin efni, frá þremur aldursflokkum ungmennafélaga. Þátttaka í samkeppni þessari hefir orðið hörmulega Iítil, því að einar fjórar ritgerðir bárust ritstjóra í heudur. Tvær eru í elzta flokki, um þjóðernisstefnu U.M.F.Í. Önnur er í þessu hefti, eftir Halldór Kristjánsson, Kirkjubóli í Önundarfirði. Hin kom eftir að efni var raðað í heftið, en hirtist næst. Hún er eftir Geir Sigurðsson, Glerárskógum i Dalasýslu. Hin- ar greinarnar, um framtíðarmál U.M.F., voru eftir Jón H. Guðmundsson, Brekku á Ingjaldssandi og Karl Eiríksson, Austurkoti í Árnessýslu. Öllum þessum mönnum verður send viðurkenning.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.