Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1934, Page 11

Skinfaxi - 01.02.1934, Page 11
SKINFAXI 11 Við dvölina i Flensborg fengu þau enn meiri fé- lagsþroska en áður, og voru, er þau komu lieim aft- ur, áhugamikil og vonglöð um framtíð Ungmenna- félaganna, og vön orðin starfinn. Gengu þau þegar í Ungmennafélag Biskupstungna og unnu því allt það gagn, er þau máttu, bæði i orði og verki. Þá er Þorfinnur lét af stjórn félagsins, var Þorsteinn kjör- inn formaður, og var það lengst af siðan, samtals full 22 ár. Um þessar mundir var Þorsteinn sem „Baldur liinn góði“ í Ungmennafélaginu. Þessi prúðmannlegi, Jjjart- leiti og góðláti unglingur varð yndi og eftirlæti allra félagsmanna. Til hans hnigu vonir þeirra og traust og flestum fannst, að slíkur maður ætti að verða óskaharn liamingjunnar. En það er sitt hvað, að óska og vona, eða liitt, að sjá óskir sínar og vonir rætast. Víst er um það, að þótt Þorsteinn yrði mikill maður í mörgu, þá varð hann það á annan liátt en vinir lians og kunningj- ar ætlnðust til. Hann þráði mjög i æskn, að ganga menntaveginn, sem kallað er. Hafði frá barnsaldri hið mesta vndi af hvers konar fróðleik, og byrjaði snemma að safna gömlum munnmælum og sögnum. Hann iiafði sterka löngun hæði til náms og ritstarfa. Ýmsar ástæður urðu þess valdandi að liann gat ckki gengið skóla- veginn. Hann tólc því með ró og stillingu, en enginn getur sagt með vissu, hver álirif það hefir haft á haun síðarmcir, því að vafalaust féll honum þungt, að þeir draumar rættust ekki. Ilann lagði þó ekki árar i hát, en notaði sér vel það skólanám, sem kostur var á, og héll síðan áfram að afla sér fróðleiks á eigin spýt- ur. Notaði hann liverja tómstund til lestrar, og kom sér með tímanum upp góðu hókasafni. Oft flutti liann <erindi á samkomum, er þóttu ágæt. Á síðari árum talaði hann og oft við jarðarfarir og þóttu þær ræð-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.