Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1951, Síða 3

Skinfaxi - 01.04.1951, Síða 3
SKINFAXI 3 verið fremur þörf þess, en einmitt nú, að staldra að- eins við og íhuga, hvort ekki sé að einhverju vant ein- beitta áhugans og hugsjónaeldsins frá fyrri tíð. Hitt vitum vér svo öll jafn vel, að unga fólkinu er nú sannarlega fengin i hendur veigamikil verkefni til úr- lausnar í þágu alþjóðar, ef til vill ennþá erfiðari við- fangs og stórbrotnari i eðli sínu en nokkru sinni áður, ekki sízt fyrir þá sök, að þjóðin hefur á seinni árum færzt óðfluga frá fyrri einangrun nær brennipunkti al- þjóðlegra samskipta og viðkvæmra deilumála, sem vér getum eigi komizt hjá að taka þátt í að vissu marki. 1 alheimsmálum eru óheillabliluir á lofti. Af samskipt- um vorum og samvinnu við aðrar þjóðir hljótum vér að mæta slikum vanda sameiginlega með þeim, en hvernig málum sldpast munum vér væntanlega fá litlu ráðið. En þeim málstað ber oss að fylgja af alhug, sem vér teljum trúlegast bundinn hagsmunum þjóðar vorr- ar. Dr sporum liðins áratugs hafa innan lands sprottið margvíslegar hættur og viðsjárverðar, sem dregið geta langan slóða ófarnaðar, ef eigi er að gætt og að gjört í tima. Margar hinna fomu dyggða áa vorra, sem lyftu þjóðinni öld af öld til vaxandi þroska og gengis, eiga um margt erfitt uppdráttar. Hefur í þeirra stað ol' mjög gætt vafasamrar nýbreytni um lífsvenjur og starfshætti á ýmsum sviðum. Sérstök aðstaða þjóðar- innar á styrjaldarárunum með tillieyrandi byltingu í fjárbagsbfi hennar hefur að þvi er virðist valdið nokk- urri truflun á yfirsýn og mati margra vor á raunveru- legum verðmætum og gæðum, sem þjóðin hefur búið við um aldir og mun um langa hríð búa við í aðalatrið- um. Ekki skal úr því dregið, bversu stórmannlega oss hefur farið um margvíslegar verklegar framkvæmdir á þessu tímabili né hvers hin ytri kjör hafa breyzt til betra sniðs. Ilins vegar ber þess að gæta, að i þeim efn- um hefur eigi allt áunnizt fyrir sakir dugnaðs vors og l*

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.