Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1934, Page 39

Skinfaxi - 01.02.1934, Page 39
SKINFAXI 39 Við vorum sambílis, út yfir Mýrdalssand, þrír kenn- arar úr Mýrdal, eftir miðnóttina, í ágætu veðri: Þor- steinn, Ilalldór Sölvason og eg. Okkur leið vel. Við konnun til Víkur fyrir fótaferð, hressir og glaðir. Við þökkuðum hver öðrum fyrir samveruna og kvöddumst. Þar sá eg minn kæra starfsbróður sið- ast, við skin morgunsólarinnar. Enginn veit livað átt liefir fyr en misst liefir. — Þorsteinn Friðriksson var ágætum gáfum gæddur. Sérstakiega var minnið skarpt og trútt. Hann var einn liinn samvizkusamasti maður og skylduræknasti, er eg liefi haft kynni af. Fyrir þá sök átti liann óskipt traust allra, er hann vann með og til hans þekktu. Af þessum kostum lians leiddi næstunx takmarkalausa ósérhlífni og trúmennsku i störfum. Kristin trú var honum lijartfólginn lielgi- dómur, og hann lét því lítt yfir trú sinni í fjölmenni. En eg minnist nú jxess, er eg sá hann kominn að alt- arinu, ásamt lieitmey sinni, á brúðkaupsdegi. í stað- inn fyrir gamla versið hljómaði þá sálmurinn: Eg er kristinn, eg vil leita Jesú þín af hug og trú. Næst kristinni lífsskoðun hygg eg að ungmennafé- lagshugsjónin liafi átt dýpstar og sterkastar rætur i hug hans og hjarta. Þorsteinn varð eigi gamall, aðeins liálf finuntugur. Nöfnin mást og gleymast og minningin hverfur með samferð amönn un um. En álirif hins góða manns verndast og vaxa í lífi kynslóðanna. Og í trúnni á lífið með algóðum föður mannkyns- ins; í nafni þeirra, senx mest hafa misst við fráfall Þorsteins Eriðrikssonar og i félagi við þá, kveð eg lxann eins og síðast — við skin morgunsólarinnar. Guð gefi öllum góðan dag! Lilla Hvainmi, 10. nóv. 1933. Stefán Hannesson.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.