Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1932, Blaðsíða 27

Skinfaxi - 01.12.1932, Blaðsíða 27
SKINFAXl 179 frjálsu samkeppni, að öllum sé í lófa lagið að komast áfram. Amlóðaliætti og lydduskap er venjulega um kennt, ef þessi eða liinn laefir ekki komizt áfram, en drafnað niður í skitinn. En það er einmitt hér, sem þverbresturinn iiggur i rökfræði hinnar frjálsu sam- keppni. Því að eins og það er liárvist, að liún gefur einhverjum tækifæri til að komast áfram — upp á hæsta tindinn, svo er og liitt óumflýjanleg staðreynd, að það verður að gerast á kostnað hinna, sem ekki kom- ast áfram. Þess vegna verður það að skoðast sem ein- falt lögmál, að í okkar þjóðskipulagi cr það útilokað, að allir geti orðið jafn vel stæðir menn, geti veitt sér jöfn hfsþægindi og gert jafnar kröfur til lífsins. Og þótt við vildum liallast að þeirri niðurstöðu, að þeir, sem hæru lítið úr býtum i samkeppni lífsins, gerðu það af því, að þeir væru klaufar að bera sig eftir björginni, þá væri það ákaflega hæpin ályktun og illt að rökstyðja liana sem almenna reglu. Við vitum það, að tiltölulega fáir komast áfram, en allur fjöldinn kemst ekkert áfram. Hvaða lögmál eru það, sem ráða því, hverir komast áfram og iiverir ekki? Er það til- viljun? Eða er það guðleg forsjón? Skyldi það almennt vera verðleikar mannanna sjálfra, kjarkur þeirra og þrek? En höfum við þá ekki rekizt á, jafnvel í æðstu trúnaðarstöðum, labbakúta, sem aldrei liafa orðið að manni, hversu sem uppá þá liefir verið tjónkað? Eða er það víst að þeir, sem hafa hvað minnst upp úr líf- inu, sé að jafnaði ófærari til að lifa því en liinir, sem betur vinnst á? Þessar og þvilikar nærgöngular spurningar steðja að okkur, ef við viljum fara að brjóta þessi efni eilthvað til mergjar, en flestum mun verða nokkuð tregt um að finna fullnægjandi svör við þeim. Hér eru einmitt á ferðinni tvær andstæður, sem aldrei gela samrýmst í okkar samfélagi. Það er einfalt, ófrávikjanlegt lög- mál, að því betur sem fáum einslaklingum gengur að

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.