Skinfaxi - 01.12.1945, Blaðsíða 15
SKINFAXI
87
Sem að líkindum lætur spurðist ég snemma fyrir
um það, liver maður þessi væri. Svarið var, að hann
héti Magnús Stefánsson. Það var þó ekki nafnið,
sem beindi minni barnslegu athygli af enn meiri
krafti en áður að manninum. Það voru þær litlu
upplýsingar, sem fylgdu með svarinu. Hann var skáld
og birti kvæði sín undir nafninu Örn Arnarson.
Mér var þá þannig farið, og er raunar enn, að mér
fundust þeir menn höfði hærri en aðrir, sem skáld
voru. Ekkert hlutverk þótti mér meira og dýrðlegra
en þeirra. Það var þvi sizt að undra, þótt ég athug-
aði Magnús af mikilli gaumgæfni, er ég mætti hon-
um á gönguferðum hans. Hann var liið eina skáld,
er ég þá hafði séð. Mér þótti það harla furðulegt,
að hann skyldi yrkja undir öðru nafni en sínu eig-
in. Þá skildi ég ekki, að það var einmitt í liinu fyllsta
samræmi við manninn, lif hans allt og skoðanir
lians á ljóðagerð sinni.
Þegar ég fór að fara sendiferðir inn í bæinn, sá
ég Magnús oft, ýmist á götunni eða i verzluninni,
þar sem hann vann. Hann vann þá aðallega verzl-
unarstörf, annað hvort við afgreiðslu eða á skrif-
stofu. Og alltaf var sama hægðin í fasi hans og fram-
göngu, sífellt sama tignarkennda róin. Hann var
langt frá því að vera skrafhreyfinn við menn, og
hann virtist þekkja fáa. 1 búðinni var hann jafn
liæglátur og endra nær, og talaði sem minnst liann
mátti.
Og árin líða. Magnús lieldur áfram að vera athug-
unarefni minnar barnslegu eftirtektar. Hann var á-
vallt í hæfilegri fjarlægð til þess að horfa varð á
hann álengdar, utan um liann var eins konar frið-
lýstur hringur, sem ekki varð yfirstiginn. Hann var
sú bylgjan, sem bar einna liæst í þeirri mannröst
og fólksstraumi, sem fram hjá flæddi á uppvaxtar-
árum minum. Og þó var liann aðeins einstakur og