Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1932, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.12.1932, Blaðsíða 8
160 SKINFAXI allir flokkar aukna menntun alþýðu á stefnuskrá sinni — vegna kjósendanna. Þaó er sjálfsagður möskvi í því pólitíska sálnaneti allra flokka. Og i sumum flokkum eru áliugamenn, sem neyta aðstöðu sinnar þegar hún gefst til þess aö hrinda fram nokkr- um framkvæmdum, byggja nýja skóla eða koma á hagkvæmara starfsfyrirkomulagi í einliverri grein. En reynsla allra Ianda sýnir, að skólaáhugi allra stjórnarvalda leitar sér jaínan forms í framkvæmd- um, sem ekki kosta verulega nema í eitt skipti fyrir öll, en geta síðan staðið lengi til lofs og fagurs vitn- isburðar. Þegar svo þar kemur, að nógu þykir eytt, er framkvæmdum hætt. Svo verður guð og forsjónin að skera úr því, hvort nýju skólarnir hafa ráð á að launa hæfum starfsmönnum. En ef farið er að at- huga hag og starfsskilyrði kennaranna eftir eina slíka framfaraatrennu, þá sýnir jjað sig jafnan, að þar hefir furðu lítið unnizt á. Umbætur á launakjörum kennaranna, útbúnaði skólanna o. s. frv. hafa lítil skilyrði til þess að verða að pólitískum notum. Þar hverfur liver eyrir jafnharðan í djúp lífsþarfanna, verður enginn minnisvarði. Þessi hefir orðið saga allra slíkra umbóta, nema þar sem fólkið, sem börn- in á, heimtar að annan veg sé gert. Alla sína stéttar- sigra og menningarsigra verður kennarinn að vinna fyrir hendur ])ess fólks, sem hann starfar með. Og und- ir sæmilegum liag kennarans og starfsskilyrðum er árangur starfs hans óendanlega mikið kominn. Sá hluti þjóðarinnar, sem stendur með fjöregg hennar i höndunum, má ekki vera svo loppinn, að liætta sé á, að hann glopri því niður. Og hver er svo niðurstaðan af öllu þessu. Að kenn- ararnir verða að slcipa scr einarðlega í þétta, mark- vísa fylkingu um menningarkröfur sinar og hags- munakröfur, en kosta jafnframt til þess allri alúð

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.