Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1932, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.12.1932, Blaðsíða 9
SIÍINFAXI 161 sinni og kröftum, að vinna svo störf sín í þágu þjóð- arinnar, að þeir liafi traust hennar og samúð að sið- ferðilegum baklijarli. Kennarastéttin mun aldrei krefjast mikils fyrir lítið; liún krefst aðeins réttlætis fyrir það, sem vel er gert, -— og betri starfsskilyrða til þess að geta orðið þjóðinni að meiri notum. I því ljer öllum góðum mönnum að styðja luma. Ungmennafélagar! Hvar sem farið er um þetta land, sér félagsskapar ykkar einhvern vott. 1 störfum og framkvæmdum stærri og smærri, í umbótum á ýms- um sviðum, í fegurri háttum eða meira fjöri í félags- ska]). En blöð ykkar og ræður og samþykktir benda einnig lil margs, sem ætlað hafði verið og ráðgert, en sem reynsla lífsins og aðstæðurnar, sýndu, að ekki var á færi þessa félagsskapar né annars. Þctfa eru ósigr- arnir, sem sumir núa félagsskap ykkar um nasir. En rétt að gætt er það enginn ósigur, að liafa átt áræðn- ari vilja og stórbrotnari óskir, en lífið unni manni að framkvæma. Allt veltur á þvi, að kunna að beina starfs- vilja sínum og félagslegum átökum að nýjum viðfangs- efnum, þegar aðstæðurnar loka einni leið. Og hafi ykk- ur ekki tekizt að ldæða landið trjám og fegurra gróðri, eins og frumherjana dreymdi um, þá er ykkur ekki varnað þess, að stuðla að ]>ví, að byggja landið betri og balnandi mönnnm. Það er viðfangsefni samboðið nútíðinni, hverjum góðum dreng og frjálshuga mey. Þess vegna beini eg þeirri vinarósk til ykkar, að starfs- og menningarbarátta kennarástéttarinnar is- lenzku eigi traustan og djarfhuga samherja í ykkur. Hver kennari, sem í trú á starf silt og af góðum vilja ræðst út i fámennið og einangrunina, gengur á liólm við tækjaleysið, fátæktina og hin erfiðu slarfs- skilyrði, á að eiga vinum að mæta þar, sem félags-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.