Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1945, Síða 3

Skinfaxi - 01.12.1945, Síða 3
SIÍINFAXI 75 son og Guðmundur Hjaltason, báðir frábærir liug- sjóna og vakningarmenn. Það sem Guðmundur t. d. ritar í Skinfaxa er sígilt og í sönnum ungmennaféí- lagsanda, þótt höfundur sé þá senn sextugur. Samt mun ýmsum hinum yngri mönnum hafa þótt ritið nokkuð glamurkennt og lítið um markviss átök. Jón- as Jónsson tekur nú við ritinu og hefur ritstjórnina með höndum í sex ár. Skinfaxi verður nú mjög fræg- ur og er gunnfákur mikill. Enn er félagsskapurinn við góða heilsu, en hinn stórsnjalli málflutningur Jónasar er þó meir sólarupprás nýs stjórnmálaflokks, Framsóknarflokksins, en að horft sé beinlínis frain á leið ungmennafélagslireyfingarinnar. Auðvitað hefur ekki vakað fyrir Þórhalli Bjarnar- syni, Guðmundi Hjaltasyni né Helga Valtýssyni að stofna nýjan stjórnmálaflokk, þótt svo tækist til, að Framsóknarflokkurinn yrði til utan um ýmis lielztu hugsjónamál hreyfingarinnar. Liklega hefur slíkt heldur ekki vakað fyrir Jónasi Jónssyni í fyrstu, og liinn ágæti samherji lians Tryggvi Þórliallsson tal- ar um það með miklum þunga, að ungmennafélög- in megi alls ekki skipta sér af stjórnmálum. Hann talar um moldviðri þjóðmálanna, en svo fer, að naumast sá í hann sjálfan fyrir svælu og reyk bar- dagans, og mun hann þó, sem fyrr, hafa verið þeirr- ar skoðunar, að ungmennafélögin ættu að lialda sér utan við stjórnmál. Þegar ungmennafélögin liafa verið við lýði í rúm 10 ár, berjast ýmsir merkustu forvígismennirnir á orustuvelli stjórnmálanna, en hinir, sem eftir eru i félögunum, eru hnípnir og vita varla hvort hér skuli staðar numið eða haldið lengra. Sjálfsagt hafa þeir verið til, sem litu þannig á málin: Framsóknar- flokkurinn er að gera hugsjónir félagsskapar okkar að veruleika. Nú hugsum við ekki framar né töL um eins og börn. 6*

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.