Skinfaxi - 01.02.1934, Page 64
SKINFAXI
64
samar legur og miklar þjáningar, vegna þess, að það
fær ekki nógar landbúnaðarvörur iil að lifa af. Þetta
eru mistök. Það er ómögulegt að telja í miljónum
króna, livað þessi mistök kosta okkur. En það er nóg
til að draga ályktanir af, að þau kosta okkur miljónir
króna og nokkuð af heilbrigði, vellíðan, menningu og
farsæld fólksins.
íslenzk þjóð sækir sér fyrirmynd i þjóðsögur sínar.
Gilitrutt þessara tíma, verksmiðjuauðvald erlendra
þjóða, vinnur ullina og gerir fleira fyrir bóndakonuna,
íslenzku þjóðina, en bún vill fá hana sjálfa í staðinn.
Og hún er á góðri leið að því marki.
Það er þvi ekki ófyrirsynju, að U. M. F. reyni að
vekja alþýðuna tíi meðvitundár um þennan voða, sem
stendur fyrir dyrum i sjálfstæðismálum þjóðarinnar,
og leila tiltækilegra ráða (il lausnar á þessu sviði.
Hefði þjóðin fyrir einum mannsaldri eða svo þekkt
viljunartima sinn, væri íslenzk garðyrkja tiu sinnum
meiri en hún er, mjólkurframleiðsla ódýrari, meiri og
íjölbreyttari, innlendur iðnaður meiri og margvislegri,
viðurværi fólksins liollara og betra, fólkið hraustara
og sælla og' skuldir við útlönd minni. Það er ekki gott
að sanna þeíta fyrir hverjum sem er. En eg trúi þvi, að
stefna og hugsjón U. M. F. liefðu getað og gætu enn þá
leitt til þess ástands, ef þær fengju að móta fram-
kvæmdir fólksins. Hitt fer auðvitað eftir viti manna
og þekkingu, hvorí þeir trúa jiessu með mér eða ekki.
Skúli Guðjónsson segir, að grein min „U. M. F. og
æskudraumar“, byggist á þeirri skoðun, að það sé ein-
bver óendanlega lieilög dyggð að rækta jörð og ryðja
lönd. Eg befði sjálfsagt ekki tekið svo stórt til orða að
fyrra bragði að kalla jarðrækt heilaga dyggð, en eg get
vel Iiaft það eftir. Mér virðist, að það sé bersýnilegt, að
lausn og lijálparráð íslenzks sveitalífs sé garðrækt og
vélyrlcja. Líf og afkoma íslenzkrar þjóðar er liáð jarð-
ræktinni. Því er það heilög dyggð að rækta íslenzka