Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1945, Page 32

Skinfaxi - 01.12.1945, Page 32
104 SKINFAXl Félög þessi vinna að: samgleði, lieimilisiðnaði, söng, leildist, fræðslu með lestri bóka, fyrirlestrum, náms- flokkastarfi eða kvikmyndasýningum, bættri vinnu- aðstöðu, bættri lífsafkomu, bættu öryggi á heimili og vinnustað, íþróttaiðkunum, auknum hollustuháttum, böðum, æfingum i að færa skoðanir sínar i orð og m. fk, því að alltaf er nóg til af verkefnum. Þessi fjölmörgu verkefni verður að bafa í huga, þegar reisa á félagabeimili. Félagaheimili þarf að hafa innan sinna veggja þessi lierbergi: I. Forstofa og anddyri. I sambandi við anddyri miðasölu, fatageymslu, salerni, snyrtiherbergi. Til sveita þurfa fatageymslur að vera tvær, og rúmgóðar, svo að fólk, sem kemur langt að, geti baft fataskii)ti. II. Eldhás og veitingastofa. 1 sambandi við eldhús búr eða framreiðsluherbergi. Veitingastofan er notuð til smærri funda og þarf þvi að bafa sér- hitun, með kola- eða olíuofni, ef ekki er laugar- eða rafbitun í húsinu. III. Bókasafnsgeymsla, lesstofa og handavinmistofa. Bókasafnsgejunsla og lesstofa getur verið eitt og hið sama herbergi eða þá að lesstofa, veitinga- stofa og fundaherbergi er eitt og sama lierbergið. Handavinnustofan eða -stofurnar verður að vera öllu öðru óháð, vegna vinnuborða, tækja á veggjum, rennibekkja, spunavéla, sögunarvéla og fleiri tækja á gólfi. IV. Ilerbergi eða geymslur fyrir muni félaganna. Hvert félag, sem til liússins legði fé eða vinnu, þyrfti að eiga sér gejunslu eða herbergi, þar sem félagastjórnir gætu baldið fundi eða starfsmað- ur félags starfað, þó að fundir, námsskeið eða skemmtanir fari fram í húsinu. Einnig á hvert félag einhverjar séreignir, svo sem myndir og

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.