Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1934, Page 7

Skinfaxi - 01.02.1934, Page 7
SKINFAXl 7 félagslögin svo rúnigóð, að auðvelt var að færa út kvíarnar, bæði til andlegra og verklegra viðfangs- efna, er félaginu yxi fiskur um lirygg. Fundir skyldu halduir að þriggja vikna fresti, á tímabilinu frá vet- urnóttum til vertíðar, en þá fóru flestir ungir menn til sjóróðra. Að sumrinu skyldi lialda eiun eða tvo fundi, eftir ástæðum og samkomulagi. Félagssvæðið var Eystri-Tungan. Félagsstofnun, slik sem jiessi, var algjör nýlunda í sveitinni, og litu ýmsir liana hornauga. Var ekki trúlt um, að roskið fólk og ráðsett sæi eftir timan- um, sem eyddist lil fundasóknar, og lcviði því, að félagsskapurinn myndi ala upp í unglingunum iðju- leysi og skemmtanafíkn, en aðrir skopuðust að. Hins er líka ljúft að geta með þakklæti, að margir for- eldrar og húsbændur tóku þcssari nýju breyfingu vel og hlýlega, og lögðu hvorki í orði né verki stein í götu barna sinna til fundarsóknar og félagsstarfa. Fundir voru haldnir á víxl á Drumboddsstöðum og Gýgjarlióli, með ljúfu samþykki húsráðenda á báð- um bæjum. Og unga fólkið var ánægt. Telja sumir það nú, eftir nær 30 ár, mcstu gleðistundir og hrifn- ingar á æfi sinni, er þeir sóttu fundi í þessu fá- menna félagi, lilýddu þar á fagrar sögur eða góð kvæði, er upp voru lcsin, eða gerðu sjálfir fyrstu til- raunir til þess, að lála opinberlega i ljósi skoðanir sínar á því, sein um var rætt. í þessum félagsskap var Þorfinnur lífið og sálin, þótt ýmsir aðrir væru þar góðir starfsmenn. Hann var þroskamestur og einna elztur þeirra, er þar störf- uðu, og sá cini, sem vanur var félagsstörfum að nokkru ráði. Félagar lians kunnu vel að meta það, og þótti ekkert ráð ráðið, nema bann samþykkti. Yfirburði sína fór hann afbragðsvel með, og lét l'é- laga sína aldrei kenna aflsmunar í orðaskiptum, þótt honum Iiefði að sjálfsögðu oft verið það auðvelt,

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.