Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1932, Blaðsíða 29

Skinfaxi - 01.12.1932, Blaðsíða 29
SKINFAXl 181 Efni æfintýranna er mjög á einn veg': Draumar um auð, gull, græna skóga, fín klæði háar tignarstöður o. s. l'rv. — allt gæði, sem jafnvel hin litilmótlegasta kot- ungssál vissi að voru til, en hún vissi það lika, að hún var ekki sköpuð til að njóta þeirra. En henni var ein- hver fr(hm að því að dreyma um ] ta u og skapa sér um þau allskonar kynjamyndir í allsleysinu. Hina sömu innsýn í sál liins kúgaða og allslausa al- þýðumanns fáum við, ef við viljum liafa fyrir því að skyggnast um í trúarlífi hans frá þessum tíma. Himna- ríkisvistin er honum sem rikuleg upphót fyrir allt höl- ið og mótlætið i jarðheimum. Sálin, sem á sínum liér- vistardögum gat aldrei eignast ahnennilegar spjarir utan um kroppinn sinn, var færð í „réttlætisskrúða“ og krýnd „dýrðarkórónu“, jafnskjótt sem lnin var orð- in laus við hinn syndum spillta likama. Og á meðan þessi líkami, sem kannske hafði aldrei etið ætan bita, var að rotna niðri í jörðinni, þá saí sálin, frelsuð fyrir blóð lambsins, og át dýrindis krásir í ríki himnanna. Sem dæmi upp á þessa bjargföstu trú á gott fæði eftir dauðann, má benda á eitt orðatiltæki, sem enn lifir á vörum gamals fólks. Þegar það leggur sér til nlunns mat, sem því þykir sérstaklega lostætur, lcemst það stundum þannig að orði: „Þetta er mikill blessaður himnarikis-matur.“ VI En nú er þctta allt orðið breylt. Nú fullnægir það ekki lengur vaknandi og framgjarnri alþýðu, að gefa lífslöngunum sínum og framfaraþrám framrás gegn- um lieim æfintýra, eða veizlufagnaðar í himnaríki. Þetta kemur af þvi, að hin veraldlegu gæði liafa færzt nær. Þau sjást nú ekki lengur í hillingum, gegnum sjónauka æfintýranna, heldur blasa þau við hverju barni, sem lýkur upp augunum og litast um í heimin- um með öllum sinum girnileik. Alstaðar sjást þeir, sem

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.