Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1945, Page 22

Skinfaxi - 01.12.1945, Page 22
SKINFAXI ÍM ' J4JL í 'J4n tallur i -S^trauvu: :: i í í : HREFNA Hún Hrefna er löngu látin, hún lézt í æskunnar blóma, en hennar óðfögru ævintýri ennþá í sál minni hljóma. Sú mynd ekki máist úr huga, ég man hana ævina langa, er stóð hún við steingerðar hlóðir, með strik eftir sótreyk um vanga. Sem hvæsandi hásróma nöldur þá heyrðist í eldinum braka. Á hlóðarsteininum heita lá hálfbökuð illmandi kaka. Og eldhúsið allt var í kafi, en ævintýranna bjarmi dýrðlegar seiddi sýnir að sex ára drengsins hvarmi. Eg sat þar í| rauðleitu rökkri, er raunirnar þuldi loginn, (að stöðvast við steininn harða, hann stundi við ekkasogin). Og Hrefna þá sagði mér sögur. — En sjálf sjálf var hún mærin fríða, sem hlýtur launin að lokum og Ijómandi dýrgripir skrýða. En ævi hennar fékk aldrei ævintýranna Ijóma. Hún Hrefna er löngu látin, hún lézt í æskunnar blóma.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.