Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1945, Page 20

Skinfaxi - 01.12.1945, Page 20
92 SKINFAXI í'lugu þá uin sveitirnar vísur Páls Ólafssonar, og hafði Magnús mikið yndi af þeim. Seinna kynntist liann svo ljóðum Þorsteins Erlingssonar, Brynjólfs frá Minna-Núpi og Steingríms Thorsteinssonar. Mat liann þá alla mikils, þó að Þorsteinn yrði honum samt kærastur, er fram liðu stundir. Þótt Magnús væri snemma bókhneigður, liefði mik- ið yndi af Ijóðum og vísnagerð og fengist alltaf meira og minna við að yrkja, stóð liugur hans samt ekki til frama eða fremdar á sviðum skáldskaparins. Allt frá harnæsku var það ætlun lians að verða bóndi, og þótli lionum það eftirsóknarverðust og æskileg- ust staða í lífinu. En brátt kom i ljós, að hæfileilcar háns voru litlir í þá átt, og þótti hann hálfgerður s'laissi til Vórka. Fóstri hans, sem fyrst og fremst V!ar hóndi af lífi og sál, skildi ekki þennan grann- vaxna ungling, sem oft virtist úti á þekju og dvaldi í éigin hugarheimi, er hann var að verki. ■ En um andlegar gáfur Magnúsar efaðist enginn, og eftir ferminguna var lionum komið til náms á Þórshöfn, til Guðmundar Hjaltasonar, sem þá stund- aði kennslu þar. Laukst þá að sjálfsögðu upp fyrir honum nýr heimur, og langaði hann nú mjög til að Iæra. Fóstra hans var og um þessar mundir orðið jíiað Ijóst, að drengurinn dygði betur til annars en sveitastarfa, og var liann ekki fjarri þvi að kosta liann til frekara náms. En af því varð þó ekki. — Magnús var snemma einrænn og stór í lund, og mun þeim ekki hafa samið sem bezt. Fram að tvítugsaldri var Magnús svo viðloða Langanesströndina. Hann stundaði alla algenga vinnu, var í kaupavinnu á sumrum, reri á vetrar- vertíðum, og starfaði að hverju því, er til féll. Hann varð nú vel hlutgengur verkmaður og vandi sig við að ganga ótrauður til verks, enda fékk hann mikinn áþuga á íþróttum og hvers konar knáleik. Skyldu-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.