Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1934, Page 27

Skinfaxi - 01.02.1934, Page 27
SKINFAXI 27 Sigurðssonar og samtíðarmanna hans snýst mest um það. Allt fram til 1918 er það sú barátta, sem A’fir- gnæfir annað. Um lmna skiptast flokkarnir í land- inu o. s. frv. Þrált fyrir það, þótt þessi mál væru, af eðlilegum ástæðum, mál málanna, gætir Vakningar i öðrum málum jafnhliða, svo sem verzlun, samgöngu- málum, ræktun og betri meðferð húpenings. Má þar til nefna verzlunarsamtök Þingeyinga, liinn fyrsta vísi samvinnufélaganna hér á landi, og störf þeirra Torfa í Ólafsdal og Hermanns á Þingeyrum o. 11. Um verulega gerbreytingu á liögum þjóðarinnar var að vísu ekki að ræða, heldur hægfara þróun. Skilningurinn vex og framfaraliugur er vakinn. Þann- ig er ástatt 1914, þegar heimsstyrjöldin skellur á. Á þeim árum verður einskonar bylting í lífi þjóðarinn- ar. Þá myndast ástand, sem á ýmsan liátt er erfiðara að byggja á og úr að bæta, en því er var fyrir stríð- ið. Allt kemst úr skorðum. Það hleypur gevsivöxtur í einstaka staði við sjóinn. Farið er að reka fiskveið- ar í stóriðjusniði (togarar), kaup liækkar og afurða- verð. í nánd við kaupstaðina komast jarðirnar í geysi- hátt verð. Það er braskað með jarðir og búpening. Það kemst los á fólkið. í kaupstöðunum eru skemmt- anir og fjörugra félagslíf — þar voru skólarnir. Þang- að fer unga fólkið með arðinn af bústofninum, sem verður þar að eyðslueyri. Fljótfengin vinnulaun við sjávarsíðuna draga of mikið af þróttmikla fólkinu úr sveitunum, og þólt dýrtiðin þar gleypi allt jafn- ■óðum, þá er auðveldara fyrir efnalítið fólk að mynda þar heimili, en í sveitunum. í lok styrjaldarinnar er svo komið, að hændur standa uppi með verðháar jarðir, margveðsettar, og æskan er farin á mölina, háa kaupið hefir farið í dýran mat, dýrt húsnæði og rándýr lífsþægindi. At- vinnuleysið gerir vart við sig. Allt er komið á ringul- reið, fjármálin og hugsunarliátturinn.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.