Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1932, Blaðsíða 40

Skinfaxi - 01.12.1932, Blaðsíða 40
192 SKINFAXI alþýðu. Einkum eru börn og smælingjar dregin Ijóslifandi og af hjartanlegri samúð. Skal bent til dæmis á sögurnar: „Daddan“, „Móðir og sonur“ og „Tá ið Mikkjal gekk til“, einstaka sögur eru spreng-hlægilegar, þó að víðast beri meira á alvöru. — Hin bókin er: Platon: Verjuröða Sókratessar — Iíriton — Faidon, og hefir skáldið J. H. 0. Djurhuus þýtt úr grísku á færeysku. — Báðar bækurnar eru í vandaðri útgáfu. Þær fást í Bókaverzlun E. P. Briem i Reykjavík. Naturens Vidundere heitir mánaðarrit um náttúrufræði, sem nýlega er byrjað að koma út í Danmörku. Ritsjóri þess er magister Ingvald Lieberkind, en hann skrifar flestum mönn- um skemmtilegar og alþýðlegar um náttúrufræði. Rit þetta er afarvandað að öllum frágangi, prentað á gljápappír og mcð i'jölda glæsilegra mynda. Hvert hefti er 24 bls. í 4 bl. broti og kostar eina danska krónu fyrir áskrifendur. Guðmundur Davíðsson á Þingvöllum, fyrrum sambands- stjóri, hefir sent Skinfaxa tvo bæklinga, sem hann hefir gefið út, og eiga báðir erindi til æskumanna. Annað er H a n d b ó k fyrir almenning einkum nemendur alþýðuskólanna, — sam- safn af geysi margvíslegum fróðleik, sem oftlega þarf að nota. Hún kostar kr. 2,50. — Ilitt er lítill pósi, 3(5 bls., Náttúru- v e r n d, I. bók. Er bókin ætluð til skilningsauka á verndun villtrar náttúru, og til styrktar náttúruverndarfélagi, er G. D. hyggst að stofna, og er þess þörf. Pési þessi er hinn þarfasti og flytur ágætar bendingar, m. a. glögga leiðbein- ingu um skóggræðslu. 8. desember í ár eru liðin 100 ár síðan Björnstjerne Björn- son fæddist, stórskáidið norska. Er þess minnzt á margan liátt. Hér heima hefir komið út lítil bók: Karl Konow: En d- urminningar um Björnstjerne Björnson, í þýðingu eftir Einar Gtiðmundsson kennara, skemmtileg bók, og virðist snoturlega þýdd. — Sami E. G. hefir og gefið út iítið en lagtlegt safn: „íslenzkar þjóðsögur“. S K I N F A X I. Búast má við, að Skinfaxi verði eitthvað að draga sam- an seglin næsta ár, frá því sem verið hefir þrjú hin síðustu. Skattar til U.M.F.Í. heimtast illa inn, og ríkisstyrkur sam- bandsins lækkar, svo að fjárhag þess hrakar. Mega félögin sjálfum sér um þetta kenna, en eigi ritstjóranum.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.