Skinfaxi - 01.12.1945, Page 60
132
SKINFAXI
Verður nú vikið að þvi, sem markverðast er í störfum éin-
siakra félaga, utan hinna sameiginlegu málefna.
Umf. Drengur í Kjós er að byggja veglegt samkomu- og
íþróttahús.
Umf. Reykjavíkur hefur umfangsmikla íþróttastarfsemi.
Hélt það m. a. nokkur glímunámskeið. Þá hélt félagið all-
marga skemmtifundi, sem voru meðal annars fyrir ungmenna-
félaga, sem dvelja í bænum yfir veturinn. Það er nú að safna
: félagsheimili í Reykjavík og hafði happdrætti í þvi skyni
um jörð i Olfusinu.
Umf. Skallagrímur í Borgarnesi rekur kvikmyndasýningar
í samkomuhúsi sínu. Undirbýr sundlaugarbyggingu í Borg-
arnesi.
Umf. Reykdæla, Reykholtsdal, gróðursetti 300 hirkiplöntur
i trjáreit sinn, sáði birkifræi og vann að þurkun á landinu.
Umf. Dagrenning, Lundareykjadal, á bókasafn með 1317
bindum. Var það aukið verulega á árinu.
Umf. Snæfell, Stykkishólmi, vinnur að iþróltavelli, sem verð-
ur hið mesta mannvirki. Starfar það í flokkum sem áður.
Umf. Vorblóm á Ingjaldssandi lauk byggingu félagsheimilis
síns. Kost.naðarverð rúmlega 50 þús. kr. Félagsheimilið heit-
ir Vonaland, en ekki Vonarland, eins og misritaðist í síðasta
hefti Skinfaxa.
íþróttafélagið Stefnir á Suðureyri á ágæta sundlaug og gild-
an sundlaugarsjóð. Sýndi það Skuggasvein á siðastl. vetri við
góðar viðtökur.
Umf. Vorboðinn í Langadal undirbýr byggingu samkomu-
búss, málaði kirkju sveitarinnar í sjálfboðavinnu.
Umf. Fram á Skagaströnd vinnur að byggingu sundlaugar.
Umf. Hjalti í Hjaltadail undirbýr byggingu samkomu- og
íþróttahúss. Gefur út handritað félagsblað.
Umf. Framtíðin í Hrafnagilshreppi hélt hálfsmánaðar nám-
skeið í bókbandi. Nemendur 18. Kennari Vigfús Pálmason.
Bundnar voru alls 144 bækur.
Umf. SvarfdæQa á Dalvík rekur kvikmyndasýningar í sam-
komuhúsi sinu og steypiböð fyrir almenning. Það lék Skugga-
svein og Tengdapabba við ágæta aðsókn. Safnaði myndar-
lega í Sandgræðslusjóð og Noregssöfnunina.
Umf. Skíði í Svarfaðardal bauð eldra fólki af félagssvæð-
inu í ferð í Vaglaskóg.
Umf. Þorsteinn Svörfuður, Svarfaðardal, lék Tárið nokkr-
um sinnum. Barnadeild starfar í félaginu.
Umf. Reynir, Árskógsströnd, rak unglingaskóla. Kennarar: