Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1934, Page 62

Skinfaxi - 01.02.1934, Page 62
62 SIvINFAXI skilningi, að hjálpa æskunni lil að ná þessu marki, styðja heiniilin í uppeldisstarfi þeirra. Þess vegna verður að miða alþýðufræðsluna við þarfir einstak- linganna, kröfur þcss lífs, sem æskilegt er og mögu- legt, að almenningur lifi í þessu landi. Eg liefi lýst að nokkru, í sundurlausum dráttum, einstökum atrið- um, sem mér liafa þótt athygliverð í starfi Gagnfræða- skólans á ísafirði. Mig skortir vitanlega kunnugleika til að leggja nokkurn dóm á heildarárangur af starfi skólans. En það, sem eg liefi kynnzt af sjó og lieyrn um skólastarfið, virðist mér bera vott um svo ein- læga viðleitni í því að vinna að markmiði skólans, sem um er getið að framan, að þess sé vert, að skóla- menn og alþýða veiti þvi atliygli. Þegar eg spurði skólastjórann, Lúðvig Guðmunds- son, livort hann væri ekki ánægður með árangurinn, vildi iiann lílið um það segja, annað en það, að „þetta cr allt á bvrjunarstigi, en eg vona, að við sémn á réttri leið“. Þannig talar áliugasamur og leitandi skólamaður.. Hann veit, að gildi skólastarfs er einmitt í ]ivi fólgið, að viðfangsefnin eru óþrjótandi og leitin að sannleik- anum jafn óendanleg og þroskamöguleikar mannlegr- ar sálar. Góður kennari stendur aldrei í stað. Góður skóli byggir starf sitt á því, að láta nemendur sína atliuga sjálfa, vinna, hugsa og framkvæma, eins og sjálfstæðar, lifandi verur. Mér finnst það hera ísfirðingum gott vitni, hve skól- inn er vel sóttur. Það er trúa min, að íslenzk alþýða skilji og mcti alla viðleitni skólamanna, sem miðar að því, að þeir vinni verlc sitt vel. Aðalsteinn Eirílcsson.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.