Skinfaxi - 01.12.1945, Side 65
SKINFAXI
137
í tilefni af 40 ára afmæli ungmennafélaganna á næsta ári
var samþykkt að bjóða fulltrúum frá ungmennafélögunum í
Fæeyjum og Noregi á landsmótiS og sambandsþingiS, sem
haldið verður jafnframt mótinu.
Ungmennafélagi Færeyja var sent kveðjuskeyti og færeyska
málstaðnum óskað sigurs í sjálfstæðisbaráttunni.
Víttar voru tilefnislausar ádeilur í blaðagreinum á ritara
U.M.F.Í., Daníel Ágústínusson, varðandi málefni ungmennafé-
laganna og lionum þökkuð mikilsverð og vel unnin störf i
þágu þeirra.
Rædd voru og gerðar ályktanir um ýmis önnur starfsmál U.
M.F.Í.
Allar þessar samþykktir voru gerðar einróma.
Im bækiii'.
i.
Ólafur Jóhann Sigurðsson hefur sent frá sér nýtt smásagna-
safn, er hann nefnir Teningt í tafíi. Mun þetta vera sjöunda
bók þessa unga rithöfundar, og eru i henni tíu; sögur. — Vegna
þess, að mig minnir, að sumt af frumsmiðum höf. hafi á sinum
iíma birzt í Skinfaxa, þykir mér hlýða að geta þessarra smá-
sagna að nokkru.
Bólc þessi ber það óhikað með sér, að hún er skrifuð af rit-
höfundi, sem þegar hefur náð miklum þroslca. Það er jafnan
ríkt í huga lesandans, að höf. er leitandi í list sinni, en fálmar
ckki um viðfangsefnin með reikulli hugsun og fumandi fingr-
um. Hér gætir miklu síður áhrifa frá innleridum ogi erlendum
höfundum en í fyrri bókum hans. Hygg eg, að þetta smásagna-
safn sé persónulegra en nolckur önnur bók hans, yfir sögun-
um hvílir sérstæður blær, svo að vart myndi neinum bland-
ast liugur um, að þær væru allar slcrifaðar af einum og sama
manni. Það er einmitt þessi persónulegi heildarsvipur, sem
gerir bókina svo merka og skemmtilega, þvi að þótt sjálfsagt
sé og næsta eðlilegt, að áhrifa gæti frá öðrum hjá ungum höf-
undum, og reyndar þeim eldri líka, hefur samt enginn rithöfund-
ur náð miklum þroska fyrr en hver ný bók frá hans hendi
sver sig ótvírætt og skilyrðislaust i ætt til hans sjálfs, og
einskis annars.
10