Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1945, Page 56

Skinfaxi - 01.12.1945, Page 56
128 SKINFAXI 3000 ni. hlaup: Jón A. Jónsson (í. Þ.) 9:59.0 mín. Þar sem mótið var af sérstökum ástæðum haldið á virkum degi, var aðsókn minni en ella. Héraðsmót U.M.S. Norður-Þingeyinga var haldið í Ásbyrgi 8. júlí. Sr. Friðrik A. Friðriksson, Iiúsavík, flutti guðsþjónustu, en Júlíus Hafstein, sýslumaður, Helgi Valtýsson, kennari, og Einar Kristjánsson, Hermundarfelli, fluttu ræður. Lúðrasveit Akureyrar lék og Iíarlakór Núpsveitunga söng. Fimm Umf. tóku þátt í íþróttakeppninni. Umf. Öxfirðinga vann mótið, og er það i 3ja skipti í röð, sem það vinnur mótið. Flest stig lilaut Friðrik Jónsson (Umf. Öxfirðinga). Úrslit urðu: 100 m. hilaup: Friðrik Jónsson (Öx.) 12.1 sek. Hann vann einnig langstökk (5.68 m.). 800 m. hlaup: Egill Stefánsson (Umf. Langanes) 2.20 min. Þrístökk: Björn Guðmundsson (Umf. Neista) 12.20 m. Hástökk: Stefán Bogason (Umf. Langnesinga) 1.60 m. Veður var hið ákjósanlegasta, og mótið mjög fjölsótt. Héraðsmót U.f. Austurlands var haldið á Eiðuni dagana 4. og 5. ágúst. Fyrri daginn fóru undanrásir fram. Sr. Árni Sigurðsson, fríkirkjuprestur, flutti ræðu og Þór- arinn Þórarinsson, skólastjóri og Ármann Halldórsson, kenn- ari, lásu upp. Blandaður kór frá Norðfirði söng, undir stjórn Magnúsar Guðmundssonar, kennara. Sr. Árni Siguðsson og Þórarinn Þórarinsson sungu tvísöng (Glunterna). Alls tóku 35 þátt í íþróttakeppninni. Úrslit urðu: 100 m. hlaup: Guttormur Þormar (Umf. Fljótsdæla) 11.7 sek. Hann vann einnig þrístökk (13.47 m.). 800 m. hilaup: Jón Andrésson (Umf. Borgarfjarðar) 2:16.2 min. Hann vann einnig 3000 m. hlaup (9:56.2 mín.). Langstökk: Ólafur Ólafsson (Iluginn, Seyðisf.) 6.47 m. Hástökk: Eyþór Magnússon (Umf. Hróar) 1.65 m. Stangarstökk: Björn Magnússon (Umf. Hróar) 3.09 m. Kúluvarp: Snorri Jónsson (Þróttur, Neskaupst.) 11.72 m. Kringlukast: Steinþór Magnússon (Samvirkjafélag, Eiðaþing- há) 34.75 m. Spjótkast: Jón Bjarnason (Er.) 53.00 m.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.