Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1932, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.12.1932, Blaðsíða 20
172 SKINFAXI ar fyrsl og fremst við ástæður og lífsmöguleika þess fólks, sem upp vex i alþýðustétt. Það er nú reyndar erfitt og kannske í mörgum til- fellum ógerningur, að dæma um eða álykta hversu áhugamálum og tiugsanaferli annarra sé háttað. — Helztu forsendurnar, sem fyrir liendi eru og fara má eptir, eru orð fólksins og athafnir þess. Það ætti að vera óhætt að ganga ut frá því sem gefnum hlut, að bak við orð og athafnir lægju liugsanir, eða hugsjónir, svo að notað sé háfleygara orðatiltæki. Ef við lítum í kringum okkur, til samferðafólks okkar á lifsleiðinni, getur varla lijá því farið að við komum auga á þá staðreynd, að allir eiga eitt aðal- áhugamál, sem liver og einn keppir að, eftir því sem liann er maður til. Það er a ð k o m a s t áf ram, eins og það er kallað í daglegu tali. M. ö. o. að liremma sem allra, allra mest af gæðum þessa heims með sem allra minnstri fyrirhöfn. Það virðist því allnærri sanni að dagdraumar æsk- unnar snúist að mestu leyti um þessa hluti, þegar und- an eru skildar hugleiðingar um ástarlíf og kvnferðis- mál. Þessvegna má ganga út frá því sem gefnum hlut, „að allir þeir sem alast upp í alþýðustétt, og hafa á annað horð manndóm til þess að vænta sér einlivers af lifinu, geri það að keppikefli lifsins að vinna sig upp úr sínu umhverfi og sinni eigin stétt. Og þegar Iiin bjartsýna æska gerir sér í liugarlund, hversu líf liennar muni verða, þegar hún kemst á fullorðinsár, mun henni ekki vera það ljúft að lmgsa sér það fullt af skuldabasli og baráttu við ófyrirsjáanlega örbirgð. Við getum t. d. hugsað okkur, að ung lijón, sem byrja búskap á rytjukoti, séu full af vonum og líti björtum augum á framtíðina. Þau trúa því í barnslegri einfeldni sinni að búskapurinn hlcssist og að þeim auðnist með óþreytandi iðni, sparsemi og dugnaði að

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.