Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1945, Síða 64

Skinfaxi - 01.12.1945, Síða 64
SKINFAXI 13(5' í Ásunum umhverfis Eiða teygir sig ungviði úr moldu. I>að er gróður jarðarinnar. Innan skólaveggjanna eru einnig unnin gróðurstörf. Það er rœktun andans. Að slikum gróður- störfum vill Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands vinna. Verði gróður lands og lýðs sem mestur og fegurstur. Vinn- um að þvi öll. Félagsmál. Frá héraðssaniböndunum. A árinu gengu tvö héraðssambönd í U.M.F. í.: Ungmenna- og íþóttasamband Vestur-Barðastrandasýslu, er telur 4 félög og 252 félagsmenn. Formaður er Albert Guðmundsson, Sveinseyri í Tálknafirði. íþróttasamband Strandarsýslu, er telur 6 félög og 241 félagsmann. Formaður er Ingimundur Ingimundar- son, Svanshóli i Kaldananeshreppi. í árslok 1944 voru 176 félög í U.M.F.Í., með um 10 þúsund félagsmönnum. Skiptast þau í 16 héaðssambönd. Iiafði félögum fjölgað á árinu um 18 og félagsmönnum um 1352. Þessar hreytingar hafa orðið á formönnum héraðssamband- anna: Halldór Kristjánsson, Kirkjubóli, er formaður Ung- mennasambands Vestfjarða. Sr. Pétur Ingjaldsson, Höskulds- stöðum, er formaður Ungmennasambands Austur-Ilúnavatns- sýslu. Guðmundur Benediktsson, Breiðabóli Svalbarðsströnd, er formaður Ungmennasambands Eyjafjarðar. Jón Sigurðsson, Arnarvatni, er formaður Héraðssambands Suður-Þingeyjinga. Mörg héraðssamböndin vinna að héraðs-íþróttavelli og njóta tiJ þess stuðnings íþróttasjóðs. Þau taka íþróttakennsluna meir í sínap hendur með hverju árinu sem líður, og ráða í þjónustu sina héraðskennara. Héraðamótanna er getið annars staðar. Sambandsráðsfundur U.M.F.Í. Sambandsráðsfundur Ungmennafélags íslands (þ. e. hér- aðsstjórar og stjórn U.M.F.Í.) var haldinn í Reykjavík, dag- ana 8. og 9. september síðastliðinn. Þessar ályktanir voru gerðar: Samþykkl að halda landsmótið í byrjun júlímánaðar næsta vor, helzt að Laugum i Þingeyjarsýslu. Sérstök mótsnefnd verður kjörin af U.M.F.Í. og Héraðssambandi Suður-Þingeyinga. Teknar voru fullnaðarákvarðanir um iþróttagreinar á mót- inu. Eru þær birtar i þessu hefti Skinfaxa.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.