Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1951, Page 10

Skinfaxi - 01.04.1951, Page 10
10 SKINFAXI Tóku þeir bræður — Hausthúsabændur — nú for- ystuna og var aftur riðið á leirana og í eyjarnar. Hausthúsaeyjar voru áður ein eyja, og hét hún Haf- ursfjarðarey, og við hana er hreppurinn kenndur, sem eyjarnar tillieyra - Eyjarhreppur. Var þá hyggð í eyjunni og meira að segja kirkjustaður. Enda benda þar örnefni á byggð, svo sem Bæjarey, Bæjarhóll o.s. fi*v., og kirkjugarður er þar, sem er í uppblæstri og gægjast beinin út úr rofunum. Vilhjálmur Stefánsson landkönnuður dvaldi þar nokkru eftir aldamótin og safnaði beinum til rannsókna sinna. Sú sögn er, að sundið milli eyjar og lands hafi verið svo mjótt, að borð var lagt milli landa, svo ganga mætti um flæðar. En vegna ágangs strauma og vinda, breikkaði sundið og eyjan skiptist. En nú eru eyjarnar fjórar. Vitað er, að kirkja var í eyjunum eða eynni, þar til um 1560, og voru sóttar þangað messur. En þá var kirkjan lögð niður, og er greind sú ástæða til þess — í munnmælum — að kirkjufólk hafi farizt á leið til lands frá messu, sennilega ætlað að ganga veikan is um liáflóð, því að sjálfsögðu hefur alltaf fjarað í eyjarnar. En hitt er víst, að kirkja var aflögð þar um þetta leyti og var kirkjulaust í sókninni nær því í áratug, en bænhús var reist í Hrossholti, sem er bær nálægt miðju sveitarinnar. En laust fyrir 1570 var kirkjan byggð á Rauðamel hinum ytra - bústað Sel-Þóris, og þar er hún enn. Þrátt fyrir það, þótt Hausthúsaeyjar hafi látið á sjá frá fyrri tið, eru þær þó gagnsamar enn. Er þar æðar- varp nokkurt og selveiði. Heyskap má og liafa þar all- mikinn, bæði af melgrasi og töðu. Þá er fólk hafði skoðað eyjarnar svo sem hæfilegt þótti, var aftur riðið á fjörurnar og út í Hausthús. Var nú sprett duglega úr spori á eggsléttum leirum. Fólk

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.