Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.1951, Qupperneq 9

Skinfaxi - 01.04.1951, Qupperneq 9
SKINFAXI 9 Stórahraun. inum, og þangað, sem helzt er þéttbýli, nema ferðir séu skipulagðar til afskekktari staða. Þeir bræður höfðu orðið að bíða alllengi, því bæði var það, að seinna féll af fjörunum en ráð var fyrir gert, og komust sumir ekki leiðar sinnar fyrr en út féll, og svo var ekki reiknað með hinni íslenzku gestrisni. En þegar að Stórahrauni kom, voru borð fram sett og matur til reiðu handa þeim, sem langt voru að komnir og ekki höfðu neytt morgunverðar, en kaffi og kökur handa hinum, sem ekki vildu matinn þýðast. Fór í þetta nokkur tími fyrir nær 40 manns, enda þótt rösk- lega væri að gengið framreiðslu og matartekju. Á Stórahrauni búa nú þrjú systkini með móður sinni aldraðri, flutt þangað fyrir eigi alllöngu innan af Skógarströnd. En þarna hefur verið risnuheimili svo lengi sem núlifandi menn muna, og lítur út fyrir, að sú risna ætli ekki að deyja út hjá þeim búendum, sem nú eru þar.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.