Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1932, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.12.1932, Blaðsíða 18
170 SKINFAXl cr út af henni kunna að s])innast, líkt og þegar þjónar drottinj loggja út af orðum hinnar helgu hókar. Þetta ljóS, scm mig langar til að rifja upp fyrir ykk- ur, er eftir Þorstein Erlingsson og lieitir Myndin. Það er ofurlitil saga — svolítið æfintýri, sem átti að fara vel, en fór samt illa, eins og stundum kemur fyr- ir. Það var einu sinni piltur, sem kom út einn undur- fagran vormorgun. Þá kom það skrítna atvik fyrir, að hann sá unga og fallega stúlku standa úti á túninu uppábúna. Strákurinn verður bálskotinn á auga lifandi bragði og hugsar sér að taka stelpuna á löpp með sama. Hann hyggur það líka vera mjög auðsótt mál, því stelpan virtist vera til í tuskið. Og svo hleypur hann á stað í áttina til hennar. En þá kemur nokkuð skrítið fyrir. Stelpan vill ekki lofa honum að ná sér, svona alveg fyrirhafnarlaust. Hún tekur á rás út fyrir tún og fram allan dal. Strákur hleypur á eftir allt livað af tekur, en þó dregur ekki saman. Enn er hann þó von- góður um að þetta endi vcl og að honum auðnist að höndla linossið. Svo þegar bann er kominn fram í dalbotn og dálitið upp í hlíðina, þá liefur hann víst verið eiltbvað farinn að ])reytast, hvort sem hann hef- ir gert sér það ljóst eða ekki. Og þá gerir hann ákaf- lega mikið glappaskot. Hann lítur um öxl, liklega að- eins til þess að atlmga, hvað hann sé búinn að lilaupa langt. En þegar hann lítur við aptur, ])á bregður hon- uin heldur en ekki í brún. Stelpan cr horfin og hann sér hvorki liár eða hams af henni framar. Svo sem vænta mátti verður liann ákaflega hnugginn út af þessu slysi, og það því fremur, sem hann hefir það nú einhvcrnveginn óljóst á tilfinningunni, að þetla hafi allt vcrið sjálfskaparvíti og klaufaskapur. Ef liann hefði ekki liirt um þreytuna, ekki litið aftur, en haldið ótrauður áfram, hvað sem taidaði, þá hefði liann þó alltaf náð stelpunni upj)i á fjallsgnipunni, því þar mundi luin þó alltaf bíða hans.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.