Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1951, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.04.1951, Blaðsíða 14
14 SKINFAXI Jlf ei'lanclum vettvanql 1: Indlandsstjórn ræðst á fáfræðina Lokaðu snöggvast augunum og hugsaðu þér, að öll ríki Ev- rópu hafi gengið í eins konar framfara bandalag, en reki sig á þá staðreynd, að áttatíu og sjö hundraðshlutar af íbúum hennar séu ólæsir og óskrifandi. Þannig var ástandið á Ind- landi, þegar það fékk sjálfstæði árið 1947. Eða setjum dæmið öðru vísi upp: Hugsum okkur, að allir íbúar Englands, Skotlands og frlands væru allt í einu orðnir börn á skólaaldri, frá sex til fjórtán ára. Ráð verður að finna til þess að sjá þeim fyrir hæfilegri menntun. Skólahús þarf að byggja, kennara verður að þjálfa, geysimörg og mikil tæki þarf að útvega handa þessum fjölda skólabarna. En þetta er þó aðeins lítill hluti erfiðleikanna í skólamálum Indverja. Til viðbótar þessum fjölda skólanemenda, sem við skulum segja, að byggi allar Bretlandseyjar, eru svo 240 milljónir full- orðinna, sem svara til ibúa Noregs, Sviþjóðar, Danmerk- ur, Hollands, Belgíu, Frakklands, Spánar, Portúgals, Þýzka- lands, Svisslands og Ítalíu allra til samans, og allt þetta fólk er hvorki læst né skrifandi, hefur engar hugmyndir um heil- brigði og hreinlætisháttu og ræður aðeins yfir fáum orðum og hugtökum, sem túlka daglegar athafnir þess við sveita- störf og landbúnað. Til þess að glíma við þetta viðfangsefni, þarf tvær milljónir kennara. Þetta er hið geysilega vandamál, sem Indverjar eiga við að etja í skólamálum sínum. Samt hafði allstórt spor verið stigið í þessum efnum af fyrrverandi stjórnarvöldum. Læsum og skrifandi hafði fjölgað á síðustu 50 árum úr fjórum hundraðs- hlutum í tólf af hundraði, sem í sjálfu sér segir ekki mikið, nema haft sé í huga, að þessir tólf af hundraði eru fjörutíu og sjö milljónir manna, eða jafn margir og allir íbúar Bret- landseyja. Og skólar þeir, sem á þessum árum voru byggðir og starfræktir, áttu að sjálfsögðu sinn þátt í því, að þjóðin vaknaði til meðvitundar um rétt sinn til sjálfsforræðis. Viðfangsefni hinnar nýju stjórnar Indlands, er í fyrsta lagi að gera grundvallarnám barna á aldrinum sex til fjórtán ára

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.