Skinfaxi - 01.02.1934, Side 21
SKINFAXI
21
Agli, vikingnum, hafði runnið í mun fyrri dagar, og
bardagahugurinn ekki verið aldauða, þó ellin færðist
yfir; og honum, gömlum fjáraflamanninuni, verið það
ljóst, livað vísast var lil friðslitanna, en meinlega kald-
hæðin er þessi lífsreynsla skáldsins, að silfrið, sem þeg-
ið var i harmabætur eftir bróðurmissinn — fjárníun-
irnir, sem friðuriim er keyplur með, séu eflir sem áður
liklegastir lil þess, að bræður berjist og að bönum verði.
Þvi verður ekki neitað, að eins og er, þá séu fjár-
munirnir þarfir, en þegar þeir hafa náð slíku drottins-
valdi yfir lífinu, þá verður það einveldi ægilegasta liarð-
stjórn lieimsins og verra en ráðstjórnin rússneska eða
einræði Mussolinis hins ítalska.
Ef eg væri talinn til nokkurrar sérstakrar stefnu, þá
væri eg sennilega kallaður ilialdsmaður. Eg viðurkenni
að minnsta kosli margar eldri venjur og háttu, og eg
virði yfirburði hins forna lifs, svo cinfalt sem það var
og óbrotið, en sjálfu sér trútt. En eg óska eftir einni
breytingu: þeirri, að einn góðan veðurdag hyrfu pcn-
ingarnir úr sögunni — gildi þeirra ónýttist að öllu, cn
í staðinn yrði göfug hugsun og drengskapur cini gjald-
miðillinn í heiminum. Það yrði vitanlega alheimsbylt-
ing, og það yrði kannske alheims-gjaldþrot. Miljóna-
mennirnir öreigar, en skáld og listamenn stærstu lán-
ardrottnar mannlifsins, eins og þeir í raun og veru eru.
Það er sjálfsagt fjarstæða, að hugsa sér þetla. Þetta
getur liklega aldrei orðið. En það ætti ekki að vera
fjarstæða, að hugsa sér annað: að einlivern tima komi
sú líð, að meira verði metinn maðurinn án pcninga,
en peningarnir án manns.
í þessu liggur kraftur æskunnar — hennar auður,
að hún metur meira andann en efnið, og hefir viðja-
laust viðsýni, ósnortið af öðru en eldi áhugans til cnd-
urbóta.
Það verður að skiljast, að auðæfi lifsins eru ekki
krónufjöldinn, sem lagður er fyrir í söfhunarsjóð slcg-