Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1932, Blaðsíða 36

Skinfaxi - 01.12.1932, Blaðsíða 36
SKINFAXI 188 takendur: Börn og unglingar á skólaaldri og full- orðið fólk, bæði kvenmenn og karlmenn. Stóð nám- skeiðið yfir mánaðar tíma, frá byrjun marzmánað- ar og þann mánuð út. Skíðamót fyrir þátttakendur námskeiðsins var haldið annan páskadag, við Skíðheima á Seljalands- dal. Var kcppt þar i skíðahlaupi á allnokkurri vega- lengd. Enda hafði kennslan nálega öll farið þar fram, þvi að snjólaust reyndist nær bænum. Keppendur voru 84 og skiptust í 6 flokka eftir aldri. Fjórir flokk- ai* karlmanna og drengja, og tveir kvenflokkar. Fyrslir í hverjum þessara flokka urðu: Guðmundur Gíslason (frá Ungmf. Mýrahrepps), Villielm Jónsson, Sigríður Jónsdóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Högni Jóns- son og Hörður Ólafsson. Sambliða þessu móti fór og fram lceppni í skíða- lilaupi milli deilda gagnfræðaskólans hér, log var Iceppt um grip nokkurn, veggspjald útskorið. Bæði gagnfræðaskólanemendur og skátar liér liafa og lagt nokkra stund á skíðafar út af fyrir sig. ÖJlum ungmennafélögum i Héraðssamb. Vestfjarða var gefinn kostur á þátttöku í þessu námskeiði. Nú í vetur liefir U. M. F. Árvakur fyrirhugað ann- að námskeið og aftur ráðið Helga Torvö til kennsl- unnar. Hyggja bæði félagar Árvakurs og mikill þorri manna ]iess ulan bið bezta til þess. Það, sem þegar er getið um skíðaiðkun hér i ísa- fjarðarkaupstað, og aðgerðir U. M. F. Árvakurs, er og sagt öðrum kaupstaða- og sveitafélögum, — og þó einkum ungmennafélögum, — til eftirbreytni og hvatningar, svo að nokkru meira mætti vinnast jiess- ar liollu og þjóðþörfu íþrótt til eflingar. Guðmimdur frd Mosdcd.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.