Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1932, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.12.1932, Blaðsíða 2
154 SKINFAXI a'ðstöðu, sem nauðsynlegur er til góðs og giftusamlegs árangurs af sameiginlegum átökum kennarastéttar og almennings um uppeldi starfhæfra manna í land- inu. Það er eitt af göfugustu iilutverkum framtíðar- innar, og mun geta af sér margfalda blessun, ef sam- an fer alúð stéttarinnar og vinarþel og skilningur almennings. Og mér þykir vænt um að hafa fengið þetta tækifæri til þess að kveðja þessu máli liljóðs einmitt á meðal ykkar ungmennafélaganna i landinu. Umræðuefni mitt að þessu sinni er einn þátturinn í uppeldi kennarans og tamningú, ]). e. „Codex ethi- cus“ lcennaranna — félagsreglur þeirra og siðalög. Þið vitið öll hvað átt er við með Codex ethicus. Það eru óskráð siðalög, sem myndast innan ákveðins starfslióps, venjur, sem smám saman fá bindandi gildi, án þess að menn hafi nokkuru sinni sérstak- lega undir þau gengizt. Og þessi siðalög eru marg- þætt. Þau fjalla venjulega um þrennt. 1. Starfið, hversu það skuli vinna, lil þess að geta lalizt hlut- gengur í stéttinni. 2. Samtök stéttarinnar og fram- komu út á við. 3. Persónuleg viðskipti sléttarhræðr- anna, og einkum þau, er gerast fyrir opnum tjöld- um, í ræðu eða rili. Eg gæti til dæmis bent á nokkur þessara óslcrif- uðu laga: Læknir t. d. neitar aldrei sjúklingi um að- stoð, þó að óvíst sé um borgunina, ef hann hlvðir siðalögum sinnar stéttar. Hafi einhver annar læknir fjallað um sjúkling áður og ekki komið að liði, þá segir hann aldrei, að ráð Iians Iiafi verið vitleysa eða Iyf hans skaðleg. Það er ekki af hlífð við hinn lækninn, heldur af vitundinni um það, að traust fólksins á stéttinni er hezta tryggingin fyrir árangri af störfum hennar, og oft sú eina. Preslur notar sér aldrei, eða lætnr ekki uppi, það sem honurn er sagt sem sálusorgara í veikindum eða hörmum, — ef hann

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.