Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1932, Blaðsíða 30

Skinfaxi - 01.12.1932, Blaðsíða 30
182 SKINFAXI komizt liafa upp á tind frægðar, auðs og mannvirðinga. Fjallið freistar til uppgöngu, en tala þeirra, sem áskapað er að komast upp, er takmörkuð. Allt af verða þeir fleiri og fleiri, sem snúa við og hröklast ofan aftur. Allt af verða þeir fleiri og fleiri, „sem er kastað niður fyrir riðið, þegar hinir útvöldu setjast til borðs“, cins og merkur erlendur ritliöfundur hefir komizt að orði. Hvað gerir þetta fólk? Sumt tekur því með — ef ekki kristilegri, þá borgaralegri þolinmæði. Það nöldr- ar kannske eitthvað í barm sér um óheppni í lífinu, óblíð örlög og eitthvað þessháttar og lætur svo ]iar við sitja. En svo eru aftur aðrir, sem taka þessu öllu alvar- legar. Þeir fyllast gremju og andúð gegn mönnunum, sem standan á tindunum, með „brúði lífsins“ við hlið sér, þessa „brúði“, sem allir eru skotnir í, en svo fáum er auðið að njóta. Hver er liún eiginlega? Forfeður okk- ar kölluðu hana Gullveigu; þeir brenndu liana þrisvar, en hún lifnaði jafnan aptur, þvi að hún er ódauðleg, eins og mannssálin. Hún getur tekið á sig allskonar gerfi og hún getur líka skipt um nöfn. í ís- lenzkum nútímabókmenntum liefir hún hlotið nýtl nafn, karlkyns, og er kölluð J ó s a f a t. Það er kannske ljótt af fólkinu, sem ekki gat klif- ið fjallið, að sumra dómi sökum ódugnaðar, að fjand- skapast við mennina, sem standa á tindinum með Jósa- fat á milli sín, en það gerir það samt. Við getum lát- ið það heita svo, að það sé tóm öfund og' afbýrðissemi, því að „þankar mannsins eru vondir frá barndómi“, segir í liinni lielgu bók. Og svo er annað æði skritið, sem fólkinu niðri í daln- um hefir dottið í hug. Því hefir sem sé dottið í hug, að draga mennina á tindinum ofan i dalinn og Jósa- fat með. En mennirnir á tindinum hrista höfuðin yfir þessari vitleysu. Þeir geta ekki skilið, sem ekki er held-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.