Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1951, Page 12

Skinfaxi - 01.04.1951, Page 12
12 SKINFAXI ekki ætla að láta merki Jóns og Kristrúnar falla til jarðar að óreyndu, hvorki utanbæjar né innan. Að lokinni kaffidrykkju var aftur lagt á hestana, og ferðinni haldið áfram ofan í Skógames. 1 Skógarnesi er löggilt höfn, og var verzlun þar frá því nokkru eftir aldamót, og fram á þriðja lug aldar- innar. Og um skeið voru þar tvær verzlanir. Dró verzlunarstaðurinn nafn sitt af tveimur samnefndum bæjum Ytra- og Syðra Skógarnesi, sem eru þar eigi alllangt frá. Enginn kvistur eða kjarr er þó í þessum löndum núna. Frá Skógarnesi var einnig útræði til skamms tíma, einkum á vorin, og sóttu menn róðrana ofan úr Miklaholts- og Eyjarhreppum. Einn fúinn hát- ur á hvolli vitnaði nú um þetta bjargræðisstarf sveita- mannanna á vorin. Eftir nokkra dvöl í Skógarnesi, og ærsl og leiki {æirra, sem léttur var fóturinn, voru reiðskjótar teknir, og snúið til heimleiðar. Var nú riðið fram Eyjarhrepp, og á þjóðveginn milli Stykkishólms og Borgarness, Jjví fallið var á fjörurnar fyrir löngu. Hjá túninu i Dalsmynni var áð stundarkorn. Sá bær stendur í mynni Núpudals. En þegar fólk hafði rétt aðeins sleppt hestum sínum sást hvar maður hljóp heiman frá bænum, og kenndu menn, að þar fór Guð- mundur bóndi í Dalsmynni. Héldu nú sumir, að hann ætlaði að hiðja okkur að fjarlægja hestana, því dágóð- ur slægjutoppur var þarna. En sú varð þó ekki raun- in, heldur hafði hann meðferðis sælgætispoka allstóran og bað fólkið að fá sér mola, hvað og gert var svika- og undanhragðalaust. Eftir skamma viðdvöld var stigið á bak og lagt í síð- asta áfangann. Riðið austur Eyjarhrepp, yfir Haf- fjarðará á brú og suður Kolbeinsstaðahrepp. Fékk gest- risnin ekkert fang á ferðahópnum úr því, enda komið fast að kvöldi. Skildist fólk að, eftir því sem vegamót sögðu til og

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.