Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1945, Page 8

Skinfaxi - 01.12.1945, Page 8
80 SKINFAXI skörinn kreppir úti um landið. Og vilja bæta úr þvi sem bezt má verða og heildinni til sem mests gagns. Á Jónasar-tímanum var rætt um samgöngumál í Skiní'axa, sem og önnur framfaramál. Það var rætt um, hversu Danir færi með íslendinga eins og skepn- ur í skipum sínum með ströndum fram. Nýlega var eitt strandferðaskiiDanna á leið til Reykjavíkur með um 100 manns, sem liafði ekkert farrými og jafnvel ekki sæti, heldur varð sumt af þessu fólki að liggja á þilfari eða i göngum, sárlega sjóveikt. Framkorna skipshafnarinnar var ekki með hinu danska sniði, og er ekki ætlunin að áfellast hana né útgerðarstjórnina. En það er litil menning í svona samgöngum og liitt er þó mest menningar- leysið, að „útkjálkafólkið“ skyldi ekki krefjast þess, að skipið ju-ði gagngert sent úr Reykjavík eftir hin- um stóra hóp. Og mest væri þó menningarleysið, ef á bak við liefði búið hjá einhverjum, sem þessa kröfu befði átt að bera fram: „Þetta eru slæmar samgöng- ur. En það tekur því ekki að kvarta. Eg fer bráðum úr þessum iandshluta, og í höfuðstaðnum þarf eg ekki að fara erinda minna sjóveikur á skipsþilfari.“ En raunar mætti líkja höfuðstaðnum við fleytu, sem svo væri áskipuð, að varla fengist „dekkpláss“ lengur. Við ungmennafélagar eigum við með orðinu rétt- læti jöfnuð milli stélta og einnig landshluta. Og við viljum berjast gegn uppgjöf og minnimáttarkennd fólksins úti á landsbyggðinni. Við viljum efla trú fólksins á landið og sjálft sig. Við fögnum þess vegna tillögum milliþinganefnd- ar í skólamálum og styðjum þær vegna þess, að þar er miðað að því að jafna skilyrði æskunnar í Reykja- vrk og annarra landshluta til menntunar, og við fylgjumst af áhuga með því, sem gerist í raforkumál- um sveitanna og kauptúnanna. Trúúm við á landið, íslendingar? Við ungmenna-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.